Breytingarnar verða að koma frá okkur Drífa Snædal skrifar 3. september 2021 15:00 Kosningabaráttan er nú í algleymi og Alþýðusambandið lætur ekki sitt eftir liggja í þeirri samfélagsumræðu sem fylgir. Markmið okkar er að kjósendur séu eins vel upplýstir um eigin hagsmuni og mögulegt er og frambjóðendur þurfi að standa skil á þeim málefnum sem brenna helst á launafólki. Í vor lögðum við línurnar um stóru málin; afkomuöryggi, húsnæðismál, heilbrigðismál, menntamál og jöfnuð og það er ánægjulegt að sjá okkar málflutning vera ofarlega á baugi í lýðræðisumræðunni. Í kjölfarið höfum við átt opið samtal við formenn eða fulltrúa allra flokka sem mælast inni á þingi, nú um mundir má hlusta á hlaðvarpsþætti um hvern málaflokk í hlaðvarpi ASÍ og á fimmtudag í næstu viku þann 9. september kl. 11 eru allir formennirnir boðaðir í pallborðsumræðu sem verður í opinni dagskrá á netinu. Við hvetjum launafólk og almenning allan til að fylgjast vel með og ekki síst nýta atkvæðisréttinn sinn í komandi kosningum. Kynferðislegt ofbeldi og áreitni er staðreynd og litar stöðu kynjanna í okkar samfélagi. Á miðstjórnarfundi ASÍ síðastliðinn miðvikudag kynnti Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins nýja könnun um mál sem koma inn á borð stéttarfélaga og varða kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi og einelti. Ljóst er að aðildarfélög ASÍ og trúnaðarmenn á vinnustöðum þurfa aukinn stuðning og fræðslu til að aðstoða þolendur og jafnvel gerendur þegar upp koma mál á vinnustöðum eða í tengslum við þá. ASÍ mun á næstunni auka fræðslu og þekkingu og nesta aðildarfélögin enn frekar en nú er gert. Verkalýðshreyfingin þarf og ætlar sér að vera hluti af þeirri menningarbreytingu sem nauðsynleg er, bæði til að sinna sínu hlutverki gagnvart félagsmönnum og axla ábyrgð á öryggi fólks í víðtæku félagsstarfi innan hreyfingarinnar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er nú í algleymi og Alþýðusambandið lætur ekki sitt eftir liggja í þeirri samfélagsumræðu sem fylgir. Markmið okkar er að kjósendur séu eins vel upplýstir um eigin hagsmuni og mögulegt er og frambjóðendur þurfi að standa skil á þeim málefnum sem brenna helst á launafólki. Í vor lögðum við línurnar um stóru málin; afkomuöryggi, húsnæðismál, heilbrigðismál, menntamál og jöfnuð og það er ánægjulegt að sjá okkar málflutning vera ofarlega á baugi í lýðræðisumræðunni. Í kjölfarið höfum við átt opið samtal við formenn eða fulltrúa allra flokka sem mælast inni á þingi, nú um mundir má hlusta á hlaðvarpsþætti um hvern málaflokk í hlaðvarpi ASÍ og á fimmtudag í næstu viku þann 9. september kl. 11 eru allir formennirnir boðaðir í pallborðsumræðu sem verður í opinni dagskrá á netinu. Við hvetjum launafólk og almenning allan til að fylgjast vel með og ekki síst nýta atkvæðisréttinn sinn í komandi kosningum. Kynferðislegt ofbeldi og áreitni er staðreynd og litar stöðu kynjanna í okkar samfélagi. Á miðstjórnarfundi ASÍ síðastliðinn miðvikudag kynnti Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins nýja könnun um mál sem koma inn á borð stéttarfélaga og varða kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi og einelti. Ljóst er að aðildarfélög ASÍ og trúnaðarmenn á vinnustöðum þurfa aukinn stuðning og fræðslu til að aðstoða þolendur og jafnvel gerendur þegar upp koma mál á vinnustöðum eða í tengslum við þá. ASÍ mun á næstunni auka fræðslu og þekkingu og nesta aðildarfélögin enn frekar en nú er gert. Verkalýðshreyfingin þarf og ætlar sér að vera hluti af þeirri menningarbreytingu sem nauðsynleg er, bæði til að sinna sínu hlutverki gagnvart félagsmönnum og axla ábyrgð á öryggi fólks í víðtæku félagsstarfi innan hreyfingarinnar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun