Ég elska íbúðina mína Rúnar Gíslason skrifar 10. september 2021 07:31 Ég elska íbúðina mína. Mig hafði langað í mína eigin íbúð lengi, ég safnaði mér fyrir útborgun í henni og neitað mér um ýmislegt til þess að ná takmarkinu. Ég er mikil félagsvera, á miklu fleiri vini en ég á skilið, frábæra fjölskyldu, tek þátt í félagsstarfi og vinn á skemmtilegum vinnustað. Ég get alltaf hitt fólk og farið í heimsóknir því ég veit að í lok dags dagsins kem ég heim til mín, í íbúðina mína. Íbúðina sem ég hef skreytt og hannað í huganum, í símanum fram og til baka eftir mínu höfði. Eftir hverja einustu breytingu sem ég geri þá get ég ekki beðið eftir að ljósmynda íbúðina og sýna vinum og vandamönnum hvað frábæra íbúðin mín er orðin betri í dag en hún var í gær. Íbúðin er vissulega bara dauður hlutur, svarar mér ekki og hún er gerð úr steypu. Hún er hins vegar heimilið mitt og þar er ég öruggur. Ég fann líka fyrir öryggi þegar ég bjó hjá foreldrum mínum og tengi líklega meira en margir við slagorðið ,,heima er best‘.‘ Það er algjör forsenda alls, að mínu mati, að finna fyrir öryggi heima hjá sér og með fólkinu sínu enda er heimilið og heimilisfólkið grunnurinn, stroffið, deigið, rótin og allar þær samlíkingar. Heima hjá mér er ég öruggur. Það á að vera algjört forgangsmál að tryggja að allir finni til öryggis heima hjá sér. Að verða fyrir ofbeldi á heimili sínu og/eða í nánum samböndum hefur alvarleg og langvarandi áhrif, ekki bara á þolendur heldur allt þeirra umhverfi. Í slíkum málum berum við öll ábyrgð, við sem samfélag. Við eigum að skipta okkur af fólki sem upplifir ofbeldi í nánum samböndum, aðstoða og tilkynna á viðeigandi staði og við eigum að krefjast þess að til sé nægur og vel þjálfaður mannskapur til að málin vinnist hratt og vel í réttarvörslukerfinu. Það er skýr áhersla Vinstri grænna, að tryggja betur réttarstöðu brotaþola kynbundis ofbeldis, kynferðisofbeldis og áreitni með skýrum lagabreytingum og markvissri framkvæmd og liður í því, að mínu mati, er að efla lögregluna á Íslandi. Sjálfur rannsaka ég heimilisofbeldismál alla daga og hef margar hugmyndir um hvernig við getum hlúð betur að brotaþolum og unnið með gerendum. Vandinn er samt stærstur á einum stað, sami vandi og hamlar allri starfsemi lögreglu og það er að það vantar fleiri lærða lögreglumenn. Vaktir lögreglu eru undirmannaðar og ófaglært fólk ber þær uppi meira og minna allt árið. Á sama tíma hrannast upp mál, til að mynda mál sem varða ofbeldi í nánum samböndum og oftar en ekki inn á heimilum þeirra sem fá engan vegin viðeigandi meðferð vegna skorts á mannafla, þjálfuðum mannafla. Það skiptir mjög miklu máli að brugðist sé hratt og vel við þegar upp koma ofbeldismál í nánum samböndum. Það skiptir öllu til að lágmarka skaðann eins og hægt er. Vandinn er mikill. Í lögregluna vantar fólk og okkur vantar þjálfað og faglært fólk. Forgangsröðum verkefnum, fjölgum lærðum lögreglumönnum og lyftum upp þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki sem baráttan gegn heimilisofbeldi er. Ef annar hvati dugar ekki til þá má líta á það sem samfélagslega fjárfestingu því við spörum á svo mörgum öðrum stöðum ef við getum komið í veg fyrir/ eða minnkað skaðann af ofbeldismálum. Fyrsta skrefið er að fjölga lærðum lögreglumönnum. Ég elska íbúðina mína. Ég finn fyrir öryggi heima hjá mér. Ég óska þess að allir geti fundið fyrir öryggis heima hjá sér. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Heimilisofbeldi Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég elska íbúðina mína. Mig hafði langað í mína eigin íbúð lengi, ég safnaði mér fyrir útborgun í henni og neitað mér um ýmislegt til þess að ná takmarkinu. Ég er mikil félagsvera, á miklu fleiri vini en ég á skilið, frábæra fjölskyldu, tek þátt í félagsstarfi og vinn á skemmtilegum vinnustað. Ég get alltaf hitt fólk og farið í heimsóknir því ég veit að í lok dags dagsins kem ég heim til mín, í íbúðina mína. Íbúðina sem ég hef skreytt og hannað í huganum, í símanum fram og til baka eftir mínu höfði. Eftir hverja einustu breytingu sem ég geri þá get ég ekki beðið eftir að ljósmynda íbúðina og sýna vinum og vandamönnum hvað frábæra íbúðin mín er orðin betri í dag en hún var í gær. Íbúðin er vissulega bara dauður hlutur, svarar mér ekki og hún er gerð úr steypu. Hún er hins vegar heimilið mitt og þar er ég öruggur. Ég fann líka fyrir öryggi þegar ég bjó hjá foreldrum mínum og tengi líklega meira en margir við slagorðið ,,heima er best‘.‘ Það er algjör forsenda alls, að mínu mati, að finna fyrir öryggi heima hjá sér og með fólkinu sínu enda er heimilið og heimilisfólkið grunnurinn, stroffið, deigið, rótin og allar þær samlíkingar. Heima hjá mér er ég öruggur. Það á að vera algjört forgangsmál að tryggja að allir finni til öryggis heima hjá sér. Að verða fyrir ofbeldi á heimili sínu og/eða í nánum samböndum hefur alvarleg og langvarandi áhrif, ekki bara á þolendur heldur allt þeirra umhverfi. Í slíkum málum berum við öll ábyrgð, við sem samfélag. Við eigum að skipta okkur af fólki sem upplifir ofbeldi í nánum samböndum, aðstoða og tilkynna á viðeigandi staði og við eigum að krefjast þess að til sé nægur og vel þjálfaður mannskapur til að málin vinnist hratt og vel í réttarvörslukerfinu. Það er skýr áhersla Vinstri grænna, að tryggja betur réttarstöðu brotaþola kynbundis ofbeldis, kynferðisofbeldis og áreitni með skýrum lagabreytingum og markvissri framkvæmd og liður í því, að mínu mati, er að efla lögregluna á Íslandi. Sjálfur rannsaka ég heimilisofbeldismál alla daga og hef margar hugmyndir um hvernig við getum hlúð betur að brotaþolum og unnið með gerendum. Vandinn er samt stærstur á einum stað, sami vandi og hamlar allri starfsemi lögreglu og það er að það vantar fleiri lærða lögreglumenn. Vaktir lögreglu eru undirmannaðar og ófaglært fólk ber þær uppi meira og minna allt árið. Á sama tíma hrannast upp mál, til að mynda mál sem varða ofbeldi í nánum samböndum og oftar en ekki inn á heimilum þeirra sem fá engan vegin viðeigandi meðferð vegna skorts á mannafla, þjálfuðum mannafla. Það skiptir mjög miklu máli að brugðist sé hratt og vel við þegar upp koma ofbeldismál í nánum samböndum. Það skiptir öllu til að lágmarka skaðann eins og hægt er. Vandinn er mikill. Í lögregluna vantar fólk og okkur vantar þjálfað og faglært fólk. Forgangsröðum verkefnum, fjölgum lærðum lögreglumönnum og lyftum upp þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki sem baráttan gegn heimilisofbeldi er. Ef annar hvati dugar ekki til þá má líta á það sem samfélagslega fjárfestingu því við spörum á svo mörgum öðrum stöðum ef við getum komið í veg fyrir/ eða minnkað skaðann af ofbeldismálum. Fyrsta skrefið er að fjölga lærðum lögreglumönnum. Ég elska íbúðina mína. Ég finn fyrir öryggi heima hjá mér. Ég óska þess að allir geti fundið fyrir öryggis heima hjá sér. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun