Valdaránsmenn í Gíneu boða nýja þjóðstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 18:37 Mamadi Doumbouya ofursti (f.m.) í fararbroddi valdaránsmanna í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar á sunnudag. Þeir tóku Alpha Condé forseta höndum og felldu stjórnarskrána úr gildi. AP/Radio Television Guineenne Leiðtogi valdaránsmanna sem steyptu Alpha Condé, forseta Gíneu, af stóli um helgina boðar að ný þjóðstjórn verði mynduð á næstu vikum. Condé er enn í haldi valdaránsmanna og ekki liggur fyrir hvað verður um hann. Sérsveit gíneska hersins tók Condé höndum og rændi völdum í Vestur-Afríkulandinu í gær. Tilkynntu hermennirnir að stjórnarskrá landsins hefði verið felld úr gildi, landamærunum lokað og útgöngubanni á landsvísu komið á. Mamady Doumbouya, ofursti og leiðtogi valdaránsmannanna, segir að þjóðstjórnin eigi að stýra breytingunum sem fram undan eru, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lofar ráðherrum sem sátu í stjórn Condé að þeir verði ekki ofsóttir. Þeir megi hins vegar ekki yfirgefa landið og þeir verði að skila bifreiðum sem þeir fengu frá ríkisstjórninni. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja (Ecowas) hafa öll fordæmt valdaránið og krafist þess að borgaralegri stjórn verði aftur komið á í Gíneu. Doumbouya réttlætti valdaránið með því að hann hafi viljað binda enda á gengdarlausa spillingu, mannréttindabrot og óstjórn. Gínea er einn stærsti útflytjandi báxíðs í heiminum en það er notað til að framleiða súrál. Heimsmarkaðsverð á áli tók stökk eftir valdaránið og hefur það ekki verið hærra í áratug. Doumbouya sagði námufyrirtækjum að halda áfram framleiðslu sinni þar sem þau væru undanskilin útgöngubanninu í landinu. Condé var endurkjörin forseti í annað sinn í skugga ofbeldisfullra mótmæla í fyrra. Hann hefur verið sakaður um ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og mannréttindabrot. Mamoudou Nagnalen Barry, stofnandi stjórnarandstöðuflokksins Þjóðfylking til varnar stjórnarskránni (FNDC), segir tilfinningar sínar um valdaránið blendnar en að hann taki því þó fagnandi. Hann vonist til þess að herinn skili völdunum brátt aftur í hendur óbreyttra borgara. Gínea Tengdar fréttir Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sérsveit gíneska hersins tók Condé höndum og rændi völdum í Vestur-Afríkulandinu í gær. Tilkynntu hermennirnir að stjórnarskrá landsins hefði verið felld úr gildi, landamærunum lokað og útgöngubanni á landsvísu komið á. Mamady Doumbouya, ofursti og leiðtogi valdaránsmannanna, segir að þjóðstjórnin eigi að stýra breytingunum sem fram undan eru, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lofar ráðherrum sem sátu í stjórn Condé að þeir verði ekki ofsóttir. Þeir megi hins vegar ekki yfirgefa landið og þeir verði að skila bifreiðum sem þeir fengu frá ríkisstjórninni. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja (Ecowas) hafa öll fordæmt valdaránið og krafist þess að borgaralegri stjórn verði aftur komið á í Gíneu. Doumbouya réttlætti valdaránið með því að hann hafi viljað binda enda á gengdarlausa spillingu, mannréttindabrot og óstjórn. Gínea er einn stærsti útflytjandi báxíðs í heiminum en það er notað til að framleiða súrál. Heimsmarkaðsverð á áli tók stökk eftir valdaránið og hefur það ekki verið hærra í áratug. Doumbouya sagði námufyrirtækjum að halda áfram framleiðslu sinni þar sem þau væru undanskilin útgöngubanninu í landinu. Condé var endurkjörin forseti í annað sinn í skugga ofbeldisfullra mótmæla í fyrra. Hann hefur verið sakaður um ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum og mannréttindabrot. Mamoudou Nagnalen Barry, stofnandi stjórnarandstöðuflokksins Þjóðfylking til varnar stjórnarskránni (FNDC), segir tilfinningar sínar um valdaránið blendnar en að hann taki því þó fagnandi. Hann vonist til þess að herinn skili völdunum brátt aftur í hendur óbreyttra borgara.
Gínea Tengdar fréttir Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30 Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30
Leik aflýst vegna valdaránstilraunar Fyrirhuguðum leik Gíneu og Marókkó í undankeppni HM karla sem átti að fara fram á morgun var aflýst vegna valdaránstilraunar í Gíneu. Marokkómenn hafa yfirgefið landið. 5. september 2021 23:30
Fastur í Gíneu eftir valdarán Naby Keïta, miðjumaður Liverpool sem og Gíneu, situr sem fastast í heimalandinu í kjölfar valdaráns. 6. september 2021 14:00