Skæð tölvuóværa ræðst á Facebook-víkinga Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2021 15:40 Þessi uppsprettigluggi sem dúkkar upp í sífellu er að gera pennaglaða á Facebook gráhærða. Rithöfundarnir Illugi Jökulsson, Villi naglbítur, Andri Snær Magnason, sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason og stjórnmálamaðurinn Sigmar Guðmundsson eiga það sameiginlegt að hafa mátt glíma við þrálátan og ótrúlega þreytandi óværu á Facebook. Óværan lýsir sér þannig að hún vill skjóta upp kollinum ótt og títt þegar menn ýmist skruna yfir veituna eða skrifa eitthvað inn á og stöðva allar aðgerðir með glugga sem sprettur upp og sjá má á myndinni hér ofar. Egill hefur við illan leik sett inn færslu þar sem hann greinir frá þessu. „Villumeldingin sem skýst upp á Facebook síðu minni á 10-30 sekúndna fresti er komin aftur eftir að hafa horfið í gærkvöldi,“ segir Egill og nefnir að ýmsir vinir hans hafi mátt eiga við þetta óþolandi fyrirbæri. „Sigmar [Guðmundsson] veltir því fyrir sér í pósti til mín hvort þetta sé tilraun til að þagga niður í hinum talandi stéttum,“ segir Egill bæði í gríni og alvöru. En svo virðist sem þeir sem helst hafa mátt eiga við hinn óboðna gest séu þeir sem eru pennaglaðir og atkvæðamiklir á samfélagsmiðlinum, sannkallaðir Facebook-víkingar og hafi marga á vinalista. Segjast verður að umræðan á þessum helsta samfélagsmiðli á Íslandi er ekki söm því vart er hægt að rita þar orð án þess að óværan stöðvi menn í miðri setningu. Hvort sem það er til hins betra eða verra. Um er að ræða þekkt fyrirbæri á alþjóðavísu og bent hefur verið á hvernig hugsanlega megi ráða megi bót á þessum vanda. En við rannsóknir blaðamanns og í samráði við sérfróða tæknimenn þá er djúpt á því hvernig megi komast hjá og losna við óværuna. Það sem blaðamaður sem hér skrifar hefur reynt er að opna Facebook á öðrum vafra, á „incognito-stillingu“, útskrá, skipta um lykilorð, eyða vafrasögu síðustu sjö daga en ekkert hefur dugað. Auk þess sem ábending hefur verið send til Facebook. Þessi vandi er til umræðu á Reddit-síðu sem tileinkuð er Facebook en ekkert hefur enn heyrst frá fyrirtækinu, hvorki þar né annars staðar, sem varðar þennan óboðna og hvimleiða gest sem sannarlega reynir á taugar þeirra sem mega við hann eiga. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Óværan lýsir sér þannig að hún vill skjóta upp kollinum ótt og títt þegar menn ýmist skruna yfir veituna eða skrifa eitthvað inn á og stöðva allar aðgerðir með glugga sem sprettur upp og sjá má á myndinni hér ofar. Egill hefur við illan leik sett inn færslu þar sem hann greinir frá þessu. „Villumeldingin sem skýst upp á Facebook síðu minni á 10-30 sekúndna fresti er komin aftur eftir að hafa horfið í gærkvöldi,“ segir Egill og nefnir að ýmsir vinir hans hafi mátt eiga við þetta óþolandi fyrirbæri. „Sigmar [Guðmundsson] veltir því fyrir sér í pósti til mín hvort þetta sé tilraun til að þagga niður í hinum talandi stéttum,“ segir Egill bæði í gríni og alvöru. En svo virðist sem þeir sem helst hafa mátt eiga við hinn óboðna gest séu þeir sem eru pennaglaðir og atkvæðamiklir á samfélagsmiðlinum, sannkallaðir Facebook-víkingar og hafi marga á vinalista. Segjast verður að umræðan á þessum helsta samfélagsmiðli á Íslandi er ekki söm því vart er hægt að rita þar orð án þess að óværan stöðvi menn í miðri setningu. Hvort sem það er til hins betra eða verra. Um er að ræða þekkt fyrirbæri á alþjóðavísu og bent hefur verið á hvernig hugsanlega megi ráða megi bót á þessum vanda. En við rannsóknir blaðamanns og í samráði við sérfróða tæknimenn þá er djúpt á því hvernig megi komast hjá og losna við óværuna. Það sem blaðamaður sem hér skrifar hefur reynt er að opna Facebook á öðrum vafra, á „incognito-stillingu“, útskrá, skipta um lykilorð, eyða vafrasögu síðustu sjö daga en ekkert hefur dugað. Auk þess sem ábending hefur verið send til Facebook. Þessi vandi er til umræðu á Reddit-síðu sem tileinkuð er Facebook en ekkert hefur enn heyrst frá fyrirtækinu, hvorki þar né annars staðar, sem varðar þennan óboðna og hvimleiða gest sem sannarlega reynir á taugar þeirra sem mega við hann eiga.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira