Græn umhverfisvæn framtíð í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 10. september 2021 10:01 Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda. Skipulag og stefnur Aðalskipulag Hafnarfjarðar leggur áherlsu á að þróun byggðar taki mið af sérkennum bæjarins, að greiður aðgangur sé að ósnortinni náttúru og náttúrfegurð. Þá er nálægð við náttúruperlur ómetanleg hvort sem er innanbæjar og í upplandinu og mikilvægt er að góð tengsl séu við horfna menningu og sögustaði. Umhverfis- og auðlindastefna sem var samþykkt í bæjarstjórn 2018 hefur það að markmiði að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfa. Að mengun sé í lágmarki og umhverfisvöktun virk. Að dregið sé verulega úr myndun úrgangs með ábyrgum innkaupum, neyslu og aukinni endurvinnslu. Að almenningssamgöngur séu efldar og hlutur hjólandi og gangandi bættur. Að umhverfisfræðsla verði til fyrirmyndar og aðgengi að upplýsingum handhægt og þær auðnýttar. Að það skuli taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Trjáræktarstefna Hafnarfjarðar undirstrikar mikilvægi þess að gróður dragi úr svifryki sem bindur kolefni og eykur loftgæði í þéttbýli. Með heilsustefnu ásetur bærinn sér að stuðla að aukinni véllíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar. Vistvæn byggð Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögur að aðgerðum sem hvetja eiga húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar voru samþykktar tillögur að aðgerðum um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna umhverfisvitund almennings. Meginmarkmið samþykktarinnar er að stuðla að aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu og gera Hafnarfjörð að aðlaðandi stað til að byggja vistvænt. Samþykktin fól m.a. í sér skilyrði um djúpgáma á nýbyggingarsvæðum, kröfu um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað, að a.m.k. 20% byggingarefna í nýframkvæmdum eiga að hafa umhverfisvottun, að bærinn gerist aðili að Grænni byggð, að bærinn sýni fordæmi og móti stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst að gefin verði 20% afsláttur af lóðaverði gegn Svansvottun eða sambærilegu og 20-30% afsláttur af lóðaverði gegn BREEAM vottun í takti við einkunnargjöf. Hafnarfjörður er í farabroddi sveitarfélaga með hvata í formi afslátta á lóðaverði á umhverfisvænum byggingum. Sem dæmi um afslátt vegna vottunar þá lækkar lóðaverð á íbúð í fjölbýli um 800þ – 1,2m. og á einbýli um 2,8m – 4,2m. Nokkur önnur umhverfisvæn verkefni Hafnarfjörður var fyrst sveitarfélaga að semja við Kolvið um kolefnisjöfnuð, við drögum markvist úr matarsóun í skólum og á vinnustöðum bæjarins, verkefni um endurheimt votlendis í Krýsuvík lauk haustið 2019. Svansvottuð ræsting þar sem vax er notað í stað bóns, en hér er um frumkvöðlastarf að ræða. Snyrtileikinn – viðurkenningar til íbúa og fyrirtækja fyrir fegrun bæjarins. Hafnarfjarðarbær setur umhverfismálin í forgang. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda. Skipulag og stefnur Aðalskipulag Hafnarfjarðar leggur áherlsu á að þróun byggðar taki mið af sérkennum bæjarins, að greiður aðgangur sé að ósnortinni náttúru og náttúrfegurð. Þá er nálægð við náttúruperlur ómetanleg hvort sem er innanbæjar og í upplandinu og mikilvægt er að góð tengsl séu við horfna menningu og sögustaði. Umhverfis- og auðlindastefna sem var samþykkt í bæjarstjórn 2018 hefur það að markmiði að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfa. Að mengun sé í lágmarki og umhverfisvöktun virk. Að dregið sé verulega úr myndun úrgangs með ábyrgum innkaupum, neyslu og aukinni endurvinnslu. Að almenningssamgöngur séu efldar og hlutur hjólandi og gangandi bættur. Að umhverfisfræðsla verði til fyrirmyndar og aðgengi að upplýsingum handhægt og þær auðnýttar. Að það skuli taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Trjáræktarstefna Hafnarfjarðar undirstrikar mikilvægi þess að gróður dragi úr svifryki sem bindur kolefni og eykur loftgæði í þéttbýli. Með heilsustefnu ásetur bærinn sér að stuðla að aukinni véllíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar. Vistvæn byggð Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögur að aðgerðum sem hvetja eiga húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar voru samþykktar tillögur að aðgerðum um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna umhverfisvitund almennings. Meginmarkmið samþykktarinnar er að stuðla að aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu og gera Hafnarfjörð að aðlaðandi stað til að byggja vistvænt. Samþykktin fól m.a. í sér skilyrði um djúpgáma á nýbyggingarsvæðum, kröfu um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað, að a.m.k. 20% byggingarefna í nýframkvæmdum eiga að hafa umhverfisvottun, að bærinn gerist aðili að Grænni byggð, að bærinn sýni fordæmi og móti stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst að gefin verði 20% afsláttur af lóðaverði gegn Svansvottun eða sambærilegu og 20-30% afsláttur af lóðaverði gegn BREEAM vottun í takti við einkunnargjöf. Hafnarfjörður er í farabroddi sveitarfélaga með hvata í formi afslátta á lóðaverði á umhverfisvænum byggingum. Sem dæmi um afslátt vegna vottunar þá lækkar lóðaverð á íbúð í fjölbýli um 800þ – 1,2m. og á einbýli um 2,8m – 4,2m. Nokkur önnur umhverfisvæn verkefni Hafnarfjörður var fyrst sveitarfélaga að semja við Kolvið um kolefnisjöfnuð, við drögum markvist úr matarsóun í skólum og á vinnustöðum bæjarins, verkefni um endurheimt votlendis í Krýsuvík lauk haustið 2019. Svansvottuð ræsting þar sem vax er notað í stað bóns, en hér er um frumkvöðlastarf að ræða. Snyrtileikinn – viðurkenningar til íbúa og fyrirtækja fyrir fegrun bæjarins. Hafnarfjarðarbær setur umhverfismálin í forgang. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun