Hávaxnasti Ólympíumeistari sögunnar vann gullið sitjandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 12:30 Morteza Mehrzad sýnir Ólympíugullið með liðsfélögum sínum. Getty/Tasos Katopodis Morteza Mehrzadselakjani vann gull á Ólympíumóti fatlaðra á dögunum en hann var í aðalhlutverki í íþróttinni þar sem Íranar hafa mikla yfirburði. Mehrzadselakjani fer ekkert framhjá neinum en hann er næsthávaxnasti maður í heimi og mælist tveir metrar og 46 sentimetrar á hæð. Hann hjálpaði aftur á móti þjóð sinni að vinna Ólympíugullið sitjandi. Mehrzadselakjani, sem er jafnan kallaður Mehrzad, vann gullið í sitjandi blaki með félögum sínum í íranska landsliðinu. Íran vann Rússa 3-1 (25-21 25-14 19-25 25-17) í úrslitaleiknum. Þetta voru sjöundu gullverðlaun Írana í greinnni frá árinu 1988 og Mehrzad vann þarna sitt annað gull því hann var líka með í Ríó fyrir fimm árum. (CNN) - The tallest Paralympian in history and the joint-second tallest man in the world, #MortezaMehrzadselakjani, better known as Mehrzad, helped #Iran successfully defend its #Paralympic title on Saturday with a 3-1 victory against the #RPC #volleyballhttps://t.co/G9xcBjQCd5— Kayhan Life (@KayhanLife) September 6, 2021 Rússar réðu ekkert við smössin frá Mehrzad sem skoraði alls 28 stig í leiknum en næststigahæsti maðurinn í íranska liðinu var með 17 stig. 25 af 28 stigum Mehrzad komu með smössum. Mehrzad er nú 33 ára gamall en hann byrjaði bara að spila þessa íþrótt aðeins sex mánuðum fyrir leikana í Ríó árið 2016 þá orðinn 28 ára. „Áður en ég fór að spila sitjandi blak þá sat ég bara heima hjá mér af því að ég skammaðist mín fyrir hæðina,“ sagði Morteza Mehrzadselakjani í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Bosníu í undanúrslitaleiknum. „Ég fór í sjónvarpsviðtal og eftir það bauð blaksambandið mér að koma og þetta voru eins konar galdrar. Þetta breytti lífi mínu mikið,“ sagði Mehrzad. Back-to-back sitting volleyball Paralympic golds for Iran Morteza Mehrzadselakjani, the joint-second tallest man in the world at 8ft 1in, joins the celebrations #Tokyo2020 #C4Paralympics pic.twitter.com/4tRsPXJkdn— C4 Paralympics (@C4Paralympics) September 4, 2021 Mehrzad situr vissulega á gólfinu en þegar hann teygir hendurnar upp þá eru þær í 182 sentimetra hæð og mjög hátt yfir netinu. Mehrzad þykir samt óþægilegt að fá svona mikla athygli í samanburði við liðsfélaga sína. „Það er mjög erfitt fyrir mig, sagði Mehrzad. Hann mjaðmagrindarbrotnaði í hjólaslysi sem táningur og eftir það hætti hægri fótur hans að vaxa. Hann er því styttri en sá vinstri sem gerir Mehrzad mjög erfitt með gang. „Ég er bara hávaxnari en aðrir leikmenn liðsins. Allt liðið er mjög mikilvægt og þeir skila allir sínum hlutverkum vel. Ég er bara liðsmaður sem reyni að gera mitt vel. Ég veit samt að líkamsburðir mínir eru mikilvægir fyrir sitjandi blak og ég reyni bara að nýta mér þá,“ sagði Mehrzad. Morteza Mehrzad nær hér einu góðu smassi.Getty/Tasos Katopodis Ólympíumót fatlaðra Blak Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sjá meira
Mehrzadselakjani fer ekkert framhjá neinum en hann er næsthávaxnasti maður í heimi og mælist tveir metrar og 46 sentimetrar á hæð. Hann hjálpaði aftur á móti þjóð sinni að vinna Ólympíugullið sitjandi. Mehrzadselakjani, sem er jafnan kallaður Mehrzad, vann gullið í sitjandi blaki með félögum sínum í íranska landsliðinu. Íran vann Rússa 3-1 (25-21 25-14 19-25 25-17) í úrslitaleiknum. Þetta voru sjöundu gullverðlaun Írana í greinnni frá árinu 1988 og Mehrzad vann þarna sitt annað gull því hann var líka með í Ríó fyrir fimm árum. (CNN) - The tallest Paralympian in history and the joint-second tallest man in the world, #MortezaMehrzadselakjani, better known as Mehrzad, helped #Iran successfully defend its #Paralympic title on Saturday with a 3-1 victory against the #RPC #volleyballhttps://t.co/G9xcBjQCd5— Kayhan Life (@KayhanLife) September 6, 2021 Rússar réðu ekkert við smössin frá Mehrzad sem skoraði alls 28 stig í leiknum en næststigahæsti maðurinn í íranska liðinu var með 17 stig. 25 af 28 stigum Mehrzad komu með smössum. Mehrzad er nú 33 ára gamall en hann byrjaði bara að spila þessa íþrótt aðeins sex mánuðum fyrir leikana í Ríó árið 2016 þá orðinn 28 ára. „Áður en ég fór að spila sitjandi blak þá sat ég bara heima hjá mér af því að ég skammaðist mín fyrir hæðina,“ sagði Morteza Mehrzadselakjani í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Bosníu í undanúrslitaleiknum. „Ég fór í sjónvarpsviðtal og eftir það bauð blaksambandið mér að koma og þetta voru eins konar galdrar. Þetta breytti lífi mínu mikið,“ sagði Mehrzad. Back-to-back sitting volleyball Paralympic golds for Iran Morteza Mehrzadselakjani, the joint-second tallest man in the world at 8ft 1in, joins the celebrations #Tokyo2020 #C4Paralympics pic.twitter.com/4tRsPXJkdn— C4 Paralympics (@C4Paralympics) September 4, 2021 Mehrzad situr vissulega á gólfinu en þegar hann teygir hendurnar upp þá eru þær í 182 sentimetra hæð og mjög hátt yfir netinu. Mehrzad þykir samt óþægilegt að fá svona mikla athygli í samanburði við liðsfélaga sína. „Það er mjög erfitt fyrir mig, sagði Mehrzad. Hann mjaðmagrindarbrotnaði í hjólaslysi sem táningur og eftir það hætti hægri fótur hans að vaxa. Hann er því styttri en sá vinstri sem gerir Mehrzad mjög erfitt með gang. „Ég er bara hávaxnari en aðrir leikmenn liðsins. Allt liðið er mjög mikilvægt og þeir skila allir sínum hlutverkum vel. Ég er bara liðsmaður sem reyni að gera mitt vel. Ég veit samt að líkamsburðir mínir eru mikilvægir fyrir sitjandi blak og ég reyni bara að nýta mér þá,“ sagði Mehrzad. Morteza Mehrzad nær hér einu góðu smassi.Getty/Tasos Katopodis
Ólympíumót fatlaðra Blak Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sjá meira