Vilja styrkja frekar sambandið við Færeyjar Þorgils Jónsson skrifar 9. september 2021 09:57 Guðlaugur Þór Þórðarson hitti Höllu Nolsøe Poulsen, sendimanni Færeyja á Íslandi, og kynnti fyrir henni næyja skýrslu um samskipti þjóðanna. Margvísleg tækifæri eru til þess að efla tvíhliða tengsl og samstarf Íslands og Færeyja á hinum ýmsu sviðum, meðal annars hvað varðar viðskipti, heilbrigðismál og menntamál. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er af starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, skipaði. Starfshópnum var falið í marsmánuði að kortleggja tvíhliða samskipti þjóðanna tveggja og gera tillögur um áþreifanlegar aðgerðir eða verkefni til efla tengslin enn frekar. Lokaskýrslan var svo birt á vef utanríkisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að margvíslegt samstarf sé á milli Íslands og Færeyja, bæði formlegt og óformlegt, einnig á norrænum eða vestnorrænum vettvangi. Fjölmörg sóknarfæri liggi í því að efla enn frekar tvíhliða tengsl og samstarf á milli þjóðanna, ekki síst á vettvangi efnahags-, menningar- og stjórnmála. Starfshópurinn leggur áherslu á þau svið þar sem minna hefur verið um tvíhliða samstarf og aðgerða sé þörf til að efla samvinnu. Nýtt námsefni um tengsl við Færeyjar Meðal annars skuli vinna að skilvirkari flutningsleiðum ferskvara milli landanna, auka tvíhliða markaðsstarf til að kynna löndin sem ákjósanlegan áfangastað fyrir íbúum landanna tveggja, og meta tækifæri til að auka nýtingu Færeyinga á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi. Þá skuli einnig útbúa „nútímalegt námsefni fyrir íslenska grunnskóla þar sem fjallað yrði um Færeyjar fyrr og nú með heildstæðum hætti og lögð áhersla á tengsl Íslands og Færeyja“ og að samstarf íslenskra og færeyskra listamanna verði aukið með því að koma á fót miðstöð skapandi greina. „Markmið okkar er að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum,“ segir Guðlaugur Þór. Tengd skjöl Samskipti_Íslands_og_FæreyjaPDF1.8MBSækja skjal Utanríkismál Færeyjar Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Starfshópnum var falið í marsmánuði að kortleggja tvíhliða samskipti þjóðanna tveggja og gera tillögur um áþreifanlegar aðgerðir eða verkefni til efla tengslin enn frekar. Lokaskýrslan var svo birt á vef utanríkisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að margvíslegt samstarf sé á milli Íslands og Færeyja, bæði formlegt og óformlegt, einnig á norrænum eða vestnorrænum vettvangi. Fjölmörg sóknarfæri liggi í því að efla enn frekar tvíhliða tengsl og samstarf á milli þjóðanna, ekki síst á vettvangi efnahags-, menningar- og stjórnmála. Starfshópurinn leggur áherslu á þau svið þar sem minna hefur verið um tvíhliða samstarf og aðgerða sé þörf til að efla samvinnu. Nýtt námsefni um tengsl við Færeyjar Meðal annars skuli vinna að skilvirkari flutningsleiðum ferskvara milli landanna, auka tvíhliða markaðsstarf til að kynna löndin sem ákjósanlegan áfangastað fyrir íbúum landanna tveggja, og meta tækifæri til að auka nýtingu Færeyinga á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi. Þá skuli einnig útbúa „nútímalegt námsefni fyrir íslenska grunnskóla þar sem fjallað yrði um Færeyjar fyrr og nú með heildstæðum hætti og lögð áhersla á tengsl Íslands og Færeyja“ og að samstarf íslenskra og færeyskra listamanna verði aukið með því að koma á fót miðstöð skapandi greina. „Markmið okkar er að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum,“ segir Guðlaugur Þór. Tengd skjöl Samskipti_Íslands_og_FæreyjaPDF1.8MBSækja skjal
Utanríkismál Færeyjar Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira