Jonni Sigmars og Landsflokkurinn úr leik í komandi kosningum Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2021 14:25 Jóhann Sigmarsson, formaður Landsflokksins segir að dómsmálaráðuneytið hafi vísvitandi stuðlað að því að flokkur hans fékk ekki stafinn L og getur ekki boðið fram í komandi Alþingiskosningum. Steingrímur Karlsson Jóhann Sigmarsson, stofnandi Landsflokksins, sem ætíð er kallaður Jonni Sigmars, vandar stjórnvöldum og stjórnsýslu ekki kveðjurnar. Framboð hans hefur verið dæmt úr leik vegna skorts á undirskriftum. „Þetta er bara búið,“ segir Jonna í samtali við Vísi. „Fini.“ En honum tókst ekki að skila inn tilskyldum fjölda undirskrifta fyrir tilsettan tíma, að mati dómsmálaráðuneytisins. Sem fer ekki saman við mat Jonna en hann telur að Landsflokknum hafi vísvitandi verið haldið utan komandi Alþingiskosninga sem fram fara eftir liðlega hálfan mánuð, eða 25. september næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu eru listarnir sem fyrirliggjandi eru eftirfarandi og þá í þeirri röð sem sótt var um þá og/eða auglýsingar birtust. A-listi Björt framtíð B-listi Framsóknarflokkur C-listi Viðreisn D-listi Sjálfstæðisflokkur F-listi Flokkur fólksins M-listi Miðflokkurinn P-listi Píratar R-listi Alþýðufylkingin S-listi Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands T-listi Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði V-listi Vinstrihreyfingin – grænt framboð Þ-listi Frelsisflokkurinn O-listi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn J-listi Sósíalistaflokkur Íslands Y-listi: Ábyrg framtíð Samkvæmt sömu upplýsingum rann frestur til að sækja um nýjan listabókstaf 7. september. Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út 10. september kl. 12 á hádegi. Þetta þýðir að Landsflokkurinn er úr leik. Stofnandi hans segist hvergi nærri af baki dottinn, að láta til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. En þar er ekki kræsilegt um að litast að sögn Jonna og þar sé af nógu að taka. Segir dómsmálaráðuneytið vísvitandi lagt stein í götu flokksins Jonni gagnrýnir dómsmálaráðuneytið harðlega fyrir að hafa ekki samþykkt undirskriftalista frá sér. Hann hafi ítrekað farið niður í dómsmálaráðuneyti og reynt að greiða úr flækju en hann segir að það hafi dregið lappirnar með að senda áskilin eyðublöð. Hann hafi verið kominn með 342 undirskriftir, sem voru sannarlega til staðar í tæka tíð en hann hafi verið beðinn um að taka mynd af listunum og þá hafi verið litið til þess hvenær sú mynd var tekin. Ekki hvenær skrifað var undir. Síðan hefur Jonni safnað rafrænt undirskriftum og séu þær samtals um 600 talsins. Jonni telur þetta allt með ráðum gert, hæstvirtur ráðherra nokkur hafi talað um að það væru allt of mörg framboð og stórnsýslan hafi beinlínis, í anda þess, komið í veg fyrir að af framboði Landsflokksins gæti orðið. En er þetta ekki bara klúður af þinni hálfu? „Nei, þetta er brot á lýðræðinu,“ segir Jonni. Grafalvarleg atlaga að lýðræðinu Jonni útskýrir að það brot snúi ekki að því að fólk geti nú ekki kosið Landsflokkinn heldur því að ekki geti hver sem er boðið sig fram. Slíkt sé handvalið af klíku sem hafi slegið eignarhaldi sínu á kerfið allt. Hann segir þetta grafalvarlegt mál. „Almenningur ætti að stappa niður fótum gagnvart þessu og sleppa því að mæta á kjörstað, eða skila auðu. Þetta eru glæpahringir sem stjórna hérna.“ Spurður um kostnað vegna framboðsins segir Jonni að þetta hafi meira og minna allt verið unnið í sjálfboðavinnu. Fyrir liggi 70 þúsund króna styrkur frá ónefndum aðila en það sé líka allt og sumt. „Í öðru lýðræðisríki yrðu þessar kosningar dæmdar ólöglegar vegna þessa. Þeir velja hverjum þeir hafna og hverjir komast inn.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Þetta er bara búið,“ segir Jonna í samtali við Vísi. „Fini.“ En honum tókst ekki að skila inn tilskyldum fjölda undirskrifta fyrir tilsettan tíma, að mati dómsmálaráðuneytisins. Sem fer ekki saman við mat Jonna en hann telur að Landsflokknum hafi vísvitandi verið haldið utan komandi Alþingiskosninga sem fram fara eftir liðlega hálfan mánuð, eða 25. september næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu eru listarnir sem fyrirliggjandi eru eftirfarandi og þá í þeirri röð sem sótt var um þá og/eða auglýsingar birtust. A-listi Björt framtíð B-listi Framsóknarflokkur C-listi Viðreisn D-listi Sjálfstæðisflokkur F-listi Flokkur fólksins M-listi Miðflokkurinn P-listi Píratar R-listi Alþýðufylkingin S-listi Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands T-listi Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði V-listi Vinstrihreyfingin – grænt framboð Þ-listi Frelsisflokkurinn O-listi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn J-listi Sósíalistaflokkur Íslands Y-listi: Ábyrg framtíð Samkvæmt sömu upplýsingum rann frestur til að sækja um nýjan listabókstaf 7. september. Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út 10. september kl. 12 á hádegi. Þetta þýðir að Landsflokkurinn er úr leik. Stofnandi hans segist hvergi nærri af baki dottinn, að láta til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. En þar er ekki kræsilegt um að litast að sögn Jonna og þar sé af nógu að taka. Segir dómsmálaráðuneytið vísvitandi lagt stein í götu flokksins Jonni gagnrýnir dómsmálaráðuneytið harðlega fyrir að hafa ekki samþykkt undirskriftalista frá sér. Hann hafi ítrekað farið niður í dómsmálaráðuneyti og reynt að greiða úr flækju en hann segir að það hafi dregið lappirnar með að senda áskilin eyðublöð. Hann hafi verið kominn með 342 undirskriftir, sem voru sannarlega til staðar í tæka tíð en hann hafi verið beðinn um að taka mynd af listunum og þá hafi verið litið til þess hvenær sú mynd var tekin. Ekki hvenær skrifað var undir. Síðan hefur Jonni safnað rafrænt undirskriftum og séu þær samtals um 600 talsins. Jonni telur þetta allt með ráðum gert, hæstvirtur ráðherra nokkur hafi talað um að það væru allt of mörg framboð og stórnsýslan hafi beinlínis, í anda þess, komið í veg fyrir að af framboði Landsflokksins gæti orðið. En er þetta ekki bara klúður af þinni hálfu? „Nei, þetta er brot á lýðræðinu,“ segir Jonni. Grafalvarleg atlaga að lýðræðinu Jonni útskýrir að það brot snúi ekki að því að fólk geti nú ekki kosið Landsflokkinn heldur því að ekki geti hver sem er boðið sig fram. Slíkt sé handvalið af klíku sem hafi slegið eignarhaldi sínu á kerfið allt. Hann segir þetta grafalvarlegt mál. „Almenningur ætti að stappa niður fótum gagnvart þessu og sleppa því að mæta á kjörstað, eða skila auðu. Þetta eru glæpahringir sem stjórna hérna.“ Spurður um kostnað vegna framboðsins segir Jonni að þetta hafi meira og minna allt verið unnið í sjálfboðavinnu. Fyrir liggi 70 þúsund króna styrkur frá ónefndum aðila en það sé líka allt og sumt. „Í öðru lýðræðisríki yrðu þessar kosningar dæmdar ólöglegar vegna þessa. Þeir velja hverjum þeir hafna og hverjir komast inn.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent