Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Snorri Másson skrifar 4. september 2021 19:00 Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls á hálendi Íslands. Mikel Bilbao/VW PICS/Universal Images Group via Getty Images Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. Askja gaus síðast árið 1961. Eldstöðin hefur lítið látið finna fyrir sér síðan þá og landið hefur sigið jafnt og þétt frá 1983. Núna hefur orðið viðsnúningur og landið er tekið að rísa á ný. Ef gos hefst í Öskju verður það aðeins um 20 kílómetrum frá Holuhrauni, þar sem gos hófst í ágúst árið 2014, síðasta eldgos á landinu á undan því sem nú stendur yfir í Fagradalsfjalli. Þökk sé gosinu í Holuhrauninu búa almannavarnir yfir góðri reynslu þegar kemur að því að tryggja öryggi á hálendinu. Þar er nokkuð um ferðamenn á sumrin en enn þykir ekki ástæða til að ráða fólki frá ferðalögum vegna landrissins. „Það þarf þá að vera í rauninni skýrari merki um breytingar, meiri þenslu, aukna jarðskjálftavirkni. Þegar við höfðum samband við Lögregluna á Austurlandi minntumst við á að ef einhver er þarna á ferðinni taki eftir auknum jarðhita eða öðrum breytingum, að tilkynna það. En þetta er á því stigi að við erum bara frekar róleg yfir þessu og fylgjumst bara með þróuninni,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Öskugos árið 1875 Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar og merki eru um lítillega breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands segir að það þurfi ekki endilega að þýða að það sé að koma gos. „Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar.“ Sprengigos eða öskugos eru ólíkleg, þótt meiriháttar öskugos hafi orðið í Öskju árið 1875. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað.“ Eldgos og jarðhræringar Hálendisþjóðgarður Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Askja gaus síðast árið 1961. Eldstöðin hefur lítið látið finna fyrir sér síðan þá og landið hefur sigið jafnt og þétt frá 1983. Núna hefur orðið viðsnúningur og landið er tekið að rísa á ný. Ef gos hefst í Öskju verður það aðeins um 20 kílómetrum frá Holuhrauni, þar sem gos hófst í ágúst árið 2014, síðasta eldgos á landinu á undan því sem nú stendur yfir í Fagradalsfjalli. Þökk sé gosinu í Holuhrauninu búa almannavarnir yfir góðri reynslu þegar kemur að því að tryggja öryggi á hálendinu. Þar er nokkuð um ferðamenn á sumrin en enn þykir ekki ástæða til að ráða fólki frá ferðalögum vegna landrissins. „Það þarf þá að vera í rauninni skýrari merki um breytingar, meiri þenslu, aukna jarðskjálftavirkni. Þegar við höfðum samband við Lögregluna á Austurlandi minntumst við á að ef einhver er þarna á ferðinni taki eftir auknum jarðhita eða öðrum breytingum, að tilkynna það. En þetta er á því stigi að við erum bara frekar róleg yfir þessu og fylgjumst bara með þróuninni,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Öskugos árið 1875 Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar og merki eru um lítillega breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands segir að það þurfi ekki endilega að þýða að það sé að koma gos. „Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar.“ Sprengigos eða öskugos eru ólíkleg, þótt meiriháttar öskugos hafi orðið í Öskju árið 1875. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað.“
Eldgos og jarðhræringar Hálendisþjóðgarður Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22
Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58