Má bjóða þér að bíða? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 2. september 2021 07:01 Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Að ríkið greiði fyrir þjónustuna þarf hins vegar ekki að þýða að bara ríkið megi veita þjónustuna. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Helsta arfleið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlagi sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Afleiðingin er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar grundvallarþjónusta er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er óboðleg staða. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, talmeinafræðingum o.fl. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Lappirnar dregnar Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og býr við óvissu og álag vegna langrar biðar. Um helmingi fleiri hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista eftir hnéaðgerðum núna en voru í upphafi kjörtímabilsins. Biðlistar eru auðvitað ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður vitaskuld ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. En sú stefna að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar því miður á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Foreldrar barna, sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Samstarf skilar árangri Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti um þessa stefnu allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu VG. Viðreisn vill að við einblínum á þjónustu fremur en rekstarform. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Við upplifðum gott samtarf opinbera kerfisins og fulltrúa einkaframtaksins að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Við nýttum einfaldlega krafta þeirra fagaðila sem hér starfa og það reyndist vitaskuld þjóna hagsmunum almennings vel. Viðreisn vill að við gefum gaum þeim tækifærum sem eru í heilbrigðisþjónustunni og hættum að bjóða fólki upp á sífellda bið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Að ríkið greiði fyrir þjónustuna þarf hins vegar ekki að þýða að bara ríkið megi veita þjónustuna. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Helsta arfleið ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlagi sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Afleiðingin er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar grundvallarþjónusta er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er óboðleg staða. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, talmeinafræðingum o.fl. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Lappirnar dregnar Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og býr við óvissu og álag vegna langrar biðar. Um helmingi fleiri hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista eftir hnéaðgerðum núna en voru í upphafi kjörtímabilsins. Biðlistar eru auðvitað ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður vitaskuld ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. En sú stefna að lengja biðlista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar því miður á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Foreldrar barna, sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Samstarf skilar árangri Ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti um þessa stefnu allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu VG. Viðreisn vill að við einblínum á þjónustu fremur en rekstarform. Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Við upplifðum gott samtarf opinbera kerfisins og fulltrúa einkaframtaksins að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Við nýttum einfaldlega krafta þeirra fagaðila sem hér starfa og það reyndist vitaskuld þjóna hagsmunum almennings vel. Viðreisn vill að við gefum gaum þeim tækifærum sem eru í heilbrigðisþjónustunni og hættum að bjóða fólki upp á sífellda bið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun