Eru almenningssamgöngur fyrir okkur öll? Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 6. september 2021 14:00 Einhvern tíman velti ég því fyrir mér hvað fólki þætti eðlilegt verð fyrir 25 mínútna ferð með strætó. Á þessum tíma starfaði ég í Reykjavík en bjó á Suðurnesjunum. Strætóferðin sjálf hentaði mér afskaplega vel, bein leið úr heimabænum nánast upp að dyrum vinnustaðarins. Afskaplega þægilegt að sitja bara í notalegheitum rútunnar og þurfa ekki að sjá um aksturinn sjálf, ekkert að stressa mig á umferðarteppu höfuðborgarsvæðisins, þvílíkur lúxus. Og stærsti ávinningurinn, í mínum huga, var sá að þessi ferðamáti væri umhverfisvænni en einkabíllinn. Í mínum huga liggur það í augum uppi að stjórnvöld ættu að ýta undir aukna notkun almenningssamgangna. Á tímum þar sem allir stjórnmálaflokkar vilja eigna sér það að gera mest og best í umhverfismálum og keppast við að lofa því að undir þeirra stjórn muni Ísland vera orðið fullkomlega rafbílavætt sem allra fyrst, finnst mér við hafa sofnað á verðinum og misst sjónar á stóru myndinni. Rafbílar verða ekki til úr lofti einu saman. Framleiðsla þeirra er gífurlega mengandi og að reyna að láta umræðuna hverfast að mestu leyti um að Íslendingar skuli allir aka um á rafbílum eftir x mörg ár þykir mér gefa hreint út sagt falska mynd af stöðu mála. En hvað er þá til ráða? Í umhverfisstefnu Sósíalistaflokksins segir meðal annars að stórbæta þurfi almenningssamgöngur og reka með því sjónarmiði að þær séu sjálfsögð þjónusta við íbúa alls landsins. Þær séu lykillinn að því að draga úr mengun en ekki reknar með því markmiði að reksturinn skili hagnaði. Að öllum íbúum landsins sé gert kleift að lifa umhverfisvænu lífi, óháð efnahag og búsetu þeirra og í því tilliti sé litið á tíðar og öflugar almenningssamgöngur sem hluta af umhverfisvernd og sjálfsagðri þjónustu við íbúa landsins. En þá komum við að stóru hindruninni sem ég rakst á. Almenningssamgöngur eru hreint ekki gjaldlagðar á þann máta að hver sem er hafi efni á að nýta sér þær. Fyrir 25 mínútna strætóferð innan höfuðborgarsvæðisins borgar manneskja, sem engan afslátt fær, 490 krónur fyrir ferðina, fyrir 25 mínútna ferð til Reykjanesbæjar greiðir sama manneskja hins vegar 1.960 krónur. Mörg benda þá á hvort ekki megi fá einhvern magnafslátt, fyrir fólk sem fer jafnvel daglega á milli? Hann myndi teljast óverulegur, örfáar krónur. Er þetta hvetjandi fyrir fólk til að nýta sér þennan annars ákjósanlega ferðamáta? Ef þú tilheyrir ekki þeim hópum sem fá afslátt eru almenningssamgöngur hreint ekki fyrir almenning heldur fólk sem á nægan pening. Og fyrir þá hópa sem nú þegar fá afslátt er algjör lágmarkskrafa að þeir fái frítt í strætó. Hvatinn til að leggja einkabílnum og taka strætó er gjörsamlega fokinn út um gluggann. Ég hreinlega velti því fyrir mér hver hugsunin sé á bak við það að keyra hálftóma strætóa með rándýru fargjaldi um allt land. Ástæða þess að ég nefni ferðir í Reykjanesbæ er einfaldlega sú að þaðan kemur mín reynsla. Ferð fram og tilbaka frá Akureyri til Reykjavíkur kostar t.a.m. yfir 20.000 krónur. Þrátt fyrir að við séum ekki að ræða um sama atvinnusvæðið í því tilliti má þó líta til þess að gjarnan þarf fólk sem býr á landsbyggðinni að leita sér ýmissar nauðsynlegrar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Stefna Sósíalistaflokks Íslands í almenningssamgöngum er skýr. Strætó og önnur sjálfsögð akstursþjónusta, svo sem akstursþjónusta fatlaðra og sjúkrabílar skal vera gjaldfrjáls með öllu. Slíkan akstur skal hvorki einkavæða né útvista á nokkurn hátt, heldur haldið í almannaeigu og þjónusta bætt í samráði við notendur. Stefnt sé markvisst að umhverfisvænum lausnum en einnig að því að jafna kjör fólks þegar kemur að samgöngum með tilliti til búsetu eða möguleikum á að nota umhverfisvæna samgöngumáta. Við þurfum sterka og alvöru hvata til að leggja einkabílnum, með allri hans mengun, hvort sem hann er knúinn jarðefnaeldsneyti eða ekki. Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur myndu spila þar lykilhlutverk. Höfundur skipar 5.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Einhvern tíman velti ég því fyrir mér hvað fólki þætti eðlilegt verð fyrir 25 mínútna ferð með strætó. Á þessum tíma starfaði ég í Reykjavík en bjó á Suðurnesjunum. Strætóferðin sjálf hentaði mér afskaplega vel, bein leið úr heimabænum nánast upp að dyrum vinnustaðarins. Afskaplega þægilegt að sitja bara í notalegheitum rútunnar og þurfa ekki að sjá um aksturinn sjálf, ekkert að stressa mig á umferðarteppu höfuðborgarsvæðisins, þvílíkur lúxus. Og stærsti ávinningurinn, í mínum huga, var sá að þessi ferðamáti væri umhverfisvænni en einkabíllinn. Í mínum huga liggur það í augum uppi að stjórnvöld ættu að ýta undir aukna notkun almenningssamgangna. Á tímum þar sem allir stjórnmálaflokkar vilja eigna sér það að gera mest og best í umhverfismálum og keppast við að lofa því að undir þeirra stjórn muni Ísland vera orðið fullkomlega rafbílavætt sem allra fyrst, finnst mér við hafa sofnað á verðinum og misst sjónar á stóru myndinni. Rafbílar verða ekki til úr lofti einu saman. Framleiðsla þeirra er gífurlega mengandi og að reyna að láta umræðuna hverfast að mestu leyti um að Íslendingar skuli allir aka um á rafbílum eftir x mörg ár þykir mér gefa hreint út sagt falska mynd af stöðu mála. En hvað er þá til ráða? Í umhverfisstefnu Sósíalistaflokksins segir meðal annars að stórbæta þurfi almenningssamgöngur og reka með því sjónarmiði að þær séu sjálfsögð þjónusta við íbúa alls landsins. Þær séu lykillinn að því að draga úr mengun en ekki reknar með því markmiði að reksturinn skili hagnaði. Að öllum íbúum landsins sé gert kleift að lifa umhverfisvænu lífi, óháð efnahag og búsetu þeirra og í því tilliti sé litið á tíðar og öflugar almenningssamgöngur sem hluta af umhverfisvernd og sjálfsagðri þjónustu við íbúa landsins. En þá komum við að stóru hindruninni sem ég rakst á. Almenningssamgöngur eru hreint ekki gjaldlagðar á þann máta að hver sem er hafi efni á að nýta sér þær. Fyrir 25 mínútna strætóferð innan höfuðborgarsvæðisins borgar manneskja, sem engan afslátt fær, 490 krónur fyrir ferðina, fyrir 25 mínútna ferð til Reykjanesbæjar greiðir sama manneskja hins vegar 1.960 krónur. Mörg benda þá á hvort ekki megi fá einhvern magnafslátt, fyrir fólk sem fer jafnvel daglega á milli? Hann myndi teljast óverulegur, örfáar krónur. Er þetta hvetjandi fyrir fólk til að nýta sér þennan annars ákjósanlega ferðamáta? Ef þú tilheyrir ekki þeim hópum sem fá afslátt eru almenningssamgöngur hreint ekki fyrir almenning heldur fólk sem á nægan pening. Og fyrir þá hópa sem nú þegar fá afslátt er algjör lágmarkskrafa að þeir fái frítt í strætó. Hvatinn til að leggja einkabílnum og taka strætó er gjörsamlega fokinn út um gluggann. Ég hreinlega velti því fyrir mér hver hugsunin sé á bak við það að keyra hálftóma strætóa með rándýru fargjaldi um allt land. Ástæða þess að ég nefni ferðir í Reykjanesbæ er einfaldlega sú að þaðan kemur mín reynsla. Ferð fram og tilbaka frá Akureyri til Reykjavíkur kostar t.a.m. yfir 20.000 krónur. Þrátt fyrir að við séum ekki að ræða um sama atvinnusvæðið í því tilliti má þó líta til þess að gjarnan þarf fólk sem býr á landsbyggðinni að leita sér ýmissar nauðsynlegrar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Stefna Sósíalistaflokks Íslands í almenningssamgöngum er skýr. Strætó og önnur sjálfsögð akstursþjónusta, svo sem akstursþjónusta fatlaðra og sjúkrabílar skal vera gjaldfrjáls með öllu. Slíkan akstur skal hvorki einkavæða né útvista á nokkurn hátt, heldur haldið í almannaeigu og þjónusta bætt í samráði við notendur. Stefnt sé markvisst að umhverfisvænum lausnum en einnig að því að jafna kjör fólks þegar kemur að samgöngum með tilliti til búsetu eða möguleikum á að nota umhverfisvæna samgöngumáta. Við þurfum sterka og alvöru hvata til að leggja einkabílnum, með allri hans mengun, hvort sem hann er knúinn jarðefnaeldsneyti eða ekki. Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur myndu spila þar lykilhlutverk. Höfundur skipar 5.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun