Biðlistar eða besta land í heimi – kjósum ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 1. september 2021 15:30 Finnst einhverjum ásættanlegt að búa í samfélagi þar sem bið eftir greiningu og meðferð er talin í árum, fremur en vikum eða fáum mánuðum? Fyrir einstakling með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði … sjálfsögð lífsgæði geta hæglega ráðist af hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð. Við fullorðnum einstaklingi með ADHD blasir í dag sú ískalda staðreynd að bíða í u.þ.b. þrjú ár eftir þessari lífsnauðsynlegu þjónustu og börnum í allt að tvö ár. Á meðan er lífið í biðstöðu og flest sígur á ógæfuhliðina. Þessu ástandi verður og má auðveldlega breyta. Þetta er spurning um val. Þetta snýst um stefnu og efndir þeirra sem setja kúrsinn, hvort heldur á Alþingi eða hjá sveitarfélögum. Á síðasta ári samþykkt á Alþingi að fella sálfræðiþjónustu undir almenna kostnaðarþáttöku Sjúkratrygginga. Það var vel. En heldur finnst mér rýrt um efndir. Í miðjum heimsfaraldri tilkynnti ráðherra fjármála að ekki kæmi til greina að heilbrigðiskerfið fengi aukið fjármagn í þennan lið. Korter í kosningar tilkynnir þó heilbrigðisráðherra að einhverjar krónur verði settar í afmarkað tilraunaverkefni. Annað eigi bara að ræða fram undir kjördag. Skyldi einhvern undra að ákall berist nú frá SÍF um aukna sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, enda er þörfin um bætt aðgengi að greiningu og meðferð hreint ekki bundinn við þann hóp sem ADHD samtökin tala fyrir. Í ofanálag hefur skortur á geðlæknum lengi vofað yfir, fjöldi starfandi geðlækna að komast á aldur og nýliðun of hæg. Enn og aftur ítreka ég að þetta er spurning um val. Ég vil betra samfélag án endalausra biðlista. Samfélag sem styður alla til betra lífs, óháð ADHD eða hverju öðru sem tilheyrir heilbrigðri lífsflóru. Mitt hlutverk sem almenns kjósanda er að velja fulltrúa sem ég trúi og treysti til verksins. Það verður spennandi að heyra af stefnu flokkanna á opnum fundi ADHD samtakanna í Grósku í Vatnsmýri, kl. 15 á laugardaginn. Ég hvet einstaklinga með ADHD og aðstandendur þeirra til að fylgjast með, á staðnum eða í streymi. Sem og alla sem tekið geta undir mín orð á eigin forsendum. Þær tugir þúsunda Íslendinga geta ráðið miklu í komandi kosningum. Hvað: Opinn fundur ADHD samtakanna Hvenær: Laugardagur, 4. september, kl. 15:00 Hvar: Gróska – Bjarnargata 1, 102 ReykjavíkNánari upplýsingar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Finnst einhverjum ásættanlegt að búa í samfélagi þar sem bið eftir greiningu og meðferð er talin í árum, fremur en vikum eða fáum mánuðum? Fyrir einstakling með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði … sjálfsögð lífsgæði geta hæglega ráðist af hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð. Við fullorðnum einstaklingi með ADHD blasir í dag sú ískalda staðreynd að bíða í u.þ.b. þrjú ár eftir þessari lífsnauðsynlegu þjónustu og börnum í allt að tvö ár. Á meðan er lífið í biðstöðu og flest sígur á ógæfuhliðina. Þessu ástandi verður og má auðveldlega breyta. Þetta er spurning um val. Þetta snýst um stefnu og efndir þeirra sem setja kúrsinn, hvort heldur á Alþingi eða hjá sveitarfélögum. Á síðasta ári samþykkt á Alþingi að fella sálfræðiþjónustu undir almenna kostnaðarþáttöku Sjúkratrygginga. Það var vel. En heldur finnst mér rýrt um efndir. Í miðjum heimsfaraldri tilkynnti ráðherra fjármála að ekki kæmi til greina að heilbrigðiskerfið fengi aukið fjármagn í þennan lið. Korter í kosningar tilkynnir þó heilbrigðisráðherra að einhverjar krónur verði settar í afmarkað tilraunaverkefni. Annað eigi bara að ræða fram undir kjördag. Skyldi einhvern undra að ákall berist nú frá SÍF um aukna sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, enda er þörfin um bætt aðgengi að greiningu og meðferð hreint ekki bundinn við þann hóp sem ADHD samtökin tala fyrir. Í ofanálag hefur skortur á geðlæknum lengi vofað yfir, fjöldi starfandi geðlækna að komast á aldur og nýliðun of hæg. Enn og aftur ítreka ég að þetta er spurning um val. Ég vil betra samfélag án endalausra biðlista. Samfélag sem styður alla til betra lífs, óháð ADHD eða hverju öðru sem tilheyrir heilbrigðri lífsflóru. Mitt hlutverk sem almenns kjósanda er að velja fulltrúa sem ég trúi og treysti til verksins. Það verður spennandi að heyra af stefnu flokkanna á opnum fundi ADHD samtakanna í Grósku í Vatnsmýri, kl. 15 á laugardaginn. Ég hvet einstaklinga með ADHD og aðstandendur þeirra til að fylgjast með, á staðnum eða í streymi. Sem og alla sem tekið geta undir mín orð á eigin forsendum. Þær tugir þúsunda Íslendinga geta ráðið miklu í komandi kosningum. Hvað: Opinn fundur ADHD samtakanna Hvenær: Laugardagur, 4. september, kl. 15:00 Hvar: Gróska – Bjarnargata 1, 102 ReykjavíkNánari upplýsingar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar