Styrkja Píeta samtökin til þriggja ára Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2021 12:23 Frá undirritun samningsins. Píeta samtökin og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa gert samning um að ríkið styrki starfsemi samtakanna í forvörnum gegn sjálfsvígum. Samningurinn er til þriggja ára og fá Píeta samtökin 25 milljónir króna á ári samkvæmt honum. Áður hafa fjármögnunarsamningar við Píeta samtökin einungis náð til eins árs í senn. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að með þriggja ára samningi geti forsvarsmenn samtakanna skipulagt starfið lengra fram í tímann og eflt það. Þar segir einnig að markmiðið sé að styrkja vinnu Píeta samtakanna gegn sjálfsvígum og þannig fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum á Íslandi. Í áðurnefndri tilkynningu segir að starfsemi samtakanna sé einkum tvíþætt. Annarsvegar felur hún í sér að veita fyrstu hjálp, þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og vera brú í úrræði fyrir aðra. Hins vegar snýr starfsemin að því að vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi og þá meðal annars með því að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar í samfélaginu um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga og sjálfsskaða. „Þessi samningur markar tímamót í sögu Píeta samtakanna þar sem félagsmálaráðuneytið veitir starfseminni sýn og viðurkenningu. Nú hefur verið tekið stórt skref í að tryggja ákveðinn stöðugleika í rekstri samtakanna til þriggja ára,“ segir Dr. Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta, á vef Stjórnarráðsins. „Það er ákveðinn léttir í húsi Píeta í dag á sjálfum alþjóðlegur forvarnardegi sjálfsvíga og við horfum bjartari augum fram á við. Fyrir hönd Píeta samtakanna þökkum við ráðherra og hans fólki einlæglega fyrir þennan mikilvæga samning.“ Ásmundur Einar segir Píeta samtökin ómetanleg og það forvarnarstarf sem þau vinna gríðarlega mikilvægt. „Allt þeirra starf er unnið að samúð og virðingu fyrir þeim sem til þeirra leita og ég er ótrúlega stoltur af þessu samstarfi sem við erum að fara í með samtökunum. Með því að gera samning til þriggja ára geta samtökin skipulagt starfið lengra fram í tímann ásamt því að auka forvarnir og fræðslu, sem þýðir þau geta tekið betur á móti einstaklingum sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða og aðstandendum þeirra.“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Áður hafa fjármögnunarsamningar við Píeta samtökin einungis náð til eins árs í senn. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að með þriggja ára samningi geti forsvarsmenn samtakanna skipulagt starfið lengra fram í tímann og eflt það. Þar segir einnig að markmiðið sé að styrkja vinnu Píeta samtakanna gegn sjálfsvígum og þannig fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum á Íslandi. Í áðurnefndri tilkynningu segir að starfsemi samtakanna sé einkum tvíþætt. Annarsvegar felur hún í sér að veita fyrstu hjálp, þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og vera brú í úrræði fyrir aðra. Hins vegar snýr starfsemin að því að vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi og þá meðal annars með því að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar í samfélaginu um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga og sjálfsskaða. „Þessi samningur markar tímamót í sögu Píeta samtakanna þar sem félagsmálaráðuneytið veitir starfseminni sýn og viðurkenningu. Nú hefur verið tekið stórt skref í að tryggja ákveðinn stöðugleika í rekstri samtakanna til þriggja ára,“ segir Dr. Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta, á vef Stjórnarráðsins. „Það er ákveðinn léttir í húsi Píeta í dag á sjálfum alþjóðlegur forvarnardegi sjálfsvíga og við horfum bjartari augum fram á við. Fyrir hönd Píeta samtakanna þökkum við ráðherra og hans fólki einlæglega fyrir þennan mikilvæga samning.“ Ásmundur Einar segir Píeta samtökin ómetanleg og það forvarnarstarf sem þau vinna gríðarlega mikilvægt. „Allt þeirra starf er unnið að samúð og virðingu fyrir þeim sem til þeirra leita og ég er ótrúlega stoltur af þessu samstarfi sem við erum að fara í með samtökunum. Með því að gera samning til þriggja ára geta samtökin skipulagt starfið lengra fram í tímann ásamt því að auka forvarnir og fræðslu, sem þýðir þau geta tekið betur á móti einstaklingum sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða og aðstandendum þeirra.“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira