Vellirnir okkar Orri Björnsson skrifar 9. september 2021 10:31 Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan. Þegar hverfið var skipulagt var ákveðið að nota efni sem félli til á svæðinu sem mest, vegna þess voru manir úr hraungrýti og sama hraungrýtið notað á eyjurnar milli akreina. Auk þess var hraun sem liggur í gegnum miðja byggðina hverfisverndað til að bjóða upp á ósnortna náttúru með gönguleið í gengum hverfið. Óánægja íbúa Þessar ákvarðanir valda því að ásýnd hverfisins er fremur grá og þar með ekki hlýleg. Smátt og smátt, eftir því sem hverfið hefur byggst upp og elst, hefur óánægja aukist meðal íbúa með þessa ásýnd. Ég er einn af þessum íbúum og og er sammála, hverfið er of grátt. Einnig hefur á köflum vantað á að umhirða opinna svæða væri nógu góð sem enn hefur aukið á óánægju með ásýndina. Síðustu ár hefur þó verið unnið að grænkun Valla og til dæmis hafa manirnar meðfram leiðinni inn í hverfið fengið gras í stað hraungrýtisins sem áður var þar. Það er þó ljóst öllum sem fara um hverfið að meira þarf til og því setti meirihluti bæjarstjórnar 50 milljónir í grænkun Valla í fjárhagsáætlun fyrir 2021. Þær framkvæmdir eru hafnar og munu vonandi laga ásýndina verulega. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta tel ég að meira þurfi til, hönnun hverfisins er ekki nógu græn. Hverfisverndaða hraunið var ágæt hugmynd á sínum tíma en hefur ekki elst vel, sérstaklega má sjá það á lóðinni við Hraunvallaskóla. Þar eru löngu búið að troða niður mosa og annan náttúrulegan gróður og svæðið orðið óaðlaðandi og frekar ljótt. Það er því mín skoðun að athuga megi hvort ekki sé hægt að uppfæra hverfisverndun á hrauninu. Með því mætti gera það vistlegra, hafa gras, trjágróður og fleira sem lífgar upp á umhverfið og gerir það vistlegra. Með þessu er ég ekki að leggja til að allt verði jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt, alls ekki. Að sjálfsögðu eru fallegar hraunmyndanir víða á þessu svæði og sjálfsagt að láta þær vera ósnortnar en á öðrum svæðum þar sem svæðið er ekki eins fallegt væri til bóta að fegra það með gróðri. Þetta þarf að vinnast í sátt við íbúana og kynna vel áður en framkvæmdir byrja. Þetta, ásamt lagfæringum meðfram göngustígum, leiksvæðum og ökuleiðum gæti gjörbreytt ásýnd okkar góða hverfis og gert það vistlegra og enn eftirsóttara til búsetu. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan. Þegar hverfið var skipulagt var ákveðið að nota efni sem félli til á svæðinu sem mest, vegna þess voru manir úr hraungrýti og sama hraungrýtið notað á eyjurnar milli akreina. Auk þess var hraun sem liggur í gegnum miðja byggðina hverfisverndað til að bjóða upp á ósnortna náttúru með gönguleið í gengum hverfið. Óánægja íbúa Þessar ákvarðanir valda því að ásýnd hverfisins er fremur grá og þar með ekki hlýleg. Smátt og smátt, eftir því sem hverfið hefur byggst upp og elst, hefur óánægja aukist meðal íbúa með þessa ásýnd. Ég er einn af þessum íbúum og og er sammála, hverfið er of grátt. Einnig hefur á köflum vantað á að umhirða opinna svæða væri nógu góð sem enn hefur aukið á óánægju með ásýndina. Síðustu ár hefur þó verið unnið að grænkun Valla og til dæmis hafa manirnar meðfram leiðinni inn í hverfið fengið gras í stað hraungrýtisins sem áður var þar. Það er þó ljóst öllum sem fara um hverfið að meira þarf til og því setti meirihluti bæjarstjórnar 50 milljónir í grænkun Valla í fjárhagsáætlun fyrir 2021. Þær framkvæmdir eru hafnar og munu vonandi laga ásýndina verulega. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta tel ég að meira þurfi til, hönnun hverfisins er ekki nógu græn. Hverfisverndaða hraunið var ágæt hugmynd á sínum tíma en hefur ekki elst vel, sérstaklega má sjá það á lóðinni við Hraunvallaskóla. Þar eru löngu búið að troða niður mosa og annan náttúrulegan gróður og svæðið orðið óaðlaðandi og frekar ljótt. Það er því mín skoðun að athuga megi hvort ekki sé hægt að uppfæra hverfisverndun á hrauninu. Með því mætti gera það vistlegra, hafa gras, trjágróður og fleira sem lífgar upp á umhverfið og gerir það vistlegra. Með þessu er ég ekki að leggja til að allt verði jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt, alls ekki. Að sjálfsögðu eru fallegar hraunmyndanir víða á þessu svæði og sjálfsagt að láta þær vera ósnortnar en á öðrum svæðum þar sem svæðið er ekki eins fallegt væri til bóta að fegra það með gróðri. Þetta þarf að vinnast í sátt við íbúana og kynna vel áður en framkvæmdir byrja. Þetta, ásamt lagfæringum meðfram göngustígum, leiksvæðum og ökuleiðum gæti gjörbreytt ásýnd okkar góða hverfis og gert það vistlegra og enn eftirsóttara til búsetu. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun