Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins vegna útgáfu aðgerðaáætlunar um verndun votlendis.
Áætlunin er unnin í samræmi við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 sem gefin var út á síðasta ári, en þar er gert ráð fyrir að komið verði í veg fyrir frekari framræslu votlendis hér á landi, og þá sér í lagi mómýra. Í jarðvegi mómýra sé bundið mikið kolefni sem losnar sem koltvísýringur út í andrúmsloft þegar jarðvegur mýra þornar við framræslu.
Þá hafi votlendi auk þess mikið gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og gegnir hlutverki við temprun vatnsrennslis og miðlun næringarefna.

„Með stóraukinni endurheimt drögum við svo úr losun gróðurhúsalofttegunda og fáum aftur votlendisfugla og fjölbreytt lífríki sem tilheyrir votlendissvæðum,“ segir Guðmundur í tilkynningunni. „Þess vegna er mjög ánægjulegt að þessi aðgerð í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sé nú komin til framkvæmda.“