Ríkisstjórn hins lægsta pólitíska samnefnara? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 6. september 2021 15:00 Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, játaði við lok þingstarfa í sumar að líklega hefðu frumvörpin hans fengið betri stuðning í annars konar ríkisstjórn. Á þeim lista voru m.a. Hálendisþjóðgarður og 3. áfangi Rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Afdrif flaggskipa VG á sviði umhverfismála í samstarfinu við Sjálstæðis- og Framsóknarflokk eru umhugsunarverð en koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Ríkisstjórnin sem setið hefur í fjögur ár var nefnilega mynduð um hinn lægsta pólitíska samnefnara þessara þriggja stjórnmálaflokka. Og hann er býsna lágur, því að flokkarnir eru þrátt fyrir allt ólíkir. Þannig hefur stjórninni tekist að sigla í gegnum kjörtímabilið nokkuð lygnan sjó – sjálfstæðismenn kalla það stöðugleika – og í rauninni alltaf gert eins lítið og þau hafa komist af með, pólitískt séð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar en þar naut stjórnin og samfélagið allt ráðgjafar færustu vísindamanna þessa lands og fór mestmegnis eftir þeim, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir það ber að þakka. Bætum kjör þeirra efnaminnstu Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar snýst um að hækka hinn pólitíska samnefnara svo að ráðast megi í brýnar umbætur í samfélaginu og styrkingu heilbrigðiskerfisins. Ég tel að það sé að teiknast upp raunhæfur valkostur til stjórnarsamstarfs á vinstrimiðjunni með frjálslyndum áherslum. Í slíkri ríkisstjórn þarf Samfylkingin að vera í lykilhlutverki. Hvers vegna gæti einhver spurt? Vegna þess að brýn verkefni snúast um að treysta velferð og tryggja betri framfærslu og lífskjör fólks með lágar tekjur. Þau verða að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Ég nefni nokkur hér: Hækkun skerðingarmarka barnabóta, þannig að fleiri börn og fjölskyldur þeirra njóti fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Það þarf að endurreisa barnabótakerfið. Hækkun greiðslna almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Það yrði fyrsta skrefið í að brúa kjaragliðnun lífeyrisþega og lægstu launa á vinnumarkaði. Að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna úr 110 í 200.000 krónur á mánuði. Frítekjumark eldri borgara þarf einnig að hækka í 200.00 krónur á mánuði en ekki skiptir minna máli að hækka markið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði úr 25.000 í 50.000 krónur. Að tvöfalda stofnframlög til almenna íbúðakerfisins svo að hægt sé að byggja 1.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á ári. Þannig fjölgum við íbúðum fyrir tekjulægri hópa og temprum verð á húsnæði fyrir alla. Komist þessar tillögur til framkvæmda mun það bæta lífskjör þúsunda barna og fjölskyldna þeirra, öryrkja og eldri borgara. Síðastliðin átta ár hafa hagsmunir venjulegs launafólks og öryrkja ekki verið í forgangi hér á landi. Það þarf Samfylkinguna í ríkisstjórn til að breyta því. Grundvöllur nýs ríkisstjórnarsamstarfs Annað risavaxið verkefni eru alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þær geta sannarlega ekki snúist um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Lofsverð úttekt Ungra umhverfissinna á loftslags- , umhverfis- og náttúruverndastefnu stjórnmálaflokkanna sýndi að þar eiga fjórir flokkar samleið. Önnur framboð skiluðu auðu. Þar er kominn grundvöllur til samstarfs sem þarf að skoða af fullri alvöru. Samfylkingin vill leiða saman ríkisstjórn sem setur fjölskylduna í forgang, byggir upp sterkara og heilbrigðara samfélag og ræðst í alvöru loftslagsaðgerðir. Sú ríkisstjórn verður aðeins möguleg með góðum stuðningi kjósenda við Samfylkinguna. Það er mikið í húfi því að ný ríkisstjórn má ekki snúast um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Því hvet ég kjósendur til að setja X við S í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, játaði við lok þingstarfa í sumar að líklega hefðu frumvörpin hans fengið betri stuðning í annars konar ríkisstjórn. Á þeim lista voru m.a. Hálendisþjóðgarður og 3. áfangi Rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Afdrif flaggskipa VG á sviði umhverfismála í samstarfinu við Sjálstæðis- og Framsóknarflokk eru umhugsunarverð en koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Ríkisstjórnin sem setið hefur í fjögur ár var nefnilega mynduð um hinn lægsta pólitíska samnefnara þessara þriggja stjórnmálaflokka. Og hann er býsna lágur, því að flokkarnir eru þrátt fyrir allt ólíkir. Þannig hefur stjórninni tekist að sigla í gegnum kjörtímabilið nokkuð lygnan sjó – sjálfstæðismenn kalla það stöðugleika – og í rauninni alltaf gert eins lítið og þau hafa komist af með, pólitískt séð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar en þar naut stjórnin og samfélagið allt ráðgjafar færustu vísindamanna þessa lands og fór mestmegnis eftir þeim, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir það ber að þakka. Bætum kjör þeirra efnaminnstu Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar snýst um að hækka hinn pólitíska samnefnara svo að ráðast megi í brýnar umbætur í samfélaginu og styrkingu heilbrigðiskerfisins. Ég tel að það sé að teiknast upp raunhæfur valkostur til stjórnarsamstarfs á vinstrimiðjunni með frjálslyndum áherslum. Í slíkri ríkisstjórn þarf Samfylkingin að vera í lykilhlutverki. Hvers vegna gæti einhver spurt? Vegna þess að brýn verkefni snúast um að treysta velferð og tryggja betri framfærslu og lífskjör fólks með lágar tekjur. Þau verða að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Ég nefni nokkur hér: Hækkun skerðingarmarka barnabóta, þannig að fleiri börn og fjölskyldur þeirra njóti fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Það þarf að endurreisa barnabótakerfið. Hækkun greiðslna almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Það yrði fyrsta skrefið í að brúa kjaragliðnun lífeyrisþega og lægstu launa á vinnumarkaði. Að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna úr 110 í 200.000 krónur á mánuði. Frítekjumark eldri borgara þarf einnig að hækka í 200.00 krónur á mánuði en ekki skiptir minna máli að hækka markið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði úr 25.000 í 50.000 krónur. Að tvöfalda stofnframlög til almenna íbúðakerfisins svo að hægt sé að byggja 1.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á ári. Þannig fjölgum við íbúðum fyrir tekjulægri hópa og temprum verð á húsnæði fyrir alla. Komist þessar tillögur til framkvæmda mun það bæta lífskjör þúsunda barna og fjölskyldna þeirra, öryrkja og eldri borgara. Síðastliðin átta ár hafa hagsmunir venjulegs launafólks og öryrkja ekki verið í forgangi hér á landi. Það þarf Samfylkinguna í ríkisstjórn til að breyta því. Grundvöllur nýs ríkisstjórnarsamstarfs Annað risavaxið verkefni eru alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þær geta sannarlega ekki snúist um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Lofsverð úttekt Ungra umhverfissinna á loftslags- , umhverfis- og náttúruverndastefnu stjórnmálaflokkanna sýndi að þar eiga fjórir flokkar samleið. Önnur framboð skiluðu auðu. Þar er kominn grundvöllur til samstarfs sem þarf að skoða af fullri alvöru. Samfylkingin vill leiða saman ríkisstjórn sem setur fjölskylduna í forgang, byggir upp sterkara og heilbrigðara samfélag og ræðst í alvöru loftslagsaðgerðir. Sú ríkisstjórn verður aðeins möguleg með góðum stuðningi kjósenda við Samfylkinguna. Það er mikið í húfi því að ný ríkisstjórn má ekki snúast um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Því hvet ég kjósendur til að setja X við S í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun