Kvika flæðir undan gömlu hrauni í Geldingadölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 17:30 Agnar Guðmundsson var staddur við eldstöðvarnar í Geldingadölum síðdegis þegar kvikan fór að láta aftur á sér kræla. Vísir Fólk fjölmennti að gosstöðvunum í dag þegar ljóst var að kvika væri farin að láta sjá sig. Mikil virkni virðist í Geldingadölum þessa stundina. „Hérna norðan megin við stóra gíginn er alveg greinilegt að það er búin að opnast hérna ný sprunga. Það sést hérna bak við hvernig nýr gígbarmur er að koma til. Þetta er að gerast víða hérna undir þessu gamla hrauni,“ segir Agnar Guðmundsson, sem er staddur við eldgosið. „Við töldum að þetta væri eiginlega bara búið hérna norðan megin við stóra gíginn.“ Hann segir um 150 til 200 manns á svæðinu, flestir útlendingar. Kvikustraumurinn sem velli undan hrauninu sé stöðugur. „Það virðist vera svona stöðugur vöxtur, það er að segja hvað strókurinn fer hátt upp úr sprungunni og hann fellur aldrei niður. Það er stanslaust eitthvað að gerast og maður sér þennan gígbarm myndast,“ segir Agnar. „Hann verður alltaf stærri og stærri þarna á bak við sprunguna sem gosið kemur upp úr.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Agnar heldur að gosstöðvunum en hann hefur farið þangað sjö til átta sinnum frá því að gosið hófst. „Ég kom hérna þessa nótt sem að byrjaði að gjósa. Þá var miklu, miklu meiri ró og þá voru bara fjórir pínulitlir katlar, eins og stórir pottar, og þá vall bara ofboðslega rólega. Þetta er allt annar kraftur sem við sjáum núna. Allt, allt annað.“ Agnar segist ekki hafa orðið var við nýja kviku í stóra gígnum en hraun velli úr veggjum gígsins. „Það kemur hérna utan úr hlíðinni, það er eins og það sé einhver strókur þar og gos sem vellur hér í stríðum straumi fram og inn í dalinn.“ Hann segir gífurlegan hita stafa frá hrauninu. „Já, þetta er bara eins og þegar gosið byrjaði, það er svakalegur hiti hérna, mikil stybba og maður heyrir svo mikil læti í gígnum. Maður er bara orðinn rauður í framan hérna,“ segir Agnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
„Hérna norðan megin við stóra gíginn er alveg greinilegt að það er búin að opnast hérna ný sprunga. Það sést hérna bak við hvernig nýr gígbarmur er að koma til. Þetta er að gerast víða hérna undir þessu gamla hrauni,“ segir Agnar Guðmundsson, sem er staddur við eldgosið. „Við töldum að þetta væri eiginlega bara búið hérna norðan megin við stóra gíginn.“ Hann segir um 150 til 200 manns á svæðinu, flestir útlendingar. Kvikustraumurinn sem velli undan hrauninu sé stöðugur. „Það virðist vera svona stöðugur vöxtur, það er að segja hvað strókurinn fer hátt upp úr sprungunni og hann fellur aldrei niður. Það er stanslaust eitthvað að gerast og maður sér þennan gígbarm myndast,“ segir Agnar. „Hann verður alltaf stærri og stærri þarna á bak við sprunguna sem gosið kemur upp úr.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Agnar heldur að gosstöðvunum en hann hefur farið þangað sjö til átta sinnum frá því að gosið hófst. „Ég kom hérna þessa nótt sem að byrjaði að gjósa. Þá var miklu, miklu meiri ró og þá voru bara fjórir pínulitlir katlar, eins og stórir pottar, og þá vall bara ofboðslega rólega. Þetta er allt annar kraftur sem við sjáum núna. Allt, allt annað.“ Agnar segist ekki hafa orðið var við nýja kviku í stóra gígnum en hraun velli úr veggjum gígsins. „Það kemur hérna utan úr hlíðinni, það er eins og það sé einhver strókur þar og gos sem vellur hér í stríðum straumi fram og inn í dalinn.“ Hann segir gífurlegan hita stafa frá hrauninu. „Já, þetta er bara eins og þegar gosið byrjaði, það er svakalegur hiti hérna, mikil stybba og maður heyrir svo mikil læti í gígnum. Maður er bara orðinn rauður í framan hérna,“ segir Agnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira