Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 22:21 Adam Geir brotnaði á þremur hryggjarliðum eftir að hann reyndi að leika Sveppadýfuna eftir. Vísir Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. Sveppadýfan svokallaða hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla undanfarið eftir að fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, birti myndband af Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi, kasta sér út í sjó með höfuðið fyrst. Fjöldi fólks hefur leikið dýfuna eftir en farið misvel. Adam Geir Gústafsson var staddur í sundlauginni á Patreksfirði 17. ágúst þar sem hann endurtók leik Sveppa en áttaði sig ekki á því hve grunn laugin er. „Ég fer með hausinn í botninn og heyri í hryggnum og hálsinum, brakið og allt saman í vatninu, af því að maður heyrir hljóð öðru vísi í vatni. Ég stend upp og þá segir skipstjórinn að ég sé allur úti í blóði,“ segir Adam í samtali við fréttastofu. Adam þakkar fyrir að læknirinn á Patreksfirði hafi verið á staðnum og að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið skammt undan sem flutti hann á Landspítalann. „Ég fékk kraga strax, læknirinn var mjög seigur þar, ég er mjög ánægður með hann. Hann áttaði sig fljótt á þessu af því að verkurinn var svo mikill í hálsinum.“ Í ljós kom að þrír hryggjarliðir voru brotnir hjá Adam. Hann er nú rúmliggjandi, má sig hvergi hreyfa, og verður það næstu fjórar vikur í það minnsta. „Af því að þetta er svo nálægt taugunum og öllu saman þá getur maður ef maður gerir of mikið þá er alltaf hætta á því að lamast,“ segir Adam. Hann hvetur fólk til að reyna ekki á Sveppadýfuna. „Krakkar og fólk, endilega passið ykkur á þessu sveppadýfudóti og ég mæli ekki með þessu. Innilega ekki.“ Vesturbyggð Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Sveppadýfan svokallaða hefur farið eins og eldur í sinu um netmiðla undanfarið eftir að fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, birti myndband af Sverri Þór Sverrissyni, sem er betur þekktur sem Sveppi, kasta sér út í sjó með höfuðið fyrst. Fjöldi fólks hefur leikið dýfuna eftir en farið misvel. Adam Geir Gústafsson var staddur í sundlauginni á Patreksfirði 17. ágúst þar sem hann endurtók leik Sveppa en áttaði sig ekki á því hve grunn laugin er. „Ég fer með hausinn í botninn og heyri í hryggnum og hálsinum, brakið og allt saman í vatninu, af því að maður heyrir hljóð öðru vísi í vatni. Ég stend upp og þá segir skipstjórinn að ég sé allur úti í blóði,“ segir Adam í samtali við fréttastofu. Adam þakkar fyrir að læknirinn á Patreksfirði hafi verið á staðnum og að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið skammt undan sem flutti hann á Landspítalann. „Ég fékk kraga strax, læknirinn var mjög seigur þar, ég er mjög ánægður með hann. Hann áttaði sig fljótt á þessu af því að verkurinn var svo mikill í hálsinum.“ Í ljós kom að þrír hryggjarliðir voru brotnir hjá Adam. Hann er nú rúmliggjandi, má sig hvergi hreyfa, og verður það næstu fjórar vikur í það minnsta. „Af því að þetta er svo nálægt taugunum og öllu saman þá getur maður ef maður gerir of mikið þá er alltaf hætta á því að lamast,“ segir Adam. Hann hvetur fólk til að reyna ekki á Sveppadýfuna. „Krakkar og fólk, endilega passið ykkur á þessu sveppadýfudóti og ég mæli ekki með þessu. Innilega ekki.“
Vesturbyggð Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira