Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu Tryggvi Páll Tryggvason og Árni Sæberg skrifa 4. september 2021 17:39 Þó nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um brandara sem frambjóðandi Flokk fólksins lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis. Vísir/Vilhelm Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum. Eyjólfur tók þátt í oddvitaáskorun Vísis í dag þar sem frambjóðendum fyrir komandi Alþingiskosningar er boðið að kynna sig á léttan hátt. Frambjóðendur eru meðal annars beðnir um að segja frá „besta fimmaurabrandaranum“. Brandarinn sem Eyjólfur kom með var á þessa leið: „Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“ Brandarinn hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem Eyjólfur hefur meðal annars verið sakaður um hatursorðræðu í garð Pólverja. “Þetta er nú bara brandari hehehe”. Nei, þetta er hatursorðræða. https://t.co/NtvbIiNpQD— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) September 4, 2021 Ekki „brandari” í mínum huga, þetta er bara hatursorðræða og ekkert annað. Pólverjar eða fólk af pólskum ættum er 10% af þeim fjölda sem býr á Íslandi. Það er engan veginn í lagi að þau þurfi að líða svona orðræðu frá frambjóðanda til Alþingis. Þetta er fyrir neðan allar hellur.— Heiða (@ragnheidur_kr) September 4, 2021 Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að hann fái ekki betur séð en „að brandarinn, ef brandara skyldi kalla, sé smekklaus með öllu“. „Menn verða auðvitað eiga það við sjálfan sig hvað þeir láta út úr sér og ég tala nú ekki um þegar svona stutt er til kosninga. Maður skildi ætla að Flokkur fólksins, hafi ekki erindi sem erfiði meðal Pólverja á Íslandi í komandi kosningum. Ummælin dæma sig því sjálf og ekkert meira um það segja,“ segir Alexander ennfremur. Inga Sæland segir framlag Pólverja til samfélagsins mikilvægt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði ekki heyrt af málinu né umræðu um það þegar blaðamaður Vísis spjallaði við hana fyrr í dag. Hún telur að Eyjólfur hafi ekki meint neitt illt með brandaranum. Þá segir Inga að framlag Pólverja til íslensks samfélags sé mikilvægt. „Ég veit ekki betur en að átta prósent þjóðarinnar séu einmitt ættuð þaðan og séu búin að koma okkar efnahagsmálum ekki síst þangað sem þau hafa verið og hjálpað okkur að smyrja hjól atvinnulífsins algjörlega eins og þau mögulega geta þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gera annað en að gleðjast yfir þeim,“ segir Inga Sæland. Alþingiskosningar 2021 Innflytjendamál Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Eyjólfur tók þátt í oddvitaáskorun Vísis í dag þar sem frambjóðendum fyrir komandi Alþingiskosningar er boðið að kynna sig á léttan hátt. Frambjóðendur eru meðal annars beðnir um að segja frá „besta fimmaurabrandaranum“. Brandarinn sem Eyjólfur kom með var á þessa leið: „Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“ Brandarinn hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem Eyjólfur hefur meðal annars verið sakaður um hatursorðræðu í garð Pólverja. “Þetta er nú bara brandari hehehe”. Nei, þetta er hatursorðræða. https://t.co/NtvbIiNpQD— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) September 4, 2021 Ekki „brandari” í mínum huga, þetta er bara hatursorðræða og ekkert annað. Pólverjar eða fólk af pólskum ættum er 10% af þeim fjölda sem býr á Íslandi. Það er engan veginn í lagi að þau þurfi að líða svona orðræðu frá frambjóðanda til Alþingis. Þetta er fyrir neðan allar hellur.— Heiða (@ragnheidur_kr) September 4, 2021 Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að hann fái ekki betur séð en „að brandarinn, ef brandara skyldi kalla, sé smekklaus með öllu“. „Menn verða auðvitað eiga það við sjálfan sig hvað þeir láta út úr sér og ég tala nú ekki um þegar svona stutt er til kosninga. Maður skildi ætla að Flokkur fólksins, hafi ekki erindi sem erfiði meðal Pólverja á Íslandi í komandi kosningum. Ummælin dæma sig því sjálf og ekkert meira um það segja,“ segir Alexander ennfremur. Inga Sæland segir framlag Pólverja til samfélagsins mikilvægt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði ekki heyrt af málinu né umræðu um það þegar blaðamaður Vísis spjallaði við hana fyrr í dag. Hún telur að Eyjólfur hafi ekki meint neitt illt með brandaranum. Þá segir Inga að framlag Pólverja til íslensks samfélags sé mikilvægt. „Ég veit ekki betur en að átta prósent þjóðarinnar séu einmitt ættuð þaðan og séu búin að koma okkar efnahagsmálum ekki síst þangað sem þau hafa verið og hjálpað okkur að smyrja hjól atvinnulífsins algjörlega eins og þau mögulega geta þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gera annað en að gleðjast yfir þeim,“ segir Inga Sæland.
„Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“
Alþingiskosningar 2021 Innflytjendamál Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent