Sport

Dagskráin í dag: Spennan magnast á Solheim-mótinu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Nanna Koerstz Madsen og Carlota Ciganda fagna sigri í sínu einvígi í fjórbolta í gær. Lið Evrópu er með yfirhöndina fyrir einstaklingskeppnina í dag.
Nanna Koerstz Madsen og Carlota Ciganda fagna sigri í sínu einvígi í fjórbolta í gær. Lið Evrópu er með yfirhöndina fyrir einstaklingskeppnina í dag. Maddie Meyer/Getty Images

Lokadagur Solheim-mótsins, þar sem sveitir Evrópu og Bandaríkjanna etja kappi, er í dag. Lið Evrópu er með forystuna fyrir lokadaginn.

Margir bestu kvenkylfingar heims taka þátt á mótinu þar sem lið Evrópu og Bandaríkjanna keppa um Solheim-bikarinn. Evrópska liðið var öflugra í fjórbolta gær og er með tveggja vinninga forystu fyrir lokadaginn í dag. Mótið fer fram á Inverness-golfvellinum í Ohio í Bandaríkjunum.

Keppt verður í einstaklingsflokki í dag en lið Evrópu getur varið titil sinn og unnið hann í aðeins annað sinn í Bandaríkjunum.

Keppni hefst á mótinu klukkan 16:00 í dag og verður sýnt beint á Stöð 2 Golf.

Þá er GameTíví á dagskrá á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×