Boðar áframhald aðgerða á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 08:36 Bág staða Landspítalans og staða kórónuveirufaraldursins erlendis gerir það að verkum að aðgerðir á landamærunum verða áfram mikilvægar til að vernda landsmenn fyrir alvarlegum veikindum. Vísir/Vilhelm Takmarkanir á landamærunum eru forsenda þess að hægt sé að slaka á innanlands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann segir yfirstandandi bylgju á hægri niðurleið. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist meðal annars þakka góðan árangur útbreiddum bólusetningum og iðni landsmanna við að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Hann sagði aðgerðir á landamærunum einnig skipta sköpum en þar hefðu verið að greinast um 60 tilvik á viku, þar af væru um 20 bólusettir og hefðu tengsl innanlands. Sóttvarnalæknir sagði reynsluna hafa sýnt að tilskakanir á landamærunum væru ekki vænlegar til árangurs og benti á hvernig sprenging hefði orðið í smitum mánaðamótin júní/júlí, þegar meðal annars var hætt að skima þá sem gátu framvísað vottorði. „Þá fór þetta á fljúgandi ferð,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að læra af þeirri reynslu. Spurður að því hvort við værum þá að horfa fram á áframhaldandi aðgerðir á landamærunum benti Þórólfur á að hann hefði alltaf sagt að á meðan faraldurinn væri á siglingu erlendis, yrði að horfa til þess. Þrátt fyrir að bólusetning veitti ákveðna vernd væru bólusettir enn að smitast og smita. Hann vék aftur að því sem gerðist mánaðamótin júní/júlí og benti á að Landspítalinn hefði nánast farið á neyðarstig. Pólitískur þrýstingur og ný afbrigði Þórólfur sagði getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við veikindi ráða nokkru um aðgerðir og það hefði margoft komið fram að spítalakerfið væri ekki nógu vel í stakk búið, ekki síst hvað varðaði gjörgæsluna. Þá væri ekki eingöngu hægt að einblína á veikindi fremur en smit, þar sem alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir kæmu ekki fram fyrr en tveimur vikum eftir smit. Horfa þyrfti á heildarmyndina. Í þættinum var nokkuð rætt um stöðu mála annars staðar, til að mynda í Danmörku og Noregi, þar sem menn hafa ákveðið að ráðast í verulegar eða algjörar afléttingar. Þórólfur sagði þetta athyglisvert, ekki síst hvað varðaði Noreg, þar sem innlögnum hefði fjölgað. Líklegast væri um pólitískan þrýsting að ræða. Sóttvarnalæknir sagði ljóst að þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum værum við ekki búin að ná hjarðónæmi. Bólusettir væru að smitast. Spurður um áhyggjur af nýjum afbrigðum sagðist hann fylgjast með. Ýmis afbrigði hefðu náð í umræðuna sem hefðu ekki náð sér á strik en það myndi ekki koma honum á óvart ef að nýtt afbrigði næði útbreiðslu. Því væri þeim mun mikilvægara að hafa góð tök á landamærunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira