Ríkisstjórn hins lægsta pólitíska samnefnara? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 6. september 2021 15:00 Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, játaði við lok þingstarfa í sumar að líklega hefðu frumvörpin hans fengið betri stuðning í annars konar ríkisstjórn. Á þeim lista voru m.a. Hálendisþjóðgarður og 3. áfangi Rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Afdrif flaggskipa VG á sviði umhverfismála í samstarfinu við Sjálstæðis- og Framsóknarflokk eru umhugsunarverð en koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Ríkisstjórnin sem setið hefur í fjögur ár var nefnilega mynduð um hinn lægsta pólitíska samnefnara þessara þriggja stjórnmálaflokka. Og hann er býsna lágur, því að flokkarnir eru þrátt fyrir allt ólíkir. Þannig hefur stjórninni tekist að sigla í gegnum kjörtímabilið nokkuð lygnan sjó – sjálfstæðismenn kalla það stöðugleika – og í rauninni alltaf gert eins lítið og þau hafa komist af með, pólitískt séð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar en þar naut stjórnin og samfélagið allt ráðgjafar færustu vísindamanna þessa lands og fór mestmegnis eftir þeim, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir það ber að þakka. Bætum kjör þeirra efnaminnstu Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar snýst um að hækka hinn pólitíska samnefnara svo að ráðast megi í brýnar umbætur í samfélaginu og styrkingu heilbrigðiskerfisins. Ég tel að það sé að teiknast upp raunhæfur valkostur til stjórnarsamstarfs á vinstrimiðjunni með frjálslyndum áherslum. Í slíkri ríkisstjórn þarf Samfylkingin að vera í lykilhlutverki. Hvers vegna gæti einhver spurt? Vegna þess að brýn verkefni snúast um að treysta velferð og tryggja betri framfærslu og lífskjör fólks með lágar tekjur. Þau verða að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Ég nefni nokkur hér: Hækkun skerðingarmarka barnabóta, þannig að fleiri börn og fjölskyldur þeirra njóti fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Það þarf að endurreisa barnabótakerfið. Hækkun greiðslna almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Það yrði fyrsta skrefið í að brúa kjaragliðnun lífeyrisþega og lægstu launa á vinnumarkaði. Að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna úr 110 í 200.000 krónur á mánuði. Frítekjumark eldri borgara þarf einnig að hækka í 200.00 krónur á mánuði en ekki skiptir minna máli að hækka markið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði úr 25.000 í 50.000 krónur. Að tvöfalda stofnframlög til almenna íbúðakerfisins svo að hægt sé að byggja 1.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á ári. Þannig fjölgum við íbúðum fyrir tekjulægri hópa og temprum verð á húsnæði fyrir alla. Komist þessar tillögur til framkvæmda mun það bæta lífskjör þúsunda barna og fjölskyldna þeirra, öryrkja og eldri borgara. Síðastliðin átta ár hafa hagsmunir venjulegs launafólks og öryrkja ekki verið í forgangi hér á landi. Það þarf Samfylkinguna í ríkisstjórn til að breyta því. Grundvöllur nýs ríkisstjórnarsamstarfs Annað risavaxið verkefni eru alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þær geta sannarlega ekki snúist um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Lofsverð úttekt Ungra umhverfissinna á loftslags- , umhverfis- og náttúruverndastefnu stjórnmálaflokkanna sýndi að þar eiga fjórir flokkar samleið. Önnur framboð skiluðu auðu. Þar er kominn grundvöllur til samstarfs sem þarf að skoða af fullri alvöru. Samfylkingin vill leiða saman ríkisstjórn sem setur fjölskylduna í forgang, byggir upp sterkara og heilbrigðara samfélag og ræðst í alvöru loftslagsaðgerðir. Sú ríkisstjórn verður aðeins möguleg með góðum stuðningi kjósenda við Samfylkinguna. Það er mikið í húfi því að ný ríkisstjórn má ekki snúast um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Því hvet ég kjósendur til að setja X við S í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, játaði við lok þingstarfa í sumar að líklega hefðu frumvörpin hans fengið betri stuðning í annars konar ríkisstjórn. Á þeim lista voru m.a. Hálendisþjóðgarður og 3. áfangi Rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Afdrif flaggskipa VG á sviði umhverfismála í samstarfinu við Sjálstæðis- og Framsóknarflokk eru umhugsunarverð en koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Ríkisstjórnin sem setið hefur í fjögur ár var nefnilega mynduð um hinn lægsta pólitíska samnefnara þessara þriggja stjórnmálaflokka. Og hann er býsna lágur, því að flokkarnir eru þrátt fyrir allt ólíkir. Þannig hefur stjórninni tekist að sigla í gegnum kjörtímabilið nokkuð lygnan sjó – sjálfstæðismenn kalla það stöðugleika – og í rauninni alltaf gert eins lítið og þau hafa komist af með, pólitískt séð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar en þar naut stjórnin og samfélagið allt ráðgjafar færustu vísindamanna þessa lands og fór mestmegnis eftir þeim, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir það ber að þakka. Bætum kjör þeirra efnaminnstu Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar snýst um að hækka hinn pólitíska samnefnara svo að ráðast megi í brýnar umbætur í samfélaginu og styrkingu heilbrigðiskerfisins. Ég tel að það sé að teiknast upp raunhæfur valkostur til stjórnarsamstarfs á vinstrimiðjunni með frjálslyndum áherslum. Í slíkri ríkisstjórn þarf Samfylkingin að vera í lykilhlutverki. Hvers vegna gæti einhver spurt? Vegna þess að brýn verkefni snúast um að treysta velferð og tryggja betri framfærslu og lífskjör fólks með lágar tekjur. Þau verða að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Ég nefni nokkur hér: Hækkun skerðingarmarka barnabóta, þannig að fleiri börn og fjölskyldur þeirra njóti fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Það þarf að endurreisa barnabótakerfið. Hækkun greiðslna almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Það yrði fyrsta skrefið í að brúa kjaragliðnun lífeyrisþega og lægstu launa á vinnumarkaði. Að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna úr 110 í 200.000 krónur á mánuði. Frítekjumark eldri borgara þarf einnig að hækka í 200.00 krónur á mánuði en ekki skiptir minna máli að hækka markið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði úr 25.000 í 50.000 krónur. Að tvöfalda stofnframlög til almenna íbúðakerfisins svo að hægt sé að byggja 1.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á ári. Þannig fjölgum við íbúðum fyrir tekjulægri hópa og temprum verð á húsnæði fyrir alla. Komist þessar tillögur til framkvæmda mun það bæta lífskjör þúsunda barna og fjölskyldna þeirra, öryrkja og eldri borgara. Síðastliðin átta ár hafa hagsmunir venjulegs launafólks og öryrkja ekki verið í forgangi hér á landi. Það þarf Samfylkinguna í ríkisstjórn til að breyta því. Grundvöllur nýs ríkisstjórnarsamstarfs Annað risavaxið verkefni eru alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þær geta sannarlega ekki snúist um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Lofsverð úttekt Ungra umhverfissinna á loftslags- , umhverfis- og náttúruverndastefnu stjórnmálaflokkanna sýndi að þar eiga fjórir flokkar samleið. Önnur framboð skiluðu auðu. Þar er kominn grundvöllur til samstarfs sem þarf að skoða af fullri alvöru. Samfylkingin vill leiða saman ríkisstjórn sem setur fjölskylduna í forgang, byggir upp sterkara og heilbrigðara samfélag og ræðst í alvöru loftslagsaðgerðir. Sú ríkisstjórn verður aðeins möguleg með góðum stuðningi kjósenda við Samfylkinguna. Það er mikið í húfi því að ný ríkisstjórn má ekki snúast um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Því hvet ég kjósendur til að setja X við S í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar