Lemar hetja Atlético - Sigurmark á tíundu mínútu uppbótartíma Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. september 2021 13:15 Thomas Lemar skoraði sigurmarkið EPA-EFE/Juan Carlos Hidalgo Atletico Madrid voru taplausir fyrir leikin en Espanyol hafði enn ekki unnið leik. Það voru þó heimamenn frá Katalóníu sem komust yfir í leiknum með marki frá Raul de Tomas á 40. mínútu. Adrian Embarba tók aukaspyrnu frá vinstri og Tomas skoraði með frábærum skalla af nærsvæðinu. Spánarmeistararnir sóttu þó stíft en tókst ekki að jafna fyrr en á 79. mínútu þegar að besti maður vallarins, Yannick Carrasco skoraði eftir gott einstaklingsframtak þar sem honum tókst að halda boltanum lengi í teignum þar til hann fann opnun. Það var svo Thomas Lemar sem skoraði sigurmarkið á 10, mínútu í uppbótartíma með góðu skoti eftir skemmtilegar hæslpyrnu frá Carrasco. 1-2 niðurstaðan og Atletico með 10 stig eftir fjóra leiki. Espanyol er áfram nálægt fallsvæðinu með tvö stig. Fótbolti Spænski boltinn
Atletico Madrid voru taplausir fyrir leikin en Espanyol hafði enn ekki unnið leik. Það voru þó heimamenn frá Katalóníu sem komust yfir í leiknum með marki frá Raul de Tomas á 40. mínútu. Adrian Embarba tók aukaspyrnu frá vinstri og Tomas skoraði með frábærum skalla af nærsvæðinu. Spánarmeistararnir sóttu þó stíft en tókst ekki að jafna fyrr en á 79. mínútu þegar að besti maður vallarins, Yannick Carrasco skoraði eftir gott einstaklingsframtak þar sem honum tókst að halda boltanum lengi í teignum þar til hann fann opnun. Það var svo Thomas Lemar sem skoraði sigurmarkið á 10, mínútu í uppbótartíma með góðu skoti eftir skemmtilegar hæslpyrnu frá Carrasco. 1-2 niðurstaðan og Atletico með 10 stig eftir fjóra leiki. Espanyol er áfram nálægt fallsvæðinu með tvö stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti