Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2021 18:18 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur birt drög að breytingum á reglugerð sem opnar meðal annars á það að samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð. Vísir/Vilhelm Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og viðauka IV við sömu reglugerð í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð, en það mun breytast nái breytingin fram að ganga. Stólpagrín var gert að þessu banni í áramótaskaupinu árið 2018, þar sem landsþekktir samkynhneigðir listamenn birtust í skurðstofu þar sem skortur var á blóði í miðri aðgerð . Gert var grín að því að ekki mætti nota blóð úr samkynhneigðum karlmönnum, jafn vel þótt að líf lægi við. Breytingin felur jafnframt í sér að kynhegðun veldur ekki lengur varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn er kveðið á um að blóðgjafi megi ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Lögð er til skilgreining á því hvað telst vera áhættusamt kynlíf en í því felst að það sé kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Er það skilgreint á eftirfarandi hátt í drögunum: Áhættusamt kynlíf: Kynlíf sem eykur verulega líkur á að fá alvarlega smitsjúkdóma sem berast með blóði. Hér undir fellur til dæmis kynlíf þar sem verjur eru ekki notaðar og aðilar eru ekki í langtíma stöðugu sambandi eða stunda kynlíf út fyrir sambandið, kynlíf með mörgum einstaklingum með eða án notkunar verja, kynlíf án notkunar verja með einstaklingi sem stundar áhættusamt kynlíf, kynlíf án notkunar verja með einstaklingi sem sprautar fíkniefnum í æð eða hefur gert slíkt og kynlíf með eða án notkunar verja sem stundað er gegn greiðslu. Verði reglugerðin samþykkt óbreytt mun hún taka gildi frá og með 1. janúar næstkomandi Heilbrigðismál Jafnréttismál Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Blóðgjöf Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og viðauka IV við sömu reglugerð í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð, en það mun breytast nái breytingin fram að ganga. Stólpagrín var gert að þessu banni í áramótaskaupinu árið 2018, þar sem landsþekktir samkynhneigðir listamenn birtust í skurðstofu þar sem skortur var á blóði í miðri aðgerð . Gert var grín að því að ekki mætti nota blóð úr samkynhneigðum karlmönnum, jafn vel þótt að líf lægi við. Breytingin felur jafnframt í sér að kynhegðun veldur ekki lengur varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn er kveðið á um að blóðgjafi megi ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Lögð er til skilgreining á því hvað telst vera áhættusamt kynlíf en í því felst að það sé kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Er það skilgreint á eftirfarandi hátt í drögunum: Áhættusamt kynlíf: Kynlíf sem eykur verulega líkur á að fá alvarlega smitsjúkdóma sem berast með blóði. Hér undir fellur til dæmis kynlíf þar sem verjur eru ekki notaðar og aðilar eru ekki í langtíma stöðugu sambandi eða stunda kynlíf út fyrir sambandið, kynlíf með mörgum einstaklingum með eða án notkunar verja, kynlíf án notkunar verja með einstaklingi sem stundar áhættusamt kynlíf, kynlíf án notkunar verja með einstaklingi sem sprautar fíkniefnum í æð eða hefur gert slíkt og kynlíf með eða án notkunar verja sem stundað er gegn greiðslu. Verði reglugerðin samþykkt óbreytt mun hún taka gildi frá og með 1. janúar næstkomandi
Heilbrigðismál Jafnréttismál Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Blóðgjöf Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira