Framsókn hefur brugðist framtíðinni Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 5. september 2021 18:00 Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ítrekað básúnað um ágæti sinna starfa á kjörtímabilinu en þeir eru fátt annað en frasar án innihalds. Lengt fæðingarorlof hljómar vel í orði. Þegar frumvarpið kom fram stóð til að lengja fæðingarorlofið upp í 12 mánuði, en stytta tökutíma úr 24 mánuðum niður í 18, engin frjáls skipting milli foreldra og réttur einstæðra foreldra var ekki tryggður. Lokaniðurstaðan var að tökutíminn hélt sér og frjáls skipting var gefin á þann veg að 4,5 mánuðir voru eyrnamerktir foreldri en afganginn mátti framselja milli foreldra. Vandinn við lengingu fæðingarorlofs er sá að þessi aðgerð ræðst ekki að rótum vandans og eykur en frekar bilið milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Raunin er sú að margir foreldrar hafa ekki kost á því að nýta sér þessa lengingu, vegna þess að foreldri sem lifir ekki á lágmarkslaunum, lifir alls ekki á 80% af þeim tekjum eins og reglugerð fæðingarorlofssjóðs kveður á um. Það er ef að foreldrar eru svo heppnir að fá yfirleitt greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, en námsmenn, fólk í óreglulegri vinnu og fólk í láglaunavinnu getur oft ekki nýtt sér þennan rétt vegna tregðu í regluverki fæðingarorlofssjóðs. Þessi breyting hentaði bara fólki í vel launaðri dagvinnu og hagsmunir barna voru hafðir að engu. Þetta er allt ágæti Ásmundar Einars og hans verka, að auka en frekar lífsgæðabil milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Íslenskt menntakerfi á undir högg að sækja. Í tíð Lilju Alfreðsdóttur hefur til dæmis verið tekið upp eitt leyfisbréf kennara. Sem kennaranema þykir mér það vissulega heillandi hugmynd að læra að verða grunnskólakennari en geta unnið einnig í leik- og framhaldsskóla, en á þessu eru ákveðnir vankantar. Félag framhaldsskólakennara sagði til dæmis að lögin gætu orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara. Það skýtur skökku við, að á sama tíma og við mælumst námslega illa í öllum alþjóðlegum samanburði eigi að grípa til aðgerða sem skerta gæði náms á Íslandi. Lilja kynnti til leiks rafræna ferilbók í byrjun árs 2018, aðgerð sem átti meðal annars að fjölga iðnmenntuðum í landinu og efla iðnnám. Rafræna ferilbókin hefur verið tekin í notkun, en hvar er efling iðnnáms? Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga benti til dæmis á þá alvarlegu stöðu að 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám og að 18 ára og eldri eigi nánast engan möguleika á að komast í iðnnám. Það dugir ekki að tala bara um mikilvægi iðnnáms, það þarf að bregðast við og koma hlutum í verk. Það er eitt í orði og annað á borði. Mismunun barna eftir efnahag foreldra, aðgerðir gegn gæðum íslensks menntakerfis og stöðnun í iðnmenntun. Þetta er framtíðin sem Framsókn býður ungu fólki og öllu fólki í landinu upp á. Það er langt síðan framsókn hætti að vera samvinnuflokkur. Það er langt síðan framsókn hætti að vinna fyrir alla í þjóðfélaginu og það er langt síðan framsókn hætti að sækja fram. Höfundur er foreldri, kennaranemi og skipar 3.sæti á J lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skóla - og menntamál Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2021 Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ítrekað básúnað um ágæti sinna starfa á kjörtímabilinu en þeir eru fátt annað en frasar án innihalds. Lengt fæðingarorlof hljómar vel í orði. Þegar frumvarpið kom fram stóð til að lengja fæðingarorlofið upp í 12 mánuði, en stytta tökutíma úr 24 mánuðum niður í 18, engin frjáls skipting milli foreldra og réttur einstæðra foreldra var ekki tryggður. Lokaniðurstaðan var að tökutíminn hélt sér og frjáls skipting var gefin á þann veg að 4,5 mánuðir voru eyrnamerktir foreldri en afganginn mátti framselja milli foreldra. Vandinn við lengingu fæðingarorlofs er sá að þessi aðgerð ræðst ekki að rótum vandans og eykur en frekar bilið milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Raunin er sú að margir foreldrar hafa ekki kost á því að nýta sér þessa lengingu, vegna þess að foreldri sem lifir ekki á lágmarkslaunum, lifir alls ekki á 80% af þeim tekjum eins og reglugerð fæðingarorlofssjóðs kveður á um. Það er ef að foreldrar eru svo heppnir að fá yfirleitt greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, en námsmenn, fólk í óreglulegri vinnu og fólk í láglaunavinnu getur oft ekki nýtt sér þennan rétt vegna tregðu í regluverki fæðingarorlofssjóðs. Þessi breyting hentaði bara fólki í vel launaðri dagvinnu og hagsmunir barna voru hafðir að engu. Þetta er allt ágæti Ásmundar Einars og hans verka, að auka en frekar lífsgæðabil milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Íslenskt menntakerfi á undir högg að sækja. Í tíð Lilju Alfreðsdóttur hefur til dæmis verið tekið upp eitt leyfisbréf kennara. Sem kennaranema þykir mér það vissulega heillandi hugmynd að læra að verða grunnskólakennari en geta unnið einnig í leik- og framhaldsskóla, en á þessu eru ákveðnir vankantar. Félag framhaldsskólakennara sagði til dæmis að lögin gætu orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara. Það skýtur skökku við, að á sama tíma og við mælumst námslega illa í öllum alþjóðlegum samanburði eigi að grípa til aðgerða sem skerta gæði náms á Íslandi. Lilja kynnti til leiks rafræna ferilbók í byrjun árs 2018, aðgerð sem átti meðal annars að fjölga iðnmenntuðum í landinu og efla iðnnám. Rafræna ferilbókin hefur verið tekin í notkun, en hvar er efling iðnnáms? Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga benti til dæmis á þá alvarlegu stöðu að 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám og að 18 ára og eldri eigi nánast engan möguleika á að komast í iðnnám. Það dugir ekki að tala bara um mikilvægi iðnnáms, það þarf að bregðast við og koma hlutum í verk. Það er eitt í orði og annað á borði. Mismunun barna eftir efnahag foreldra, aðgerðir gegn gæðum íslensks menntakerfis og stöðnun í iðnmenntun. Þetta er framtíðin sem Framsókn býður ungu fólki og öllu fólki í landinu upp á. Það er langt síðan framsókn hætti að vera samvinnuflokkur. Það er langt síðan framsókn hætti að vinna fyrir alla í þjóðfélaginu og það er langt síðan framsókn hætti að sækja fram. Höfundur er foreldri, kennaranemi og skipar 3.sæti á J lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun