Lífið

Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hlöðver Sigurðsson og Kolfinna Guðmundsdóttir giftu sig árið 1976 og hafa verið í veitingarekstri saman í marga áratugi.
Hlöðver Sigurðsson og Kolfinna Guðmundsdóttir giftu sig árið 1976 og hafa verið í veitingarekstri saman í marga áratugi. Ísland í dag

Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar.

„Við búum saman í fjölbýli. Það var draumurinn okkar þegar við horfðum á Dallas í gamla daga við hjónin, að búa svona saman fjölskyldan,“ segir Kolfinna. „Þetta er yndislegt,“ segir þá Hlölli. 

Sindri Sindrason kynnti sér stórskemmtilega sögu Hlöllafjölskyldunnar sem nýlega keypti rekstur Litlu kaffistofunnar og ætlar sér stóra hluti.

Samheldin fjölskylda sem býr öll í sama húsinu.

Hlöðver Sigurðsson og Kolfinna Guðmundsdóttir stofnuðu Hlöllabáta þann 14. apríl árið 1986 á Steindórsplaninu þar sem nú er Ingólfstorg. Í þrjátíu ár rak fjölskyldan einn vinsælasta veitingastað landsins en seldi hann fyrir um tíu árum síðan. Nú hafa þau tekið yfir rekstur Litlu kaffistofunnar, en nú hefur Hjá Hlölla bæst fyrir framan nafnið.

Ein úr myndasafni fjölskyldunnar.

„Við heyrðum bara að það ætti að loka henni og þá datt okkur í hug að þetta væri akkúrat fyrir okkur fjölskylduna alla, að vinna saman,“ segir Kolfinna.

Hjónin eiga þrjár dætur og barnabörnin eru nú orðin sex.

Það verða ekki bátar á matseðlinum þeirra en þar verður þó hægt að finna bæði trukka og felgur. Viðtalið við hjónin og innlitið á Litlu kaffistofuna eftir breytingar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Settu grill ofan í matarborðið á pallinum

Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.