Biðlistar eða besta land í heimi – kjósum ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 1. september 2021 15:30 Finnst einhverjum ásættanlegt að búa í samfélagi þar sem bið eftir greiningu og meðferð er talin í árum, fremur en vikum eða fáum mánuðum? Fyrir einstakling með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði … sjálfsögð lífsgæði geta hæglega ráðist af hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð. Við fullorðnum einstaklingi með ADHD blasir í dag sú ískalda staðreynd að bíða í u.þ.b. þrjú ár eftir þessari lífsnauðsynlegu þjónustu og börnum í allt að tvö ár. Á meðan er lífið í biðstöðu og flest sígur á ógæfuhliðina. Þessu ástandi verður og má auðveldlega breyta. Þetta er spurning um val. Þetta snýst um stefnu og efndir þeirra sem setja kúrsinn, hvort heldur á Alþingi eða hjá sveitarfélögum. Á síðasta ári samþykkt á Alþingi að fella sálfræðiþjónustu undir almenna kostnaðarþáttöku Sjúkratrygginga. Það var vel. En heldur finnst mér rýrt um efndir. Í miðjum heimsfaraldri tilkynnti ráðherra fjármála að ekki kæmi til greina að heilbrigðiskerfið fengi aukið fjármagn í þennan lið. Korter í kosningar tilkynnir þó heilbrigðisráðherra að einhverjar krónur verði settar í afmarkað tilraunaverkefni. Annað eigi bara að ræða fram undir kjördag. Skyldi einhvern undra að ákall berist nú frá SÍF um aukna sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, enda er þörfin um bætt aðgengi að greiningu og meðferð hreint ekki bundinn við þann hóp sem ADHD samtökin tala fyrir. Í ofanálag hefur skortur á geðlæknum lengi vofað yfir, fjöldi starfandi geðlækna að komast á aldur og nýliðun of hæg. Enn og aftur ítreka ég að þetta er spurning um val. Ég vil betra samfélag án endalausra biðlista. Samfélag sem styður alla til betra lífs, óháð ADHD eða hverju öðru sem tilheyrir heilbrigðri lífsflóru. Mitt hlutverk sem almenns kjósanda er að velja fulltrúa sem ég trúi og treysti til verksins. Það verður spennandi að heyra af stefnu flokkanna á opnum fundi ADHD samtakanna í Grósku í Vatnsmýri, kl. 15 á laugardaginn. Ég hvet einstaklinga með ADHD og aðstandendur þeirra til að fylgjast með, á staðnum eða í streymi. Sem og alla sem tekið geta undir mín orð á eigin forsendum. Þær tugir þúsunda Íslendinga geta ráðið miklu í komandi kosningum. Hvað: Opinn fundur ADHD samtakanna Hvenær: Laugardagur, 4. september, kl. 15:00 Hvar: Gróska – Bjarnargata 1, 102 ReykjavíkNánari upplýsingar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Finnst einhverjum ásættanlegt að búa í samfélagi þar sem bið eftir greiningu og meðferð er talin í árum, fremur en vikum eða fáum mánuðum? Fyrir einstakling með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði … sjálfsögð lífsgæði geta hæglega ráðist af hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð. Við fullorðnum einstaklingi með ADHD blasir í dag sú ískalda staðreynd að bíða í u.þ.b. þrjú ár eftir þessari lífsnauðsynlegu þjónustu og börnum í allt að tvö ár. Á meðan er lífið í biðstöðu og flest sígur á ógæfuhliðina. Þessu ástandi verður og má auðveldlega breyta. Þetta er spurning um val. Þetta snýst um stefnu og efndir þeirra sem setja kúrsinn, hvort heldur á Alþingi eða hjá sveitarfélögum. Á síðasta ári samþykkt á Alþingi að fella sálfræðiþjónustu undir almenna kostnaðarþáttöku Sjúkratrygginga. Það var vel. En heldur finnst mér rýrt um efndir. Í miðjum heimsfaraldri tilkynnti ráðherra fjármála að ekki kæmi til greina að heilbrigðiskerfið fengi aukið fjármagn í þennan lið. Korter í kosningar tilkynnir þó heilbrigðisráðherra að einhverjar krónur verði settar í afmarkað tilraunaverkefni. Annað eigi bara að ræða fram undir kjördag. Skyldi einhvern undra að ákall berist nú frá SÍF um aukna sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, enda er þörfin um bætt aðgengi að greiningu og meðferð hreint ekki bundinn við þann hóp sem ADHD samtökin tala fyrir. Í ofanálag hefur skortur á geðlæknum lengi vofað yfir, fjöldi starfandi geðlækna að komast á aldur og nýliðun of hæg. Enn og aftur ítreka ég að þetta er spurning um val. Ég vil betra samfélag án endalausra biðlista. Samfélag sem styður alla til betra lífs, óháð ADHD eða hverju öðru sem tilheyrir heilbrigðri lífsflóru. Mitt hlutverk sem almenns kjósanda er að velja fulltrúa sem ég trúi og treysti til verksins. Það verður spennandi að heyra af stefnu flokkanna á opnum fundi ADHD samtakanna í Grósku í Vatnsmýri, kl. 15 á laugardaginn. Ég hvet einstaklinga með ADHD og aðstandendur þeirra til að fylgjast með, á staðnum eða í streymi. Sem og alla sem tekið geta undir mín orð á eigin forsendum. Þær tugir þúsunda Íslendinga geta ráðið miklu í komandi kosningum. Hvað: Opinn fundur ADHD samtakanna Hvenær: Laugardagur, 4. september, kl. 15:00 Hvar: Gróska – Bjarnargata 1, 102 ReykjavíkNánari upplýsingar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar