Heimilisuppbótin sem gufaði upp Benedikt Sveinsson skrifar 8. september 2021 13:00 Á síðasta ári leitaði til mín 67 ára langveikur eignalaus öryrki. Erindið var að fá aðstoð við að sækja um svokallaða heimilisuppbót, en það er greiðsla sem býðst öryrkjum sem búa einir á heimili. Var umsóknin afgreidd og töldum við að með því myndi hljótast búbót. En nú nýlega leitaði þessi sami einstæðingur til mín á nýjan leik og var erindið að biðja um hjálp við að komast í heimabanka til að greiða reikninga, en hann á hvorki snjallsíma né tölvu. Er við í sameiningu höfðum opnað heimabankann og greitt þá reikninga sem komnir voru á gjalddaga blasti hins vegar einnig við okkur merkileg sjón. Heildarmánaðarlaun þessa manns, sem hann fær eftir skatt eru 286.394 krónur. Hans einu tekjur koma frá Tryggingarstofnun ríkisins og eru með öllum mögulegum uppbótum fyrir skatt 343.693 krónur á mánuði. Af þessari upphæð reiknast skattur upp á 108.091 krónur, sem að frádregnum persónuafslætti er 57.299. Heimilisuppbótin sem öryrkinn fékk úthlutað nam hins vegar 53.948 krónum, og fór því öll í skatt. Fyrir utan hið kerfislæga tilgangsleysi og hálfgerðan absúrdisma þessa tilfellis, stendur einnig eftir sú staðreynd að öryrkjum þessa lands er skömmtuð skammarlega lág framfærsla. Ég vil með þessari ábendingu í aðdraganda kosninga skora á ríkisstjórnina og þá flokka, sem að henni standa að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar, fái hún umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, að mánaðartekjur undir 350.000 kr. verði með öllu skattfrjálsar. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Félagsmál Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári leitaði til mín 67 ára langveikur eignalaus öryrki. Erindið var að fá aðstoð við að sækja um svokallaða heimilisuppbót, en það er greiðsla sem býðst öryrkjum sem búa einir á heimili. Var umsóknin afgreidd og töldum við að með því myndi hljótast búbót. En nú nýlega leitaði þessi sami einstæðingur til mín á nýjan leik og var erindið að biðja um hjálp við að komast í heimabanka til að greiða reikninga, en hann á hvorki snjallsíma né tölvu. Er við í sameiningu höfðum opnað heimabankann og greitt þá reikninga sem komnir voru á gjalddaga blasti hins vegar einnig við okkur merkileg sjón. Heildarmánaðarlaun þessa manns, sem hann fær eftir skatt eru 286.394 krónur. Hans einu tekjur koma frá Tryggingarstofnun ríkisins og eru með öllum mögulegum uppbótum fyrir skatt 343.693 krónur á mánuði. Af þessari upphæð reiknast skattur upp á 108.091 krónur, sem að frádregnum persónuafslætti er 57.299. Heimilisuppbótin sem öryrkinn fékk úthlutað nam hins vegar 53.948 krónum, og fór því öll í skatt. Fyrir utan hið kerfislæga tilgangsleysi og hálfgerðan absúrdisma þessa tilfellis, stendur einnig eftir sú staðreynd að öryrkjum þessa lands er skömmtuð skammarlega lág framfærsla. Ég vil með þessari ábendingu í aðdraganda kosninga skora á ríkisstjórnina og þá flokka, sem að henni standa að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar, fái hún umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, að mánaðartekjur undir 350.000 kr. verði með öllu skattfrjálsar. Höfundur er læknir.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar