Fréttastofa RÚV og réttlát málsmeðferð Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. september 2021 12:31 Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila. Þótt það sé mikilvægt í öllum dómsmálum að leiða fram sannleikann verður í sakamálum að leiða hann í ljós með aðferðum sem takmarkast af tveim grundvallarreglum, annars vegar að sérhver sá sem borinn er sökum er talinn saklaus uns sekt er sönnuð og hins vegar að allan vafa ber að skýra sakborningi í hag. Þessi grundvallaratriði réttarríkisins byggja á yfirburðarstöðu lögreglu og ákæruvalds við að rannsaka mál í samanburði við stöðu einstaklings sem borinn er sökum. Blaðamennska nútímans og hlutlægniskylda fjölmiðla Það er freistandi í erfiðum málum, þar sem sönnunarfærsla er snúin, svo sem í kynferðisbrotamálum, að reka slík mál í fjölmiðlum eða öðrum álíka vettvangi er stendur utan hins hefðbundna réttarvörslukerfis. Auðveldara er þá að sannfæra almenning um hvað sé satt og rétt, hvaða staðreyndir eigi að leggja til grundvallar við mat á mönnum og málefnum. Vandinn við þessa nálgun er að hún tekur ekki tillit til áðurnefndra grundvallarreglna og of þægilegt verður að lita lygi sem sannleik og öfugt. Áður fyrr báru fjölmiðlar ríkulega ábyrgð á hvað kæmi til vitundar almennings. Stundum hefur verið sagt að fjölmiðlamenn hafi starfað sem hliðverðir er gegndu því hlutverki að stýra þeim lágmarkskröfum sem efni þyrfti að uppfylla til að geta komið fyrir sjónir almennings. Núna virðist sem þessi hlutlægniskylda sé á undanhaldi, a.m.k. í ákveðnum málaflokkum. Sem dæmi, virðist núna hægt að setja fram ásakanir um kynferðislegt áreiti og annað álíka ofbeldi án þess að fjölmiðlafólk kanni með sjálfstæðum hætti hvað sé hæft í þeim. Fjölmiðlar hafa tekið upp á að endursegja staðhæfingar þess sem setur fram ásakanir og virðast samfélagsmiðlar leika stórt hlutverk í þessari þróun. Ímynd er mikilvægari en hvað sé efnislega satt. Fréttastofa RÚV og KSÍ-málið Álit mitt á vinnubrögðum fréttastofu RÚV í tilteknum málaflokkum er ekki ýkja mikið, jafnvel þótt þessi fjölmiðill sé rekinn að stórum hluta fyrir skattfé og nýtur forréttinda á fjölmiðlamarkaði. Sem dæmi um nýleg vinnubrögð fréttastofunnar, sem mér þykir ekki til eftirbreytni, má nefna frétt sem enn er aðgengileg á vef stofnunarinnar og er frá 27. ágúst síðastliðnum. Í þessari frétt er sagt frá viðtali við unga konu sem taldi farir sínar ekki sléttar í samskiptum við landsliðsmann í knattspyrnu á skemmtistað í september 2017 og með hvaða hætti KSÍ hafi höndlað það mál. Viðtal þetta hlýtur að hafa verið undirbúið af fjölmiðlamanni í vinnu hjá fréttastofunni en svo virðist sem að viðmælandinn hafi ekki þurft að leggja fram mikið af gögnum til að sanna fullyrðingar sínar. Sem dæmi sagði viðmælandinn „[é]g var með áverka í tvær til þrjá vikur eftir hann“ og að hún hafi fengið símtal frá lögmanni um að mæta á fund hjá KSÍ. Núna liggur fyrir að fyrri fullyrðingin var sett fram gegn betri vitund enda hafa verið lögð fram gögn í fjölmiðlum sem varpa ljósi á þá staðreynd að samkvæmt áverkavottorði hafi viðmælandi fréttastofunnar enga áverka haft. Síðari fullyrðingin reyndist einnig efnislega röng, KSÍ hafði enga aðkomu að sáttum sem náðust á milli landsliðsmannsins og viðmælanda fréttastofunnar. Hvaða máli skiptir þetta? Mögulega telur almenningur það í lagi að fara fram með ósannindi í jafn viðkvæmu máli sem þessu eða þá að eingöngu um ónákvæmni sé að ræða, eftir allt saman voru einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að knattspyrnumaðurinn greiddi háa fjárhæð til að ljúka málinu, þar með talið að veita Stígamótum veglegan fjárhagslegan styrk. Kjarni þessarar greinar lýtur hins vegar ekki að þessu heldur að vinnubrögðum fréttastofu RÚV og þær spurningar sem augljóslega vakna við þau. Sem dæmi, hvers vegna aflaði fréttastofan sér ekki gagna til að skilja málið í heild áður en viðtalið við konuna ungu var birt? Var ekki einfalt að biðja viðmælandann um aðgang að lögregluskýrslum til að fá frásögnina staðfesta? Og hvers vegna hefur fréttastofa RÚV lítið sem ekkert sagt um framlagningu gagna í fjölmiðlum síðustu daga sem sýna að konan unga hafði samkvæmt áverkavottorði enga áverka haft eftir samskipti sín við knattspyrnumanninn? Fleiri spurninga mætti spyrja um framgöngu fréttastofu RÚV í KSÍ-málinu en aðalatriðið að svo stöddu, er að benda á vinnubrögð fjölmiðils þar sem dregin er upp einhliða mynd af málefni þar sem brýn nauðsyn bar til þess að leita heimilda sem gætu vefengt þá mynd af málavöxtum. Slík málsmeðferð er ekki réttlætanleg, allra síst af fjölmiðli sem aðallega er rekinn fyrir skattfé. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila. Þótt það sé mikilvægt í öllum dómsmálum að leiða fram sannleikann verður í sakamálum að leiða hann í ljós með aðferðum sem takmarkast af tveim grundvallarreglum, annars vegar að sérhver sá sem borinn er sökum er talinn saklaus uns sekt er sönnuð og hins vegar að allan vafa ber að skýra sakborningi í hag. Þessi grundvallaratriði réttarríkisins byggja á yfirburðarstöðu lögreglu og ákæruvalds við að rannsaka mál í samanburði við stöðu einstaklings sem borinn er sökum. Blaðamennska nútímans og hlutlægniskylda fjölmiðla Það er freistandi í erfiðum málum, þar sem sönnunarfærsla er snúin, svo sem í kynferðisbrotamálum, að reka slík mál í fjölmiðlum eða öðrum álíka vettvangi er stendur utan hins hefðbundna réttarvörslukerfis. Auðveldara er þá að sannfæra almenning um hvað sé satt og rétt, hvaða staðreyndir eigi að leggja til grundvallar við mat á mönnum og málefnum. Vandinn við þessa nálgun er að hún tekur ekki tillit til áðurnefndra grundvallarreglna og of þægilegt verður að lita lygi sem sannleik og öfugt. Áður fyrr báru fjölmiðlar ríkulega ábyrgð á hvað kæmi til vitundar almennings. Stundum hefur verið sagt að fjölmiðlamenn hafi starfað sem hliðverðir er gegndu því hlutverki að stýra þeim lágmarkskröfum sem efni þyrfti að uppfylla til að geta komið fyrir sjónir almennings. Núna virðist sem þessi hlutlægniskylda sé á undanhaldi, a.m.k. í ákveðnum málaflokkum. Sem dæmi, virðist núna hægt að setja fram ásakanir um kynferðislegt áreiti og annað álíka ofbeldi án þess að fjölmiðlafólk kanni með sjálfstæðum hætti hvað sé hæft í þeim. Fjölmiðlar hafa tekið upp á að endursegja staðhæfingar þess sem setur fram ásakanir og virðast samfélagsmiðlar leika stórt hlutverk í þessari þróun. Ímynd er mikilvægari en hvað sé efnislega satt. Fréttastofa RÚV og KSÍ-málið Álit mitt á vinnubrögðum fréttastofu RÚV í tilteknum málaflokkum er ekki ýkja mikið, jafnvel þótt þessi fjölmiðill sé rekinn að stórum hluta fyrir skattfé og nýtur forréttinda á fjölmiðlamarkaði. Sem dæmi um nýleg vinnubrögð fréttastofunnar, sem mér þykir ekki til eftirbreytni, má nefna frétt sem enn er aðgengileg á vef stofnunarinnar og er frá 27. ágúst síðastliðnum. Í þessari frétt er sagt frá viðtali við unga konu sem taldi farir sínar ekki sléttar í samskiptum við landsliðsmann í knattspyrnu á skemmtistað í september 2017 og með hvaða hætti KSÍ hafi höndlað það mál. Viðtal þetta hlýtur að hafa verið undirbúið af fjölmiðlamanni í vinnu hjá fréttastofunni en svo virðist sem að viðmælandinn hafi ekki þurft að leggja fram mikið af gögnum til að sanna fullyrðingar sínar. Sem dæmi sagði viðmælandinn „[é]g var með áverka í tvær til þrjá vikur eftir hann“ og að hún hafi fengið símtal frá lögmanni um að mæta á fund hjá KSÍ. Núna liggur fyrir að fyrri fullyrðingin var sett fram gegn betri vitund enda hafa verið lögð fram gögn í fjölmiðlum sem varpa ljósi á þá staðreynd að samkvæmt áverkavottorði hafi viðmælandi fréttastofunnar enga áverka haft. Síðari fullyrðingin reyndist einnig efnislega röng, KSÍ hafði enga aðkomu að sáttum sem náðust á milli landsliðsmannsins og viðmælanda fréttastofunnar. Hvaða máli skiptir þetta? Mögulega telur almenningur það í lagi að fara fram með ósannindi í jafn viðkvæmu máli sem þessu eða þá að eingöngu um ónákvæmni sé að ræða, eftir allt saman voru einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að knattspyrnumaðurinn greiddi háa fjárhæð til að ljúka málinu, þar með talið að veita Stígamótum veglegan fjárhagslegan styrk. Kjarni þessarar greinar lýtur hins vegar ekki að þessu heldur að vinnubrögðum fréttastofu RÚV og þær spurningar sem augljóslega vakna við þau. Sem dæmi, hvers vegna aflaði fréttastofan sér ekki gagna til að skilja málið í heild áður en viðtalið við konuna ungu var birt? Var ekki einfalt að biðja viðmælandann um aðgang að lögregluskýrslum til að fá frásögnina staðfesta? Og hvers vegna hefur fréttastofa RÚV lítið sem ekkert sagt um framlagningu gagna í fjölmiðlum síðustu daga sem sýna að konan unga hafði samkvæmt áverkavottorði enga áverka haft eftir samskipti sín við knattspyrnumanninn? Fleiri spurninga mætti spyrja um framgöngu fréttastofu RÚV í KSÍ-málinu en aðalatriðið að svo stöddu, er að benda á vinnubrögð fjölmiðils þar sem dregin er upp einhliða mynd af málefni þar sem brýn nauðsyn bar til þess að leita heimilda sem gætu vefengt þá mynd af málavöxtum. Slík málsmeðferð er ekki réttlætanleg, allra síst af fjölmiðli sem aðallega er rekinn fyrir skattfé. Höfundur er lögfræðingur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun