Uppboð á veiðiheimildum Ólafur Örn Jónsson skrifar 9. september 2021 10:00 Ef fara á út í uppboð á veiðiheimildum hvort sem það er í kvótaformi eða í dagaformi má alls ekki missa sig og ana út í margra ára nýtingasamninga eins og útgerðamenn vilja koma á. Því miður virðast Viðreisn og Samfylkingin vera að daðra við þessar hugmyndir sem nota á til að brjótast út úr lögum um stjórn fiskveiða þar sem veiðiheimildum er úthlutað til eins árs í senn sem hefur verið nógur fyrirsjáanleiki síðast liðin 45 ár eða síðan við hófum stjórn fiskveiða. Þetta má aldrei verða. Gerum okkur grein fyrir að 4 kynslóðir hafa nú búið við EINOKUN kvótans. Nú verður því að linna. Ef leiðin er uppboð á hvort sem er dagakerfi eða kvóta þá verður að varast enn meiri samþjöppun og yfirgang þeirra sem sópað hafa að sér auð í skjóli EINOKUNAR í kvótakerfinu og á FÖLSUN á gengi krónunnar sem við höfum horft uppá síðan 2014. Til að gera það skiptum við árinu upp í 3 fjögurra mánaða tímabil. Og ef ég byrja á að lýsa uppboði á kvóta þá þyrftum við 2 x 3 fjögurra mánaða tímabil sem myndu skarast um 2 mánuði. Annað uppboðið hefðist 1. jan 1. mai og 1. sep en seinna 1. mar 1. júl og 1. nóv (gert til að engin fisktegund yrði ófánleg í of langan tíma). Uppboðið færi þannig fram að útgerðamenn í öllum flokkum bolfiskveiða byðust til að borga vissa prósentu af verði þess fisks sem landað yrði á fiskmarkaði (allur fiskur landað á markað) til ríkisins og bæjarfélagsins. Enginn útgerðamaður hefði rétt til að tryggja sér meira en 2 fullfermi af hverri sort í senn til að koma í veg fyrir hamstur. Á þessum 4 mánuðum yrði fiskur falur þeim sem hæst buðu og öðluðust réttinn í þessu fjögurra mánaða uppboði. 1.Mars hefst svo seinna uppboðið og mega þeir sem eru í fyrra uppboðinu kaupa þar þær tegundir sem uppseldar væru í fyrra uppboðinu og þeir sem ekki náðu inn í fyrra uppboðinu fá nú aftur möguleika í seinna uppboðinu. Gjaldið hverju sinni er greitt við löndun. Uppboð á dögum í dagastjórnun við stjórnun fiskveiða er mun einfaldara. Þar er á fjögurra mánaða fresti bara úthlutað dögum sem má nota á þorskveiðar annars vegar og dögum á aðrar tegundir með 15% hámarki á þorsk hins vegar. Útgerðamenn gera sama og í uppboði á kvóta bjóðast til að borga vissa prósentu af verði sem fæst fyrir fiskinn á markaði til ríkisins og bæjarfélagsins. Fyrirsjáanleikinn er sá sami útgerðarmaðurinn hefur réttinn þessa fjóra mánuði þá kemur næsta uppboð til að öðlast réttinn næstu fjóra mánuði og koll af kolli og borgar alltaf við lönduná markaði. Sjá má skýringu á þessu fyrirkomulagi uppboðanna á myndinni hér að neðan. Með báðum þessum aðferðum þar sem ég mæli eindregið með dagafyrirkomulaginu (Stefna Sósialista) er tryggt hæsta fáanlegt verð fyrir veiðiheimildirnar, skilvirk nýliðun þar sem nýliðar/allir sitja við sama borð að aðgenginu að veiðum og sjálfbærni sem getur haldið áfram vandræðalaust. Þetta fyrirkomulag á dagakerfinu tryggir okkur allan fisk í löndun (ekkert brottkast) þar sem annaðhvort undirmálsfiskur eða þorskur yfir leyfilegu 15% þorsks á veiðum utan þorsks skilar sér í land og rennur aflaverðmætið til ríkisins eftir að hlutur sjómanna hefur verið greiddur til baka. Í þessu fyrirkomulagi er enginn ómöguleiki bara tækifæri þjóðar í algjörum ógöngum í stjórn sinna fiskveiða. Höfundur er heldriborgari, fyrrverandi sjómaður, aflaskipstjóri og 4. maður á lista Sósíalista í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Sjávarútvegur Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef fara á út í uppboð á veiðiheimildum hvort sem það er í kvótaformi eða í dagaformi má alls ekki missa sig og ana út í margra ára nýtingasamninga eins og útgerðamenn vilja koma á. Því miður virðast Viðreisn og Samfylkingin vera að daðra við þessar hugmyndir sem nota á til að brjótast út úr lögum um stjórn fiskveiða þar sem veiðiheimildum er úthlutað til eins árs í senn sem hefur verið nógur fyrirsjáanleiki síðast liðin 45 ár eða síðan við hófum stjórn fiskveiða. Þetta má aldrei verða. Gerum okkur grein fyrir að 4 kynslóðir hafa nú búið við EINOKUN kvótans. Nú verður því að linna. Ef leiðin er uppboð á hvort sem er dagakerfi eða kvóta þá verður að varast enn meiri samþjöppun og yfirgang þeirra sem sópað hafa að sér auð í skjóli EINOKUNAR í kvótakerfinu og á FÖLSUN á gengi krónunnar sem við höfum horft uppá síðan 2014. Til að gera það skiptum við árinu upp í 3 fjögurra mánaða tímabil. Og ef ég byrja á að lýsa uppboði á kvóta þá þyrftum við 2 x 3 fjögurra mánaða tímabil sem myndu skarast um 2 mánuði. Annað uppboðið hefðist 1. jan 1. mai og 1. sep en seinna 1. mar 1. júl og 1. nóv (gert til að engin fisktegund yrði ófánleg í of langan tíma). Uppboðið færi þannig fram að útgerðamenn í öllum flokkum bolfiskveiða byðust til að borga vissa prósentu af verði þess fisks sem landað yrði á fiskmarkaði (allur fiskur landað á markað) til ríkisins og bæjarfélagsins. Enginn útgerðamaður hefði rétt til að tryggja sér meira en 2 fullfermi af hverri sort í senn til að koma í veg fyrir hamstur. Á þessum 4 mánuðum yrði fiskur falur þeim sem hæst buðu og öðluðust réttinn í þessu fjögurra mánaða uppboði. 1.Mars hefst svo seinna uppboðið og mega þeir sem eru í fyrra uppboðinu kaupa þar þær tegundir sem uppseldar væru í fyrra uppboðinu og þeir sem ekki náðu inn í fyrra uppboðinu fá nú aftur möguleika í seinna uppboðinu. Gjaldið hverju sinni er greitt við löndun. Uppboð á dögum í dagastjórnun við stjórnun fiskveiða er mun einfaldara. Þar er á fjögurra mánaða fresti bara úthlutað dögum sem má nota á þorskveiðar annars vegar og dögum á aðrar tegundir með 15% hámarki á þorsk hins vegar. Útgerðamenn gera sama og í uppboði á kvóta bjóðast til að borga vissa prósentu af verði sem fæst fyrir fiskinn á markaði til ríkisins og bæjarfélagsins. Fyrirsjáanleikinn er sá sami útgerðarmaðurinn hefur réttinn þessa fjóra mánuði þá kemur næsta uppboð til að öðlast réttinn næstu fjóra mánuði og koll af kolli og borgar alltaf við lönduná markaði. Sjá má skýringu á þessu fyrirkomulagi uppboðanna á myndinni hér að neðan. Með báðum þessum aðferðum þar sem ég mæli eindregið með dagafyrirkomulaginu (Stefna Sósialista) er tryggt hæsta fáanlegt verð fyrir veiðiheimildirnar, skilvirk nýliðun þar sem nýliðar/allir sitja við sama borð að aðgenginu að veiðum og sjálfbærni sem getur haldið áfram vandræðalaust. Þetta fyrirkomulag á dagakerfinu tryggir okkur allan fisk í löndun (ekkert brottkast) þar sem annaðhvort undirmálsfiskur eða þorskur yfir leyfilegu 15% þorsks á veiðum utan þorsks skilar sér í land og rennur aflaverðmætið til ríkisins eftir að hlutur sjómanna hefur verið greiddur til baka. Í þessu fyrirkomulagi er enginn ómöguleiki bara tækifæri þjóðar í algjörum ógöngum í stjórn sinna fiskveiða. Höfundur er heldriborgari, fyrrverandi sjómaður, aflaskipstjóri og 4. maður á lista Sósíalista í Reykjavík suður.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun