Berjaspretta með besta móti víða: „Bara að mæta í móann og byrja að tína“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2021 20:55 Bláberin eru víða stór og safarík. Vísir/Egill Það er gósentíð í bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð þar sem berjasprettan í ár þykir vera góð. Ein helsta berjatínslukona landsins hvetur landsmenn alla til að drífa sig í berjamó. Það er mikil hefð fyrir bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð, þar sem víða má komast í gjöful bláberjamið. Í Þorvaldsdal hittum við Sigurbjörgu Snorradóttur, sem hefur tínt ber þar alla sína ævi. „Ég myndi segja að þetta væri bara gott, allavega hér þar sem við erum að tína núna. Dalurinn er búinn að gefa mjög vel í ár,“ segir Sigurbjörg aðspurð um hvernig sprettan er þetta ári. Nefnir hún að sprettan sé einnig góð á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hver er kúnstin við að tína bláber? Það er engin kúnst. Það er bara að mæta í móann og byrja að tína. Algjörlega, og handtína helst, ekki nota tínur, segir Sigurbjörg sem bætir þó við að þeim sem vilja nota tínur sé það auðvitað frjálst. Gamla aðferðin spari þó vinnu þegar heim er komið. „Þegar þú handtínir þá ertu bara enga stund að hreinsa, og berin eru miklu skemmtilegri,“ segir Sigurbjörg. Ekki öll bláber eru þó eins. „Ég er alin upp við það að aðalberin eru svört og á ljósara lyngi. Aðalbláberin eru blá og síðan koma bláber. Það eru þrjár tegundir og svo náttúrulega krækibærin,“ segir Sigurbjörg. Fáir búa yfir meiri reynslu þegar kemur að bláberjatínslu en Sigurbjörg Snorradóttir.Vísir/Egill Og besti tíminn til að tína ber er akkúrat núna. „Ef að ég væri að fara núna að tína þá myndi ég fara að drífa mig því að þú veist aldrei hvenær kemur næturfrost, sérstaklega þegar það er svona heiðskýrt, þá getur verið ótrúlega fljótt að frysta,“ segir Sigurbjörg. Þannig að menn eiga bara að drífa sig í berjamó? „Já, drífa sig í móinn, drífa sig í móinn. Nóg af berjum.“ Dalvíkurbyggð Matur Ber Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Það er mikil hefð fyrir bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð, þar sem víða má komast í gjöful bláberjamið. Í Þorvaldsdal hittum við Sigurbjörgu Snorradóttur, sem hefur tínt ber þar alla sína ævi. „Ég myndi segja að þetta væri bara gott, allavega hér þar sem við erum að tína núna. Dalurinn er búinn að gefa mjög vel í ár,“ segir Sigurbjörg aðspurð um hvernig sprettan er þetta ári. Nefnir hún að sprettan sé einnig góð á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hver er kúnstin við að tína bláber? Það er engin kúnst. Það er bara að mæta í móann og byrja að tína. Algjörlega, og handtína helst, ekki nota tínur, segir Sigurbjörg sem bætir þó við að þeim sem vilja nota tínur sé það auðvitað frjálst. Gamla aðferðin spari þó vinnu þegar heim er komið. „Þegar þú handtínir þá ertu bara enga stund að hreinsa, og berin eru miklu skemmtilegri,“ segir Sigurbjörg. Ekki öll bláber eru þó eins. „Ég er alin upp við það að aðalberin eru svört og á ljósara lyngi. Aðalbláberin eru blá og síðan koma bláber. Það eru þrjár tegundir og svo náttúrulega krækibærin,“ segir Sigurbjörg. Fáir búa yfir meiri reynslu þegar kemur að bláberjatínslu en Sigurbjörg Snorradóttir.Vísir/Egill Og besti tíminn til að tína ber er akkúrat núna. „Ef að ég væri að fara núna að tína þá myndi ég fara að drífa mig því að þú veist aldrei hvenær kemur næturfrost, sérstaklega þegar það er svona heiðskýrt, þá getur verið ótrúlega fljótt að frysta,“ segir Sigurbjörg. Þannig að menn eiga bara að drífa sig í berjamó? „Já, drífa sig í móinn, drífa sig í móinn. Nóg af berjum.“
Dalvíkurbyggð Matur Ber Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira