Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 12:00 Ísak Bergmann í leik gegn Mexíkó. Ronald Martinez/Getty Images Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut. Vistaskipti Ísaks Bergmanns komu verulega á óvart enda alls ekki búist við því að leikmaðurinn yrði seldur í þessum glugga og hvað þá innan Norðurlandanna. Samkvæmt Sakarias Mårdh, formanni Norrköping, var tilboð FC Kaupmannahöfn einfaldlega of gott til að hægt væri að neita því. Aðeins var rúmlega hálftími til lokunar félagaskiptagluggans þegar Norrköping gaf út tilkynningu þess efnis að hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann hefði verið seldur. Samkvæmt danska miðlinum BT Sport var kaupverðið rúmar 30 milljónir sænskra króna eða 440 milljónir íslenskra króna. Mårdh staðfesti hins vegar að verðið væri mun hærra, um 50 milljónir sænskar samkvæmt heimildum Sportbladet eða 730 milljónir íslenskar. FC Kaupmannahöfn var langt því frá eina liðið sem var að íhuga að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum en á endanum var það eina liðið sem var tilbúið að borga uppsett verð. Samkvæmt heimildum 433.is fær ÍA, uppeldisfélag Ísaks Bergmanns, um 20 prósent af heildarupphæðinni sem leikmaðurinn var seldur fyrir. Miðað við það eru Skagamenn í þann mund að fá rúmar 150 milljónir íslenskra króna lagðar inn bankabók félagsins. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, sagði við Vísi að rétt væri að ÍA hefði samið um að fá hluta af kaupverðinu vegna sölu á Ísaki frá Norrköping. Um væri vissulega að ræða umtalsverða búbót fyrir félagið en hann vildi þó ekki segja hve mikla. Mårdh sagði einnig að hann hefði rætt við Ísak um að þetta væri góð lending. Hann færi í stærra lið en fengi að spila nóg til að þróa leik sinn áfram. „Þetta er rökrétt skref fyrir jafn metnaðarfullan leikmann og Ísak Bergmann,“ sagði hann að lokum. Fótbolti Danski boltinn ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Sjá meira
Vistaskipti Ísaks Bergmanns komu verulega á óvart enda alls ekki búist við því að leikmaðurinn yrði seldur í þessum glugga og hvað þá innan Norðurlandanna. Samkvæmt Sakarias Mårdh, formanni Norrköping, var tilboð FC Kaupmannahöfn einfaldlega of gott til að hægt væri að neita því. Aðeins var rúmlega hálftími til lokunar félagaskiptagluggans þegar Norrköping gaf út tilkynningu þess efnis að hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann hefði verið seldur. Samkvæmt danska miðlinum BT Sport var kaupverðið rúmar 30 milljónir sænskra króna eða 440 milljónir íslenskra króna. Mårdh staðfesti hins vegar að verðið væri mun hærra, um 50 milljónir sænskar samkvæmt heimildum Sportbladet eða 730 milljónir íslenskar. FC Kaupmannahöfn var langt því frá eina liðið sem var að íhuga að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum en á endanum var það eina liðið sem var tilbúið að borga uppsett verð. Samkvæmt heimildum 433.is fær ÍA, uppeldisfélag Ísaks Bergmanns, um 20 prósent af heildarupphæðinni sem leikmaðurinn var seldur fyrir. Miðað við það eru Skagamenn í þann mund að fá rúmar 150 milljónir íslenskra króna lagðar inn bankabók félagsins. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, sagði við Vísi að rétt væri að ÍA hefði samið um að fá hluta af kaupverðinu vegna sölu á Ísaki frá Norrköping. Um væri vissulega að ræða umtalsverða búbót fyrir félagið en hann vildi þó ekki segja hve mikla. Mårdh sagði einnig að hann hefði rætt við Ísak um að þetta væri góð lending. Hann færi í stærra lið en fengi að spila nóg til að þróa leik sinn áfram. „Þetta er rökrétt skref fyrir jafn metnaðarfullan leikmann og Ísak Bergmann,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti Danski boltinn ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Sjá meira