Börnin vigti matarleifar sínar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 4. september 2021 14:01 Þátttaka í að minnka matarsóun er skemmtilegt verkefni fyrir börn. Skólar sem eru skilgreindir grænir skólar eru með ýmis verkefni fyrir börn til að vekja þau til vitundar um mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun í nærumhverfinu og setja sér skýr markmið í umhverfismálum. Dæmi um verkefni er að skólar kanni matarsóun í mötuneyti skóla sinna t.d. með því að nemendur vigti matinn sem þau sjálf leifa og haldi yfir það skráningu. Niðurstöður má nota til að reikna út hversu miklum mat er hent á heilu skólaári. Með því að fá upplýsingar hjá matráði hvað einn matarskammtur kostar er hægt að reikna út hversu miklum verðmætum er hent. Börnin sjá þannig sóunina ef hún er fyrir hendi. Ef barn fær að skammta sér sjálft, þykir maturinn góður og hefur næði og nægan tíma til að borða hann er líklegt að sóun minnki. Börn njóta sín best í umhverfi þar sem þau fá að skapa, finna hugmyndum sínum farveg og framkvæma sjálf hlutina eftir því sem aldur og þroski leyfa. Það er skylda okkar og ábyrgð að gefa öllum börnum í Reykjavík möguleika á að vinna með umhverfisþætti í enn ríkari mæli en nú er gert. Þessi mál varða framtíðina og framtíðin er barnanna. Ef börn fá tækifæri til að snerta sjálf á málum, koma með tillögur og leiðir, er líklegt að þau muni beita sér enn frekar fyrir málstaðinn. Þátttaka barna í verkefni um matarsóun og útrýmingu plasts eru dæmi um verkefni sem börnum þykir almennt gaman að fást við. Ég hef rætt þessi mál í borgarstjórn og t.d. lagt fram tillögu um að allir skólar verði Grænfánaskólar en sú tillaga var felld. Nokkrir skólar í Reykjavík eru Grænfánaskólar en aðrir skilgreina sig sem heilsueflandi skóla án þess að hafa Grænfánavottun. Markmið borgarinnar á skilyrðislaust að miðast að því að gera öllum leik- og grunnskólum borgarinnar kleift, m.a. fjárhagslega, að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfáninn). Fáninn er skýr mælikvarði og merki um að skóli hafi náð ákveðnu viðmiði í umhverfismálum. Sjálfsagt er að nota þennan mælikvarða sem nú þegar hefur verið búinn til og þróaður. Árið 2018 óskaði ég eftir upplýsingum um hvað það kostar að verða Grænfánaskóli. Kostnaður við að gerast Grænfánaskóli var þá 135 krónur á hvern nemanda skólans en þó að lágmarki 25.000 kr. á skóla og að hámarki 75.000 kr. Ef skólar eru á fleiri en einni starfsstöð þá eru greiddar 10.000 kr. fyrir hverja starfsstöð en hámarksgreiðslan einungis greidd einu sinni. Ekki fengust upplýsingar hjá skóla- og frístundaráði hver kostnaður er núna við það að gerast Grænfánaskóli. Ég lagði fram á fundi skóla- og frístundaráðs 24. ágúst sl. eftirfarandi fyrirspurnir um mötuneytismál í grunnskólum Reykjavíkur Hvernig er rekstrarformi/fyrirkomulagi mötuneyta háttað? Í hversu mörgum skólum skömmtuðu börnin sér sjálf (fyrir COVID)? Hvernig er fjölbreyttum matseðli náð?Í hversu mörgum skólum er boðið upp á ávexti og grænmeti með matnum? Í hversu mörgum skólum vigta börnin sjálf og skrá það sem þau leifa? Hafa börnin verið spurð um hvað þau vilja helst borða í skólanum? Hvað er mikil matarsóun í grunnskólum Reykjavíkur? Hversu miklum mat er hent? Óskað er að svarið sé í samræmi við leiðbeiningar sem Evrópusambandið hefur gefið út um samræmda aðferðarfræði sem nota ber við að mæla matarsóun en hefja átti slíkar mælingar 2020 (sjá Skýrslu starfshóps um Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun, gefið út af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu). Fyrirspurnunum var vísað til skóla- og frístundaráðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Grunnskólar Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka í að minnka matarsóun er skemmtilegt verkefni fyrir börn. Skólar sem eru skilgreindir grænir skólar eru með ýmis verkefni fyrir börn til að vekja þau til vitundar um mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun í nærumhverfinu og setja sér skýr markmið í umhverfismálum. Dæmi um verkefni er að skólar kanni matarsóun í mötuneyti skóla sinna t.d. með því að nemendur vigti matinn sem þau sjálf leifa og haldi yfir það skráningu. Niðurstöður má nota til að reikna út hversu miklum mat er hent á heilu skólaári. Með því að fá upplýsingar hjá matráði hvað einn matarskammtur kostar er hægt að reikna út hversu miklum verðmætum er hent. Börnin sjá þannig sóunina ef hún er fyrir hendi. Ef barn fær að skammta sér sjálft, þykir maturinn góður og hefur næði og nægan tíma til að borða hann er líklegt að sóun minnki. Börn njóta sín best í umhverfi þar sem þau fá að skapa, finna hugmyndum sínum farveg og framkvæma sjálf hlutina eftir því sem aldur og þroski leyfa. Það er skylda okkar og ábyrgð að gefa öllum börnum í Reykjavík möguleika á að vinna með umhverfisþætti í enn ríkari mæli en nú er gert. Þessi mál varða framtíðina og framtíðin er barnanna. Ef börn fá tækifæri til að snerta sjálf á málum, koma með tillögur og leiðir, er líklegt að þau muni beita sér enn frekar fyrir málstaðinn. Þátttaka barna í verkefni um matarsóun og útrýmingu plasts eru dæmi um verkefni sem börnum þykir almennt gaman að fást við. Ég hef rætt þessi mál í borgarstjórn og t.d. lagt fram tillögu um að allir skólar verði Grænfánaskólar en sú tillaga var felld. Nokkrir skólar í Reykjavík eru Grænfánaskólar en aðrir skilgreina sig sem heilsueflandi skóla án þess að hafa Grænfánavottun. Markmið borgarinnar á skilyrðislaust að miðast að því að gera öllum leik- og grunnskólum borgarinnar kleift, m.a. fjárhagslega, að taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfáninn). Fáninn er skýr mælikvarði og merki um að skóli hafi náð ákveðnu viðmiði í umhverfismálum. Sjálfsagt er að nota þennan mælikvarða sem nú þegar hefur verið búinn til og þróaður. Árið 2018 óskaði ég eftir upplýsingum um hvað það kostar að verða Grænfánaskóli. Kostnaður við að gerast Grænfánaskóli var þá 135 krónur á hvern nemanda skólans en þó að lágmarki 25.000 kr. á skóla og að hámarki 75.000 kr. Ef skólar eru á fleiri en einni starfsstöð þá eru greiddar 10.000 kr. fyrir hverja starfsstöð en hámarksgreiðslan einungis greidd einu sinni. Ekki fengust upplýsingar hjá skóla- og frístundaráði hver kostnaður er núna við það að gerast Grænfánaskóli. Ég lagði fram á fundi skóla- og frístundaráðs 24. ágúst sl. eftirfarandi fyrirspurnir um mötuneytismál í grunnskólum Reykjavíkur Hvernig er rekstrarformi/fyrirkomulagi mötuneyta háttað? Í hversu mörgum skólum skömmtuðu börnin sér sjálf (fyrir COVID)? Hvernig er fjölbreyttum matseðli náð?Í hversu mörgum skólum er boðið upp á ávexti og grænmeti með matnum? Í hversu mörgum skólum vigta börnin sjálf og skrá það sem þau leifa? Hafa börnin verið spurð um hvað þau vilja helst borða í skólanum? Hvað er mikil matarsóun í grunnskólum Reykjavíkur? Hversu miklum mat er hent? Óskað er að svarið sé í samræmi við leiðbeiningar sem Evrópusambandið hefur gefið út um samræmda aðferðarfræði sem nota ber við að mæla matarsóun en hefja átti slíkar mælingar 2020 (sjá Skýrslu starfshóps um Tillögur að aðgerðum gegn matarsóun, gefið út af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu). Fyrirspurnunum var vísað til skóla- og frístundaráðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun