Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2021 11:37 Þess er nú beðið að Skaftárhlaup nái hámarki við þjóðveginn. Myndin er frá Skaftárhlaupi árið 2018. Vísir/Jóhann Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. Hlaupið fór mest í fimmtán hundruð rúmmetra á sekúndu en hefur farið minnkandi síðan á miðnætti, og er nú í um ellefu hundruð rúmmetrum. Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið annars eðlis en þau sem voru árin 2015 og 2018. „Það var svona í hámarkinu í heilan sólarhring. Var búið að ná hámarkinu rétt um miðnætti á mánudagskvöldið og hélt sér svo í því hámarki í sólarhring og hefur verið að lækka síðan á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dálítið óvenjulegt hlaup að því leyti að toppurinn er flatur þannig að þetta á eftir að dvína næstu daga.“ Nú sé helst verið að fylgjast með hvort hámark hlaupsins sé komið fram í byggð. Verulegur hluti hlaupvatnsins fari út í grunnvatn og skili sér því ekki allt niður að þjóðvegi. „Flóðvatnið er þegar búið að gera ófæra leiðina yfir að bænum Skaftárdal en það er ekki þjóðvegurinn lengur og það gerist í flestum stærri hlaupum. Svo verðum við að bíða og sjá hvað verður með þjóðveg 1,“ segir Þorsteinn. Gert sé ráð fyrir því að drjúgur meirihluti vatnsins í Eystri-Skaftárkatli sé runninn fram. Það sé þó flókið að meta. „Það sem flækir myndina svolítið er að þetta hlaup kemur ofan í hlaupið úr vestari katlinum, sem var enn þá að klárast þegar þetta kom ofan í, síðan hafa verið leysingar og rigningar að undanförnu sem hafa bætt í vatnskerfið allt og þar með í Skaftá,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Hlaupið fór mest í fimmtán hundruð rúmmetra á sekúndu en hefur farið minnkandi síðan á miðnætti, og er nú í um ellefu hundruð rúmmetrum. Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið annars eðlis en þau sem voru árin 2015 og 2018. „Það var svona í hámarkinu í heilan sólarhring. Var búið að ná hámarkinu rétt um miðnætti á mánudagskvöldið og hélt sér svo í því hámarki í sólarhring og hefur verið að lækka síðan á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dálítið óvenjulegt hlaup að því leyti að toppurinn er flatur þannig að þetta á eftir að dvína næstu daga.“ Nú sé helst verið að fylgjast með hvort hámark hlaupsins sé komið fram í byggð. Verulegur hluti hlaupvatnsins fari út í grunnvatn og skili sér því ekki allt niður að þjóðvegi. „Flóðvatnið er þegar búið að gera ófæra leiðina yfir að bænum Skaftárdal en það er ekki þjóðvegurinn lengur og það gerist í flestum stærri hlaupum. Svo verðum við að bíða og sjá hvað verður með þjóðveg 1,“ segir Þorsteinn. Gert sé ráð fyrir því að drjúgur meirihluti vatnsins í Eystri-Skaftárkatli sé runninn fram. Það sé þó flókið að meta. „Það sem flækir myndina svolítið er að þetta hlaup kemur ofan í hlaupið úr vestari katlinum, sem var enn þá að klárast þegar þetta kom ofan í, síðan hafa verið leysingar og rigningar að undanförnu sem hafa bætt í vatnskerfið allt og þar með í Skaftá,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48
Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27
Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19