Talibanar fagna sigri í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2021 14:45 Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl í dag. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Talibanar hafa fagnað grimmt í Kabúl í dag eftir að síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu landið í gærkvöldi. Þeir segjast hafa sigrað stórveldi. Þá heita Talibanar því að tryggja öryggi í Afganistan en þó berast fregnir af áframhaldandi ódæðum vígamanna. „Þetta er sögulegur dagur og sögulegt augnablik,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, við blaðamenn á flugvellinum í Kabúl í dag. „Við erum stoltir af því að hafa frelsað land okkar frá stórveldi.“ Talibanar hafa heitið því að sýna íbúum landsins skilning, tryggja öryggi í landinu og lofa því að hefna sín ekki á fyrrverandi andstæðingum sínum. Sjá einnig: Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Blaðamaður Washington Post sagði þó frá því í dag að hann hefði fengið fregnir af því að vígamenn Talibana hefðu tekið níu hermenn af lífi eftir að þeir afhentu vígamönnunum vopn sín. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa margar fregnir af ódæðum sem þessum borist frá Afganistan. Sjá einnig: Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Hekmatullah Wasiq, háttsettur embættismaður Talibana, sagði AP fréttaveitunni að nú væri komið að endurbyggingu. Hann hvatti Afgana til að fara aftur til vinnu og sýna þolinmæði. Að endingu yrði allt eins og áður var. Á milli 1996 og 2001 stýrðu Talibanar Afganistan með harðri hendi og eftir strangri túlkun þeirra á Sharía-lögum. Nú hafa forsvarsmenn Talibana sagst að stjórn þeirra verði ekki jafn ströng og áður. Samkvæmt frétt Reuters munu þjóðarleiðtogar heimsins fylgjast grannt með myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan á næstunni. Á flugvellinnum í Kabúl í dag sagði Mujahid, áðurnefndur talsmaður Talibana, við meðlimi sérsveita hreyfingarinnar að hann vonaðist til þess að þeir hefðu komið vel fram við almenna borgara. „Þjóð okkar hefur gengið í gegnum stríð og innrás og er komin að þolmörkum,“ sagði hann. Síðasti hermaðurinn Síðasti hermaður Bandaríkjanna til að stíga upp í flugvél var herforinginn Chris Donahue, sem leiðir 82. fallhlífaherdeildina. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mynd af honum stíga upp í síðustu flugvélina frá Kabúl í gærkvöldi. Herforinginn Chris Donahue var síðasti hermaður Bandaríkjanna til að fara frá Afganistan eftir tuttugu ára stríð við Talibana og al-Qaeda.AP/Master Sgt. Alexander Burnett Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Sjá einnig: Bandaríkjaher farinn frá Afganistan Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Síðan þá hafa Bandaríkjaher og stjórnarher Afganistans átt í skæruhernaði við Talibana í tvo áratugi. Talið er að um 240 þúsund Afganar hafi fallið vegna átaka síðustu tveggja áratuga. Þá hafa um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins fallið í átökum og þar af tæplega 2.500 bandarískir hermenn. Nú stjórna Talibanar stærri hluta Afganistans er þeir gerðu á hápunkti fyrri stjórnartíðar þeirra. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
„Þetta er sögulegur dagur og sögulegt augnablik,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, við blaðamenn á flugvellinum í Kabúl í dag. „Við erum stoltir af því að hafa frelsað land okkar frá stórveldi.“ Talibanar hafa heitið því að sýna íbúum landsins skilning, tryggja öryggi í landinu og lofa því að hefna sín ekki á fyrrverandi andstæðingum sínum. Sjá einnig: Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Blaðamaður Washington Post sagði þó frá því í dag að hann hefði fengið fregnir af því að vígamenn Talibana hefðu tekið níu hermenn af lífi eftir að þeir afhentu vígamönnunum vopn sín. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa margar fregnir af ódæðum sem þessum borist frá Afganistan. Sjá einnig: Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Hekmatullah Wasiq, háttsettur embættismaður Talibana, sagði AP fréttaveitunni að nú væri komið að endurbyggingu. Hann hvatti Afgana til að fara aftur til vinnu og sýna þolinmæði. Að endingu yrði allt eins og áður var. Á milli 1996 og 2001 stýrðu Talibanar Afganistan með harðri hendi og eftir strangri túlkun þeirra á Sharía-lögum. Nú hafa forsvarsmenn Talibana sagst að stjórn þeirra verði ekki jafn ströng og áður. Samkvæmt frétt Reuters munu þjóðarleiðtogar heimsins fylgjast grannt með myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan á næstunni. Á flugvellinnum í Kabúl í dag sagði Mujahid, áðurnefndur talsmaður Talibana, við meðlimi sérsveita hreyfingarinnar að hann vonaðist til þess að þeir hefðu komið vel fram við almenna borgara. „Þjóð okkar hefur gengið í gegnum stríð og innrás og er komin að þolmörkum,“ sagði hann. Síðasti hermaðurinn Síðasti hermaður Bandaríkjanna til að stíga upp í flugvél var herforinginn Chris Donahue, sem leiðir 82. fallhlífaherdeildina. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mynd af honum stíga upp í síðustu flugvélina frá Kabúl í gærkvöldi. Herforinginn Chris Donahue var síðasti hermaður Bandaríkjanna til að fara frá Afganistan eftir tuttugu ára stríð við Talibana og al-Qaeda.AP/Master Sgt. Alexander Burnett Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Sjá einnig: Bandaríkjaher farinn frá Afganistan Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Síðan þá hafa Bandaríkjaher og stjórnarher Afganistans átt í skæruhernaði við Talibana í tvo áratugi. Talið er að um 240 þúsund Afganar hafi fallið vegna átaka síðustu tveggja áratuga. Þá hafa um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins fallið í átökum og þar af tæplega 2.500 bandarískir hermenn. Nú stjórna Talibanar stærri hluta Afganistans er þeir gerðu á hápunkti fyrri stjórnartíðar þeirra.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira