102 sm hausthængur í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2021 09:51 Rögnvaldur með 102 laxinn sem hann veiddi í Fitjá Haustið er tíminn sem stóru hængarnir fara á stjá og þrátt fyrir að veiðitölur séu víða undir væntingum eru veiðimenn eng að síður duglegir við bakkann að leita að þeim stóra. Það er einstakt að veiða á haustin á Íslandi þegar hængarnir verða grimmir og vernda hrygningarsvæði og dömurnar sínar. Það er oft talað um að þeir fari þá fyrst að verða mjög tökuglaðir og þá reynir á kunnáttu veiðimanna. Rögnvaldur Örn Jónsson fyrrum stjórnarmaður í SVFR hefur sett í og landað nokkrum vænum löxum í gegnum tíðina og var að bæta einum til viðbótar á listann í gær. Hann var að ljúka veiðum í Víðidalsá og á síðasta klukkutímanum setti hann í og landaði glæsilegum 102 sm laxa í Fitjá, nánar tiltekið í Laxakvörn. Víðidalsá hefur verið frekar róleg í sumar en það hlýtur að kveikja aðeins í þeim sem eiga daga þar framundan að vita til þess að þessir stóru eru komnir á stjá. Víðidalsá er einmitt ein af þeim ám sem oftar en ekki getur gefir nokkra slíka á hverju hausti. Til lukku með þennan glæsilega lax Rögnvaldur. Stangveiði Húnavatnshreppur Mest lesið Varaáætlun um jólamat! Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði
Það er einstakt að veiða á haustin á Íslandi þegar hængarnir verða grimmir og vernda hrygningarsvæði og dömurnar sínar. Það er oft talað um að þeir fari þá fyrst að verða mjög tökuglaðir og þá reynir á kunnáttu veiðimanna. Rögnvaldur Örn Jónsson fyrrum stjórnarmaður í SVFR hefur sett í og landað nokkrum vænum löxum í gegnum tíðina og var að bæta einum til viðbótar á listann í gær. Hann var að ljúka veiðum í Víðidalsá og á síðasta klukkutímanum setti hann í og landaði glæsilegum 102 sm laxa í Fitjá, nánar tiltekið í Laxakvörn. Víðidalsá hefur verið frekar róleg í sumar en það hlýtur að kveikja aðeins í þeim sem eiga daga þar framundan að vita til þess að þessir stóru eru komnir á stjá. Víðidalsá er einmitt ein af þeim ám sem oftar en ekki getur gefir nokkra slíka á hverju hausti. Til lukku með þennan glæsilega lax Rögnvaldur.
Stangveiði Húnavatnshreppur Mest lesið Varaáætlun um jólamat! Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði