Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2021 15:54 Magnús Tumi er prófessor í jarðeðlisfræði. Hér er hann við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. „Þetta er úr eystri Skaftárkatlinum og þau hlaup eru alltaf miklu stærri en þau sem koma úr þeim vestari,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Hlaup úr vestari katlinum hefur staðið yfir síðustu daga en í morgun greindi Veðurstofa Íslands frá því að hlaup úr þeim eystri væri hafið. Magnús Tumi rifjar upp hlaupið sem kom úr eystri katlinum árið 2015, sem var afar kraftmikið. Hann gerir ekki ráð fyrir sama krafti í þessu hlaupi, og telur að það muni frekar svipa til hlaupsins sem varð árið 2018. „Það er ekki eins mikið vatn í katlinum og ekki eins langt síðan það hljóp síðast. En það má reikna með því að þetta verði kannski svipað hlaup og kom fyrir þremur árum,“ segir hann. Hlaup úr vestari katlinum hófst í síðustu viku en nú er hlaup úr þeim eystri hafið. Þau eru alla jafna stærri og kraftmeiri.Vísir/RAX Á ekki von á að þjóðvegurinn sé í bráðri hættu Magnús Tumi segir að Skaftárhlaup teljist ekki til stærstu náttúruatburða sem verði hér á landi. Þeim fylgi þó mikill aur sem dreifist víða, og hlaupin geti lokað vegum. Þá fylgi oft sandfok þegar taki að þorna. „Það er ekki bein lífshætta, nema fólk lendi í einhverjum mjög sérstökum aðstæðum,“ segir hann. Hann gerir ekki ráð fyrir að þjóðvegurinn lokist vegna hlaupsins en Veðurstofan hefur gefið það út að gera megi ráð fyrir að vatn úr hlaupinu nái að þjóðveginum annað kvöld. „Uppi á hálendinu er brennisteinsvetni sem kemur úr vatninu, því þetta er vatn undan Skaftárkatlinum. Ef fólk er nálægt upptökunum eða við Skaftá þá getur fylgt því eitrun. Það er ástæða til að fara að öllu með gát og það borgar sig að lokast ekki inni ef fólk er þarna upp með Skaftá fyrir ofan byggð. Svo má vel vera að þetta trufli göngur sem ég held að eigi að hefjast núna strax eftir helgina,“ segir Magnús Tumi. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
„Þetta er úr eystri Skaftárkatlinum og þau hlaup eru alltaf miklu stærri en þau sem koma úr þeim vestari,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Hlaup úr vestari katlinum hefur staðið yfir síðustu daga en í morgun greindi Veðurstofa Íslands frá því að hlaup úr þeim eystri væri hafið. Magnús Tumi rifjar upp hlaupið sem kom úr eystri katlinum árið 2015, sem var afar kraftmikið. Hann gerir ekki ráð fyrir sama krafti í þessu hlaupi, og telur að það muni frekar svipa til hlaupsins sem varð árið 2018. „Það er ekki eins mikið vatn í katlinum og ekki eins langt síðan það hljóp síðast. En það má reikna með því að þetta verði kannski svipað hlaup og kom fyrir þremur árum,“ segir hann. Hlaup úr vestari katlinum hófst í síðustu viku en nú er hlaup úr þeim eystri hafið. Þau eru alla jafna stærri og kraftmeiri.Vísir/RAX Á ekki von á að þjóðvegurinn sé í bráðri hættu Magnús Tumi segir að Skaftárhlaup teljist ekki til stærstu náttúruatburða sem verði hér á landi. Þeim fylgi þó mikill aur sem dreifist víða, og hlaupin geti lokað vegum. Þá fylgi oft sandfok þegar taki að þorna. „Það er ekki bein lífshætta, nema fólk lendi í einhverjum mjög sérstökum aðstæðum,“ segir hann. Hann gerir ekki ráð fyrir að þjóðvegurinn lokist vegna hlaupsins en Veðurstofan hefur gefið það út að gera megi ráð fyrir að vatn úr hlaupinu nái að þjóðveginum annað kvöld. „Uppi á hálendinu er brennisteinsvetni sem kemur úr vatninu, því þetta er vatn undan Skaftárkatlinum. Ef fólk er nálægt upptökunum eða við Skaftá þá getur fylgt því eitrun. Það er ástæða til að fara að öllu með gát og það borgar sig að lokast ekki inni ef fólk er þarna upp með Skaftá fyrir ofan byggð. Svo má vel vera að þetta trufli göngur sem ég held að eigi að hefjast núna strax eftir helgina,“ segir Magnús Tumi.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08