Vellirnir okkar Orri Björnsson skrifar 9. september 2021 10:31 Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan. Þegar hverfið var skipulagt var ákveðið að nota efni sem félli til á svæðinu sem mest, vegna þess voru manir úr hraungrýti og sama hraungrýtið notað á eyjurnar milli akreina. Auk þess var hraun sem liggur í gegnum miðja byggðina hverfisverndað til að bjóða upp á ósnortna náttúru með gönguleið í gengum hverfið. Óánægja íbúa Þessar ákvarðanir valda því að ásýnd hverfisins er fremur grá og þar með ekki hlýleg. Smátt og smátt, eftir því sem hverfið hefur byggst upp og elst, hefur óánægja aukist meðal íbúa með þessa ásýnd. Ég er einn af þessum íbúum og og er sammála, hverfið er of grátt. Einnig hefur á köflum vantað á að umhirða opinna svæða væri nógu góð sem enn hefur aukið á óánægju með ásýndina. Síðustu ár hefur þó verið unnið að grænkun Valla og til dæmis hafa manirnar meðfram leiðinni inn í hverfið fengið gras í stað hraungrýtisins sem áður var þar. Það er þó ljóst öllum sem fara um hverfið að meira þarf til og því setti meirihluti bæjarstjórnar 50 milljónir í grænkun Valla í fjárhagsáætlun fyrir 2021. Þær framkvæmdir eru hafnar og munu vonandi laga ásýndina verulega. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta tel ég að meira þurfi til, hönnun hverfisins er ekki nógu græn. Hverfisverndaða hraunið var ágæt hugmynd á sínum tíma en hefur ekki elst vel, sérstaklega má sjá það á lóðinni við Hraunvallaskóla. Þar eru löngu búið að troða niður mosa og annan náttúrulegan gróður og svæðið orðið óaðlaðandi og frekar ljótt. Það er því mín skoðun að athuga megi hvort ekki sé hægt að uppfæra hverfisverndun á hrauninu. Með því mætti gera það vistlegra, hafa gras, trjágróður og fleira sem lífgar upp á umhverfið og gerir það vistlegra. Með þessu er ég ekki að leggja til að allt verði jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt, alls ekki. Að sjálfsögðu eru fallegar hraunmyndanir víða á þessu svæði og sjálfsagt að láta þær vera ósnortnar en á öðrum svæðum þar sem svæðið er ekki eins fallegt væri til bóta að fegra það með gróðri. Þetta þarf að vinnast í sátt við íbúana og kynna vel áður en framkvæmdir byrja. Þetta, ásamt lagfæringum meðfram göngustígum, leiksvæðum og ökuleiðum gæti gjörbreytt ásýnd okkar góða hverfis og gert það vistlegra og enn eftirsóttara til búsetu. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan. Þegar hverfið var skipulagt var ákveðið að nota efni sem félli til á svæðinu sem mest, vegna þess voru manir úr hraungrýti og sama hraungrýtið notað á eyjurnar milli akreina. Auk þess var hraun sem liggur í gegnum miðja byggðina hverfisverndað til að bjóða upp á ósnortna náttúru með gönguleið í gengum hverfið. Óánægja íbúa Þessar ákvarðanir valda því að ásýnd hverfisins er fremur grá og þar með ekki hlýleg. Smátt og smátt, eftir því sem hverfið hefur byggst upp og elst, hefur óánægja aukist meðal íbúa með þessa ásýnd. Ég er einn af þessum íbúum og og er sammála, hverfið er of grátt. Einnig hefur á köflum vantað á að umhirða opinna svæða væri nógu góð sem enn hefur aukið á óánægju með ásýndina. Síðustu ár hefur þó verið unnið að grænkun Valla og til dæmis hafa manirnar meðfram leiðinni inn í hverfið fengið gras í stað hraungrýtisins sem áður var þar. Það er þó ljóst öllum sem fara um hverfið að meira þarf til og því setti meirihluti bæjarstjórnar 50 milljónir í grænkun Valla í fjárhagsáætlun fyrir 2021. Þær framkvæmdir eru hafnar og munu vonandi laga ásýndina verulega. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta tel ég að meira þurfi til, hönnun hverfisins er ekki nógu græn. Hverfisverndaða hraunið var ágæt hugmynd á sínum tíma en hefur ekki elst vel, sérstaklega má sjá það á lóðinni við Hraunvallaskóla. Þar eru löngu búið að troða niður mosa og annan náttúrulegan gróður og svæðið orðið óaðlaðandi og frekar ljótt. Það er því mín skoðun að athuga megi hvort ekki sé hægt að uppfæra hverfisverndun á hrauninu. Með því mætti gera það vistlegra, hafa gras, trjágróður og fleira sem lífgar upp á umhverfið og gerir það vistlegra. Með þessu er ég ekki að leggja til að allt verði jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt, alls ekki. Að sjálfsögðu eru fallegar hraunmyndanir víða á þessu svæði og sjálfsagt að láta þær vera ósnortnar en á öðrum svæðum þar sem svæðið er ekki eins fallegt væri til bóta að fegra það með gróðri. Þetta þarf að vinnast í sátt við íbúana og kynna vel áður en framkvæmdir byrja. Þetta, ásamt lagfæringum meðfram göngustígum, leiksvæðum og ökuleiðum gæti gjörbreytt ásýnd okkar góða hverfis og gert það vistlegra og enn eftirsóttara til búsetu. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun