Raunhæfar lausnir gegn loftslagsvá til framtíðar Elín Björk Jónasdóttir og Sigurður Loftur Thorlacius skrifa 2. september 2021 19:30 Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Við sjáum hitamet falla svo um munar á hverju ári og loftslagsflóttamönnum fjölgar. Það er orðið ljóst að loftslagsvá vofir ekki einungis yfir kynslóðum framtíðar heldur ógnar hún okkur í dag, hér og nú. Sporna þarf við henni með öllum tiltækum ráðum því líf og farsæld okkar allra veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Með fyrsta hluta sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem kom út í byrjun ágúst er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug, jafnvel fyrr. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni, sem gerir ráð fyrir mjög hröðum samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná hlýnun aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Í þessari sviðsmynd dregur öll heimsbyggðin úr losun um 50% fyrir 2035, nær kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og nær fyrir lok aldarinnar upp bindingu sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Við þurfum að taka okkur verulega á, á öllum vígstöðvum, ef sú sviðsmynd á að rætast. Verkefnið er stórt en þó ekki óyfirstíganlegt. Á Íslandi þarf að fasa út allt jarðefnaeldsneyti með orkuskiptum í iðnaði og í samgöngum á láði, legi og í lofti. Endurheimta þarf votlendi og vistkerfi á gríðarstórum skala, sem og að auka skógrækt og landgræðslu. Í nýsamþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á metnaðarfull en raunhæf markmið og róttækar aðgerðir með jöfnuð að leiðarljósi. Ísland á að setja sér sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 2005 og leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni. Efla þarf stjórnsýslu loftslagsmála og byggja aðgerðir á samvinnu hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Auka þarf stuðning við rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar tækni. Efla þarf almenningssamgöngur á landinu öllu, flýta banni á nýskráningu bensín- og dísilbíla og lögfesta bann við olíuleit. Nota þarf bæði ívilnanir og kolefnisgjöld en tryggja á sama tíma réttlát umskipti, að aðgerðir bitni ekki hlutfallslega meira á efnaminna fólki. Auka þarf stuðning við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá með jöfnuð að leiðarljósi. Öll heimsbyggðin þarf að ná kolefnishlutleysi en ekki er réttlætanlegt að hamla hagvexti og aukningu lífsgæða í þróunarríkjum því skaðinn sem loftslagið hefur hlotið er að mestu af völdum þróaðra ríkja. Vandinn er margþættur og engar töfralausnir eru til staðar. Talsvert hefur áunnist í loftslagsmálum á yfirstandandi kjörtímabili. Í fyrsta sinn var gefin út fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hún síðan uppfærð. Nú er ljóst að við verðum að gera ennþá meira og vinna ennþá hraðar. Það skiptir máli hver stjórnar og loftslagsmálin eru í forgangi hjá Vinstri grænum, nú sem endranær. Með nýrri stefnu höfum við aukið metnaðinn enn frekar því okkur ber að bregðast við loftslagsvá með afdráttarlausum hætti. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og í 8. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur og fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, er í 11. sæti á sama lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Við sjáum hitamet falla svo um munar á hverju ári og loftslagsflóttamönnum fjölgar. Það er orðið ljóst að loftslagsvá vofir ekki einungis yfir kynslóðum framtíðar heldur ógnar hún okkur í dag, hér og nú. Sporna þarf við henni með öllum tiltækum ráðum því líf og farsæld okkar allra veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Með fyrsta hluta sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem kom út í byrjun ágúst er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug, jafnvel fyrr. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni, sem gerir ráð fyrir mjög hröðum samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná hlýnun aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Í þessari sviðsmynd dregur öll heimsbyggðin úr losun um 50% fyrir 2035, nær kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og nær fyrir lok aldarinnar upp bindingu sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Við þurfum að taka okkur verulega á, á öllum vígstöðvum, ef sú sviðsmynd á að rætast. Verkefnið er stórt en þó ekki óyfirstíganlegt. Á Íslandi þarf að fasa út allt jarðefnaeldsneyti með orkuskiptum í iðnaði og í samgöngum á láði, legi og í lofti. Endurheimta þarf votlendi og vistkerfi á gríðarstórum skala, sem og að auka skógrækt og landgræðslu. Í nýsamþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á metnaðarfull en raunhæf markmið og róttækar aðgerðir með jöfnuð að leiðarljósi. Ísland á að setja sér sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 2005 og leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni. Efla þarf stjórnsýslu loftslagsmála og byggja aðgerðir á samvinnu hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Auka þarf stuðning við rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar tækni. Efla þarf almenningssamgöngur á landinu öllu, flýta banni á nýskráningu bensín- og dísilbíla og lögfesta bann við olíuleit. Nota þarf bæði ívilnanir og kolefnisgjöld en tryggja á sama tíma réttlát umskipti, að aðgerðir bitni ekki hlutfallslega meira á efnaminna fólki. Auka þarf stuðning við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá með jöfnuð að leiðarljósi. Öll heimsbyggðin þarf að ná kolefnishlutleysi en ekki er réttlætanlegt að hamla hagvexti og aukningu lífsgæða í þróunarríkjum því skaðinn sem loftslagið hefur hlotið er að mestu af völdum þróaðra ríkja. Vandinn er margþættur og engar töfralausnir eru til staðar. Talsvert hefur áunnist í loftslagsmálum á yfirstandandi kjörtímabili. Í fyrsta sinn var gefin út fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hún síðan uppfærð. Nú er ljóst að við verðum að gera ennþá meira og vinna ennþá hraðar. Það skiptir máli hver stjórnar og loftslagsmálin eru í forgangi hjá Vinstri grænum, nú sem endranær. Með nýrri stefnu höfum við aukið metnaðinn enn frekar því okkur ber að bregðast við loftslagsvá með afdráttarlausum hætti. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og í 8. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur og fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, er í 11. sæti á sama lista.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun