Framsókn hefur brugðist framtíðinni Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 5. september 2021 18:00 Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ítrekað básúnað um ágæti sinna starfa á kjörtímabilinu en þeir eru fátt annað en frasar án innihalds. Lengt fæðingarorlof hljómar vel í orði. Þegar frumvarpið kom fram stóð til að lengja fæðingarorlofið upp í 12 mánuði, en stytta tökutíma úr 24 mánuðum niður í 18, engin frjáls skipting milli foreldra og réttur einstæðra foreldra var ekki tryggður. Lokaniðurstaðan var að tökutíminn hélt sér og frjáls skipting var gefin á þann veg að 4,5 mánuðir voru eyrnamerktir foreldri en afganginn mátti framselja milli foreldra. Vandinn við lengingu fæðingarorlofs er sá að þessi aðgerð ræðst ekki að rótum vandans og eykur en frekar bilið milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Raunin er sú að margir foreldrar hafa ekki kost á því að nýta sér þessa lengingu, vegna þess að foreldri sem lifir ekki á lágmarkslaunum, lifir alls ekki á 80% af þeim tekjum eins og reglugerð fæðingarorlofssjóðs kveður á um. Það er ef að foreldrar eru svo heppnir að fá yfirleitt greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, en námsmenn, fólk í óreglulegri vinnu og fólk í láglaunavinnu getur oft ekki nýtt sér þennan rétt vegna tregðu í regluverki fæðingarorlofssjóðs. Þessi breyting hentaði bara fólki í vel launaðri dagvinnu og hagsmunir barna voru hafðir að engu. Þetta er allt ágæti Ásmundar Einars og hans verka, að auka en frekar lífsgæðabil milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Íslenskt menntakerfi á undir högg að sækja. Í tíð Lilju Alfreðsdóttur hefur til dæmis verið tekið upp eitt leyfisbréf kennara. Sem kennaranema þykir mér það vissulega heillandi hugmynd að læra að verða grunnskólakennari en geta unnið einnig í leik- og framhaldsskóla, en á þessu eru ákveðnir vankantar. Félag framhaldsskólakennara sagði til dæmis að lögin gætu orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara. Það skýtur skökku við, að á sama tíma og við mælumst námslega illa í öllum alþjóðlegum samanburði eigi að grípa til aðgerða sem skerta gæði náms á Íslandi. Lilja kynnti til leiks rafræna ferilbók í byrjun árs 2018, aðgerð sem átti meðal annars að fjölga iðnmenntuðum í landinu og efla iðnnám. Rafræna ferilbókin hefur verið tekin í notkun, en hvar er efling iðnnáms? Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga benti til dæmis á þá alvarlegu stöðu að 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám og að 18 ára og eldri eigi nánast engan möguleika á að komast í iðnnám. Það dugir ekki að tala bara um mikilvægi iðnnáms, það þarf að bregðast við og koma hlutum í verk. Það er eitt í orði og annað á borði. Mismunun barna eftir efnahag foreldra, aðgerðir gegn gæðum íslensks menntakerfis og stöðnun í iðnmenntun. Þetta er framtíðin sem Framsókn býður ungu fólki og öllu fólki í landinu upp á. Það er langt síðan framsókn hætti að vera samvinnuflokkur. Það er langt síðan framsókn hætti að vinna fyrir alla í þjóðfélaginu og það er langt síðan framsókn hætti að sækja fram. Höfundur er foreldri, kennaranemi og skipar 3.sæti á J lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skóla - og menntamál Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2021 Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ítrekað básúnað um ágæti sinna starfa á kjörtímabilinu en þeir eru fátt annað en frasar án innihalds. Lengt fæðingarorlof hljómar vel í orði. Þegar frumvarpið kom fram stóð til að lengja fæðingarorlofið upp í 12 mánuði, en stytta tökutíma úr 24 mánuðum niður í 18, engin frjáls skipting milli foreldra og réttur einstæðra foreldra var ekki tryggður. Lokaniðurstaðan var að tökutíminn hélt sér og frjáls skipting var gefin á þann veg að 4,5 mánuðir voru eyrnamerktir foreldri en afganginn mátti framselja milli foreldra. Vandinn við lengingu fæðingarorlofs er sá að þessi aðgerð ræðst ekki að rótum vandans og eykur en frekar bilið milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Raunin er sú að margir foreldrar hafa ekki kost á því að nýta sér þessa lengingu, vegna þess að foreldri sem lifir ekki á lágmarkslaunum, lifir alls ekki á 80% af þeim tekjum eins og reglugerð fæðingarorlofssjóðs kveður á um. Það er ef að foreldrar eru svo heppnir að fá yfirleitt greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, en námsmenn, fólk í óreglulegri vinnu og fólk í láglaunavinnu getur oft ekki nýtt sér þennan rétt vegna tregðu í regluverki fæðingarorlofssjóðs. Þessi breyting hentaði bara fólki í vel launaðri dagvinnu og hagsmunir barna voru hafðir að engu. Þetta er allt ágæti Ásmundar Einars og hans verka, að auka en frekar lífsgæðabil milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Íslenskt menntakerfi á undir högg að sækja. Í tíð Lilju Alfreðsdóttur hefur til dæmis verið tekið upp eitt leyfisbréf kennara. Sem kennaranema þykir mér það vissulega heillandi hugmynd að læra að verða grunnskólakennari en geta unnið einnig í leik- og framhaldsskóla, en á þessu eru ákveðnir vankantar. Félag framhaldsskólakennara sagði til dæmis að lögin gætu orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara. Það skýtur skökku við, að á sama tíma og við mælumst námslega illa í öllum alþjóðlegum samanburði eigi að grípa til aðgerða sem skerta gæði náms á Íslandi. Lilja kynnti til leiks rafræna ferilbók í byrjun árs 2018, aðgerð sem átti meðal annars að fjölga iðnmenntuðum í landinu og efla iðnnám. Rafræna ferilbókin hefur verið tekin í notkun, en hvar er efling iðnnáms? Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga benti til dæmis á þá alvarlegu stöðu að 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám og að 18 ára og eldri eigi nánast engan möguleika á að komast í iðnnám. Það dugir ekki að tala bara um mikilvægi iðnnáms, það þarf að bregðast við og koma hlutum í verk. Það er eitt í orði og annað á borði. Mismunun barna eftir efnahag foreldra, aðgerðir gegn gæðum íslensks menntakerfis og stöðnun í iðnmenntun. Þetta er framtíðin sem Framsókn býður ungu fólki og öllu fólki í landinu upp á. Það er langt síðan framsókn hætti að vera samvinnuflokkur. Það er langt síðan framsókn hætti að vinna fyrir alla í þjóðfélaginu og það er langt síðan framsókn hætti að sækja fram. Höfundur er foreldri, kennaranemi og skipar 3.sæti á J lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun