Utan vallar: Hatrið orðið lýjandi fyrir ungt íþróttafólk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 08:30 Naomi Osaka hefur ákveðið að taka sér stutta pásu frá tennis. Hamingjan sem eitt sinni fylgdi sigurleikjum er horfin og þá er þetta ekki þess virði. Elsa/Getty Images Þegar fólk nær ákveðnu stigi af frægð og frama hættum við sjá það sem manneskjur. Þau eru ekki lengur mennsk í okkar augum, það er ekki hlutverkið sem við höfum gefið þeim. Við höfum afmennskað þau að mörgu ef ekki öllu leyti. Á föstudaginn mætti tárvot Naomi Osaka á blaðamannafund. Osaka er – eða var – ein mest spennandi tennis- og íþróttastjarna samtímans. Ásamt því að skara fram úr á sínu sviði þá nýtti hún stöðu sína í samfélaginu til að vekja athygli á málefnum þeirra sem minna mega sín. Hin 23 ára Osaka er hins vegar félagsfælin og líður illa fyrir framan myndavélar og tugi blaðamanna. Var það ástæðan fyrir því að hún dró sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu. Það var ástæðan fyrir því að margur miðaldra karlmaðurinn taldi sig hafa ástæðu til að segja ungri konu hvernig hún ætti að lifa lífi sínu. Osaka mætti á blaðamannafundinn á föstudaginn eftir súrt tap gegn Leyluh Fernandez á Opna bandaríska meistaramótinu.. Með tárin í augunum tilkynnti Osaka að hún ætlaði að taka sér stutta pásu frá tennis. „Undanfarið hef ég ekki fundið fyrir neinni hamingju þegar ég vinn, ég finn meira fyrir létti. Svo þegar ég tapa finn ég fyrir mikill sorg. Ég tel það ekki vera eðlilegt.“ Þó flest íþróttafólk fullyrði að töpin séu alltaf súrari en sigrarnir séu sætir þá er skiljanlegt að íþróttafólk á hæsta stigi finni frekar fyrir létti er sigur næst heldur en sigurvímunni sem á að einkenna slík augnablik. Sloane Stephens birti brot af þeim 2000 skilaboðum sem hún fékk eftir að hún féll úr leik á Opna bandaríska gegn Angelique Kerber. Í bland við kynþáttaníð og kvenhatur var að finna dauða-, nauðgunar- og mannránshótanir ásamt hótunum þess efnis að lappirnar á henni yrðu brotnar. Sloane Stephens opens up about the 2000+ abusive messages she received after yesterday #USOpen loss. (warning: the language is disgusting and disheartening to read) pic.twitter.com/oGHEbHPkjN— Analis Bailey (@analisbailey) September 4, 2021 „Svona hatur er lýjandi og virðist vera endalaust. Það er ekki talað nóg um þetta en þetta er ömurlegt í alla staði.“ Að vera lituð kona í íþróttum virðist aðeins gefa vitgrönnum nettröllum og vesalingum fleiri ástæður til að tjá sig um málefni sem þeir vita ekkert um. Viðbrögð fólks (lesist: karlamanna) við því þegar Simone Biles – besta fimleikakona sögunnar – dró sig úr nokkrum keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó nýverið er sönnun þess. Biles – sem hefur unnið til fleiri verðlauna heldur en að meðalmaðurinn getur borið - var ásökuð um gefast auðveldlega upp, vera ekki nægilega sterk andlega og að brjóta þann samning sem fólk eins og hún hefur skrifað undir. Það er að birtast á skjánum, skemmta okkur og láta sig svo hverfa. Biles með aðeins brot af þeim verðlaunapeningum sem hún hefur unnið á ferlinum.Laurence Griffiths/Getty Images Í sömu andrá er vert að nefna úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta þar sem England beið lægri hlut gegn Ítalíu í úrslitum. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho klúðruðu sínum spyrnum og Ítalía vann. Allir eru þeir dökkir á hörund. Allir fengu þeir holskeflu af viðbjóði yfir sig eftir að England tapaði. Saka, aðeins 19 ára gamall, klúðraði síðustu spyrnunni. Rashford, sem hafði verið að glíma við meiðsli í marga mánuði kom inn af varamannabekk Englands undir lok framlengingarinnar líkt og Sancho til að taka vítaspyrnu. Þeir mættu til að skemmta fólki en það er ekki alltaf nóg. Þú þarft líka að vinna, annars verðuru einfaldlega að taka afleiðingunum virðist vera. Í grein sinni um málið á The Guardian bendir Jonathan Liew á að þetta eigi ekki aðeins við um íþróttir heldur skemmtanageirann í heild. Nefnir hann tónlistarkonurnar Lizzo, Lorde, Taylor Swift og Billie Eilish. Þær hafa fengið nóg af því að mæta, skemmta og láta sig hverfa. „Things I once enjoyed just keep me employed now,“ syngur Eilish til að mynda og það er erfitt að ímynda sér að fjöldi íþróttafólks – og annarra frægra einstaklinga – sé ekki sama sinnis. Liew bendir á að þetta sé meira en fjölmiðla- eða samfélagsmiðla vandamál. Hann vill meina að svona taki fólk inn skemmtun í dag. Það er að við sjáum frægt fólk einfaldlega ekki sem manneskjur, þær gætu allt eins verið teiknimynda- eða skáldsagnapersónur. Ceaseless noise of judgment has dehumanised young sport stars | Jonathan Liew https://t.co/LfWMLX7eO6— The Guardian (@guardian) September 7, 2021 „Hvernig geta þeir verið þreyttir, þeir fá svo vel borgað,“ heyrist oft um íþróttamenn sem virka örmagna eftir mikið álag. Svo virðist sem margur telji að mikill peningur komi í veg fyrir að fólk finni fyrir þreytu eða andlegu álagi. Sama má segja um kynþáttaníð, kvenhatur og fleira. Þetta er allt í lagi því þau – fína og fræga fólkið – eiga svo mikið af peningum, eða svo heldur margur. Munurinn á tónlistarfólki og íþróttafólki er sá að þau fyrrnefndu geta breytt þjáningu í list á meðan íþróttafólk getur í raun ekki einu sinni tekið sér pásu þar sem það er bundið við allskyns áætlanir, mótherja og reglur almennt, bæði skrifaðar og óskrifaðar. Að vera dökk/ur á hörund og „vera með vesen“ gerir hlutina enn verri. Biddu fyrir þér. Það eru auðvitað allt aðrar ástæður fyrir því að Osaka sé að taka sér pásu í þeirri von um að vernda andlegu heilsu sína. Hún hlýtur að vera löt, hún vill stjórna öllu, hún hatar fjölmiðla, eða svo heldur margur. Simone Biles getur ekki verið að fara í gegnum erfiða tíma, andlega og líkamlega. Það er einfaldlega ekki möguleiki. Hún er bara dramadrottning, eða svo heldur margur. Áðurnefndur Marcus Rashford hefur barist ötullega fyrir málstað barna sem minna mega sín í Bretlandi þar sem hann man þegar móðir hans hafði vart efni á mat þrátt fyrir að vinna myrkranna á milli. Honum er í dag alveg sama um alla þessa krakka sem eru að þjást eins og hann af því að í dag er hann moldríkur. Eina ástæðan fyrir að hann eyðir þeim litla frítíma sem hann á í að bæta líf barna sem minna Rashford á hann sjálfan þegar hann var yngri er sú að hann vill enn meiri fjölmiðlaumfjöllun, eða það heldur margur. Mögulega byggist skilningur nútímans á ofurstjörnum líkt og þeim sem eru nefndar hér að ofan á hinum guðdómlegu stjörnum sem komu á undan þeim. Það virtist ekkert bíta á Serenu Williams, Cristiano Ronaldo, LeBron James, Beyoncé, Lionel Messi og fleiri slíkar ofurstjörnur sem skutust fram á sjónvarsviðið fyrr á þessari öld. Þau þurftu öll að glíma við ýmis áföll á leið sinni upp á stjörnuhiminn. Þau komust þangað á endanum, virtust ekki láta neitt á sig fá og eru í guðatölu í dag. Guðirnir eru hins vegar jafn mismunandi og þeir eru margir, það á til að gleymast. Tennis Fótbolti Utan vallar Kynþáttafordómar Geðheilbrigði Íþróttir barna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Sjá meira
Á föstudaginn mætti tárvot Naomi Osaka á blaðamannafund. Osaka er – eða var – ein mest spennandi tennis- og íþróttastjarna samtímans. Ásamt því að skara fram úr á sínu sviði þá nýtti hún stöðu sína í samfélaginu til að vekja athygli á málefnum þeirra sem minna mega sín. Hin 23 ára Osaka er hins vegar félagsfælin og líður illa fyrir framan myndavélar og tugi blaðamanna. Var það ástæðan fyrir því að hún dró sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu. Það var ástæðan fyrir því að margur miðaldra karlmaðurinn taldi sig hafa ástæðu til að segja ungri konu hvernig hún ætti að lifa lífi sínu. Osaka mætti á blaðamannafundinn á föstudaginn eftir súrt tap gegn Leyluh Fernandez á Opna bandaríska meistaramótinu.. Með tárin í augunum tilkynnti Osaka að hún ætlaði að taka sér stutta pásu frá tennis. „Undanfarið hef ég ekki fundið fyrir neinni hamingju þegar ég vinn, ég finn meira fyrir létti. Svo þegar ég tapa finn ég fyrir mikill sorg. Ég tel það ekki vera eðlilegt.“ Þó flest íþróttafólk fullyrði að töpin séu alltaf súrari en sigrarnir séu sætir þá er skiljanlegt að íþróttafólk á hæsta stigi finni frekar fyrir létti er sigur næst heldur en sigurvímunni sem á að einkenna slík augnablik. Sloane Stephens birti brot af þeim 2000 skilaboðum sem hún fékk eftir að hún féll úr leik á Opna bandaríska gegn Angelique Kerber. Í bland við kynþáttaníð og kvenhatur var að finna dauða-, nauðgunar- og mannránshótanir ásamt hótunum þess efnis að lappirnar á henni yrðu brotnar. Sloane Stephens opens up about the 2000+ abusive messages she received after yesterday #USOpen loss. (warning: the language is disgusting and disheartening to read) pic.twitter.com/oGHEbHPkjN— Analis Bailey (@analisbailey) September 4, 2021 „Svona hatur er lýjandi og virðist vera endalaust. Það er ekki talað nóg um þetta en þetta er ömurlegt í alla staði.“ Að vera lituð kona í íþróttum virðist aðeins gefa vitgrönnum nettröllum og vesalingum fleiri ástæður til að tjá sig um málefni sem þeir vita ekkert um. Viðbrögð fólks (lesist: karlamanna) við því þegar Simone Biles – besta fimleikakona sögunnar – dró sig úr nokkrum keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó nýverið er sönnun þess. Biles – sem hefur unnið til fleiri verðlauna heldur en að meðalmaðurinn getur borið - var ásökuð um gefast auðveldlega upp, vera ekki nægilega sterk andlega og að brjóta þann samning sem fólk eins og hún hefur skrifað undir. Það er að birtast á skjánum, skemmta okkur og láta sig svo hverfa. Biles með aðeins brot af þeim verðlaunapeningum sem hún hefur unnið á ferlinum.Laurence Griffiths/Getty Images Í sömu andrá er vert að nefna úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta þar sem England beið lægri hlut gegn Ítalíu í úrslitum. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho klúðruðu sínum spyrnum og Ítalía vann. Allir eru þeir dökkir á hörund. Allir fengu þeir holskeflu af viðbjóði yfir sig eftir að England tapaði. Saka, aðeins 19 ára gamall, klúðraði síðustu spyrnunni. Rashford, sem hafði verið að glíma við meiðsli í marga mánuði kom inn af varamannabekk Englands undir lok framlengingarinnar líkt og Sancho til að taka vítaspyrnu. Þeir mættu til að skemmta fólki en það er ekki alltaf nóg. Þú þarft líka að vinna, annars verðuru einfaldlega að taka afleiðingunum virðist vera. Í grein sinni um málið á The Guardian bendir Jonathan Liew á að þetta eigi ekki aðeins við um íþróttir heldur skemmtanageirann í heild. Nefnir hann tónlistarkonurnar Lizzo, Lorde, Taylor Swift og Billie Eilish. Þær hafa fengið nóg af því að mæta, skemmta og láta sig hverfa. „Things I once enjoyed just keep me employed now,“ syngur Eilish til að mynda og það er erfitt að ímynda sér að fjöldi íþróttafólks – og annarra frægra einstaklinga – sé ekki sama sinnis. Liew bendir á að þetta sé meira en fjölmiðla- eða samfélagsmiðla vandamál. Hann vill meina að svona taki fólk inn skemmtun í dag. Það er að við sjáum frægt fólk einfaldlega ekki sem manneskjur, þær gætu allt eins verið teiknimynda- eða skáldsagnapersónur. Ceaseless noise of judgment has dehumanised young sport stars | Jonathan Liew https://t.co/LfWMLX7eO6— The Guardian (@guardian) September 7, 2021 „Hvernig geta þeir verið þreyttir, þeir fá svo vel borgað,“ heyrist oft um íþróttamenn sem virka örmagna eftir mikið álag. Svo virðist sem margur telji að mikill peningur komi í veg fyrir að fólk finni fyrir þreytu eða andlegu álagi. Sama má segja um kynþáttaníð, kvenhatur og fleira. Þetta er allt í lagi því þau – fína og fræga fólkið – eiga svo mikið af peningum, eða svo heldur margur. Munurinn á tónlistarfólki og íþróttafólki er sá að þau fyrrnefndu geta breytt þjáningu í list á meðan íþróttafólk getur í raun ekki einu sinni tekið sér pásu þar sem það er bundið við allskyns áætlanir, mótherja og reglur almennt, bæði skrifaðar og óskrifaðar. Að vera dökk/ur á hörund og „vera með vesen“ gerir hlutina enn verri. Biddu fyrir þér. Það eru auðvitað allt aðrar ástæður fyrir því að Osaka sé að taka sér pásu í þeirri von um að vernda andlegu heilsu sína. Hún hlýtur að vera löt, hún vill stjórna öllu, hún hatar fjölmiðla, eða svo heldur margur. Simone Biles getur ekki verið að fara í gegnum erfiða tíma, andlega og líkamlega. Það er einfaldlega ekki möguleiki. Hún er bara dramadrottning, eða svo heldur margur. Áðurnefndur Marcus Rashford hefur barist ötullega fyrir málstað barna sem minna mega sín í Bretlandi þar sem hann man þegar móðir hans hafði vart efni á mat þrátt fyrir að vinna myrkranna á milli. Honum er í dag alveg sama um alla þessa krakka sem eru að þjást eins og hann af því að í dag er hann moldríkur. Eina ástæðan fyrir að hann eyðir þeim litla frítíma sem hann á í að bæta líf barna sem minna Rashford á hann sjálfan þegar hann var yngri er sú að hann vill enn meiri fjölmiðlaumfjöllun, eða það heldur margur. Mögulega byggist skilningur nútímans á ofurstjörnum líkt og þeim sem eru nefndar hér að ofan á hinum guðdómlegu stjörnum sem komu á undan þeim. Það virtist ekkert bíta á Serenu Williams, Cristiano Ronaldo, LeBron James, Beyoncé, Lionel Messi og fleiri slíkar ofurstjörnur sem skutust fram á sjónvarsviðið fyrr á þessari öld. Þau þurftu öll að glíma við ýmis áföll á leið sinni upp á stjörnuhiminn. Þau komust þangað á endanum, virtust ekki láta neitt á sig fá og eru í guðatölu í dag. Guðirnir eru hins vegar jafn mismunandi og þeir eru margir, það á til að gleymast.
Tennis Fótbolti Utan vallar Kynþáttafordómar Geðheilbrigði Íþróttir barna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Sjá meira