Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2021 19:11 Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Vísir Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi þegar netárás var gerð á fyrirtæki á borð við Salt Pay og Valitor. „Okkur hafa borist tilkynningar um þessi atvik og þau eru komin inn á okkar borð. Við skulum alltaf vera viðbúin því að svona árásir muni eiga sér stað. Það er stóraukin tíðni a þessari tegund árása, þessar svokölluðu D Dos-árásir eða álagsárásir, bara á heimsvísu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Markmið árásanna sé ekki að stela upplýsingum eða gögnum. Landsmenn þurfi ekki að hræðast að kreditkortaupplýsingar þeirra séu í höndum netþrjótanna. „Það er bara verið að stoppa möguleikann á að nota þjónustuna. Það er alveg jafn alvarlegt að mörgu leyti. Fólk getur ekki verslað úti í búð og getur ekki klárað sín viðskipti.“ Nauðsynlegt sé að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu viðbúin fleiri árásum. „Heilbrigði skynsemi segir manni að vera viðbúinn og sérstaklega núna þegar er fjöldi mála að koma, það var annað sambærilegt atvik bara í síðustu viku, vera tilbúinn og í startholunum að bregðast við,“ segir Guðmundur. Ekki sé ljóst hvers vegna svona árásir séu gerðar. Netþrjótarnir geti jafnvel verið að æfa sig fyrir aðrar alvarlegri árásir. „Þá standa oft einhverjir hópar á bak við þetta sem senda nafnlaus hótunarbréf, vilja láta greiða x háa upphæð inn á einhvern reikning annars muni þeir framkvæma árásir og taka niður þjónustuna.“ Vel geti verið að í framhaldi veðri slíkri árás beint að íslenskum innviðum. „En að sjálfsögðu er líka ákveðin æfing fólgin í þessu fyrir okkar tæknimenn til að bregðast við. þeir hafa þá líka nýlega tekið á svona árásum og verða kannski betur í stakk búnir að bregðast við næstu gerð árása.“ Greiðslumiðlun Netöryggi Netglæpir Tengdar fréttir Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi þegar netárás var gerð á fyrirtæki á borð við Salt Pay og Valitor. „Okkur hafa borist tilkynningar um þessi atvik og þau eru komin inn á okkar borð. Við skulum alltaf vera viðbúin því að svona árásir muni eiga sér stað. Það er stóraukin tíðni a þessari tegund árása, þessar svokölluðu D Dos-árásir eða álagsárásir, bara á heimsvísu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggisdeildar Fjarskiptastofu. Markmið árásanna sé ekki að stela upplýsingum eða gögnum. Landsmenn þurfi ekki að hræðast að kreditkortaupplýsingar þeirra séu í höndum netþrjótanna. „Það er bara verið að stoppa möguleikann á að nota þjónustuna. Það er alveg jafn alvarlegt að mörgu leyti. Fólk getur ekki verslað úti í búð og getur ekki klárað sín viðskipti.“ Nauðsynlegt sé að greiðslumiðlunarfyrirtæki séu viðbúin fleiri árásum. „Heilbrigði skynsemi segir manni að vera viðbúinn og sérstaklega núna þegar er fjöldi mála að koma, það var annað sambærilegt atvik bara í síðustu viku, vera tilbúinn og í startholunum að bregðast við,“ segir Guðmundur. Ekki sé ljóst hvers vegna svona árásir séu gerðar. Netþrjótarnir geti jafnvel verið að æfa sig fyrir aðrar alvarlegri árásir. „Þá standa oft einhverjir hópar á bak við þetta sem senda nafnlaus hótunarbréf, vilja láta greiða x háa upphæð inn á einhvern reikning annars muni þeir framkvæma árásir og taka niður þjónustuna.“ Vel geti verið að í framhaldi veðri slíkri árás beint að íslenskum innviðum. „En að sjálfsögðu er líka ákveðin æfing fólgin í þessu fyrir okkar tæknimenn til að bregðast við. þeir hafa þá líka nýlega tekið á svona árásum og verða kannski betur í stakk búnir að bregðast við næstu gerð árása.“
Greiðslumiðlun Netöryggi Netglæpir Tengdar fréttir Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. 12. september 2021 13:00
Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48