Íslenski boltinn

Tók spjöldin af dómara leiksins | Fyrr­verandi dómari setur spurninga­merki við gæslu­mál á völlum landsins

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Davíð Smári ásamt einum af leikmönnum Kórdrengja.
Davíð Smári ásamt einum af leikmönnum Kórdrengja. mynd/facebook-síða Kórdrengja

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var heldur betur ósáttur við dómara leiksins eftir jafntefli við Fram í Lengjudeild karla í gær.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var heldur betur ósáttur við dómara leiksins eftir jafntefli við Fram í Lengjudeild karla í gær. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Kórdrengir höfðu haft forystu lengst af en Fram tókst að jafna í uppbótartíma með marki frá Guðmundi Magnússyni. Davíð fannst uppbótartíminn helst til langur og lét dómara leiksins vita af því með of miklum tilþrifum að mati dómara leiksins, en það var Egill Arnar Sigurþórsson sem hélt um flautuna í leiknum. Davíð fékk í kjölfarið rautt spjald áður en leiknum var lokið en jöfnunarmarkið kom á 95. mínútu leiksins.

Það var hins vegar þá sem það sauð upp úr. Davíð kom aftur inn á völlinn og átti ýmislegt vantalað við Egil Arnar dómara. Í hamaganginum tókst þjálfaranum að taka spjöldin af dómaranum sem hann reyndar skilaði skömmu síðar. Ótrúleg sjón.

Davíð fær tveggja leikja bann fyrir að fá beint rautt spjald en bannið gæti reynst mun lengra eftir eftirmála leiksins. Athygli vakti hversu slök gæslan var í kringum dómara leiksins en hún var illsjáanleg á meðan á þessu stóð.

Í morgun birtist svo pistill eftir Garðar Örn Hinriksson fyrrum dómara þar sem hann setur stór spurningamerki við hvernig gæslumálum er háttað í deildunum hér á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×