Vellirnir okkar Orri Björnsson skrifar 9. september 2021 10:31 Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan. Þegar hverfið var skipulagt var ákveðið að nota efni sem félli til á svæðinu sem mest, vegna þess voru manir úr hraungrýti og sama hraungrýtið notað á eyjurnar milli akreina. Auk þess var hraun sem liggur í gegnum miðja byggðina hverfisverndað til að bjóða upp á ósnortna náttúru með gönguleið í gengum hverfið. Óánægja íbúa Þessar ákvarðanir valda því að ásýnd hverfisins er fremur grá og þar með ekki hlýleg. Smátt og smátt, eftir því sem hverfið hefur byggst upp og elst, hefur óánægja aukist meðal íbúa með þessa ásýnd. Ég er einn af þessum íbúum og og er sammála, hverfið er of grátt. Einnig hefur á köflum vantað á að umhirða opinna svæða væri nógu góð sem enn hefur aukið á óánægju með ásýndina. Síðustu ár hefur þó verið unnið að grænkun Valla og til dæmis hafa manirnar meðfram leiðinni inn í hverfið fengið gras í stað hraungrýtisins sem áður var þar. Það er þó ljóst öllum sem fara um hverfið að meira þarf til og því setti meirihluti bæjarstjórnar 50 milljónir í grænkun Valla í fjárhagsáætlun fyrir 2021. Þær framkvæmdir eru hafnar og munu vonandi laga ásýndina verulega. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta tel ég að meira þurfi til, hönnun hverfisins er ekki nógu græn. Hverfisverndaða hraunið var ágæt hugmynd á sínum tíma en hefur ekki elst vel, sérstaklega má sjá það á lóðinni við Hraunvallaskóla. Þar eru löngu búið að troða niður mosa og annan náttúrulegan gróður og svæðið orðið óaðlaðandi og frekar ljótt. Það er því mín skoðun að athuga megi hvort ekki sé hægt að uppfæra hverfisverndun á hrauninu. Með því mætti gera það vistlegra, hafa gras, trjágróður og fleira sem lífgar upp á umhverfið og gerir það vistlegra. Með þessu er ég ekki að leggja til að allt verði jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt, alls ekki. Að sjálfsögðu eru fallegar hraunmyndanir víða á þessu svæði og sjálfsagt að láta þær vera ósnortnar en á öðrum svæðum þar sem svæðið er ekki eins fallegt væri til bóta að fegra það með gróðri. Þetta þarf að vinnast í sátt við íbúana og kynna vel áður en framkvæmdir byrja. Þetta, ásamt lagfæringum meðfram göngustígum, leiksvæðum og ökuleiðum gæti gjörbreytt ásýnd okkar góða hverfis og gert það vistlegra og enn eftirsóttara til búsetu. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan. Þegar hverfið var skipulagt var ákveðið að nota efni sem félli til á svæðinu sem mest, vegna þess voru manir úr hraungrýti og sama hraungrýtið notað á eyjurnar milli akreina. Auk þess var hraun sem liggur í gegnum miðja byggðina hverfisverndað til að bjóða upp á ósnortna náttúru með gönguleið í gengum hverfið. Óánægja íbúa Þessar ákvarðanir valda því að ásýnd hverfisins er fremur grá og þar með ekki hlýleg. Smátt og smátt, eftir því sem hverfið hefur byggst upp og elst, hefur óánægja aukist meðal íbúa með þessa ásýnd. Ég er einn af þessum íbúum og og er sammála, hverfið er of grátt. Einnig hefur á köflum vantað á að umhirða opinna svæða væri nógu góð sem enn hefur aukið á óánægju með ásýndina. Síðustu ár hefur þó verið unnið að grænkun Valla og til dæmis hafa manirnar meðfram leiðinni inn í hverfið fengið gras í stað hraungrýtisins sem áður var þar. Það er þó ljóst öllum sem fara um hverfið að meira þarf til og því setti meirihluti bæjarstjórnar 50 milljónir í grænkun Valla í fjárhagsáætlun fyrir 2021. Þær framkvæmdir eru hafnar og munu vonandi laga ásýndina verulega. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta tel ég að meira þurfi til, hönnun hverfisins er ekki nógu græn. Hverfisverndaða hraunið var ágæt hugmynd á sínum tíma en hefur ekki elst vel, sérstaklega má sjá það á lóðinni við Hraunvallaskóla. Þar eru löngu búið að troða niður mosa og annan náttúrulegan gróður og svæðið orðið óaðlaðandi og frekar ljótt. Það er því mín skoðun að athuga megi hvort ekki sé hægt að uppfæra hverfisverndun á hrauninu. Með því mætti gera það vistlegra, hafa gras, trjágróður og fleira sem lífgar upp á umhverfið og gerir það vistlegra. Með þessu er ég ekki að leggja til að allt verði jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt, alls ekki. Að sjálfsögðu eru fallegar hraunmyndanir víða á þessu svæði og sjálfsagt að láta þær vera ósnortnar en á öðrum svæðum þar sem svæðið er ekki eins fallegt væri til bóta að fegra það með gróðri. Þetta þarf að vinnast í sátt við íbúana og kynna vel áður en framkvæmdir byrja. Þetta, ásamt lagfæringum meðfram göngustígum, leiksvæðum og ökuleiðum gæti gjörbreytt ásýnd okkar góða hverfis og gert það vistlegra og enn eftirsóttara til búsetu. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun