Talibanar fagna sigri í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2021 14:45 Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl í dag. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Talibanar hafa fagnað grimmt í Kabúl í dag eftir að síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu landið í gærkvöldi. Þeir segjast hafa sigrað stórveldi. Þá heita Talibanar því að tryggja öryggi í Afganistan en þó berast fregnir af áframhaldandi ódæðum vígamanna. „Þetta er sögulegur dagur og sögulegt augnablik,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, við blaðamenn á flugvellinum í Kabúl í dag. „Við erum stoltir af því að hafa frelsað land okkar frá stórveldi.“ Talibanar hafa heitið því að sýna íbúum landsins skilning, tryggja öryggi í landinu og lofa því að hefna sín ekki á fyrrverandi andstæðingum sínum. Sjá einnig: Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Blaðamaður Washington Post sagði þó frá því í dag að hann hefði fengið fregnir af því að vígamenn Talibana hefðu tekið níu hermenn af lífi eftir að þeir afhentu vígamönnunum vopn sín. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa margar fregnir af ódæðum sem þessum borist frá Afganistan. Sjá einnig: Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Hekmatullah Wasiq, háttsettur embættismaður Talibana, sagði AP fréttaveitunni að nú væri komið að endurbyggingu. Hann hvatti Afgana til að fara aftur til vinnu og sýna þolinmæði. Að endingu yrði allt eins og áður var. Á milli 1996 og 2001 stýrðu Talibanar Afganistan með harðri hendi og eftir strangri túlkun þeirra á Sharía-lögum. Nú hafa forsvarsmenn Talibana sagst að stjórn þeirra verði ekki jafn ströng og áður. Samkvæmt frétt Reuters munu þjóðarleiðtogar heimsins fylgjast grannt með myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan á næstunni. Á flugvellinnum í Kabúl í dag sagði Mujahid, áðurnefndur talsmaður Talibana, við meðlimi sérsveita hreyfingarinnar að hann vonaðist til þess að þeir hefðu komið vel fram við almenna borgara. „Þjóð okkar hefur gengið í gegnum stríð og innrás og er komin að þolmörkum,“ sagði hann. Síðasti hermaðurinn Síðasti hermaður Bandaríkjanna til að stíga upp í flugvél var herforinginn Chris Donahue, sem leiðir 82. fallhlífaherdeildina. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mynd af honum stíga upp í síðustu flugvélina frá Kabúl í gærkvöldi. Herforinginn Chris Donahue var síðasti hermaður Bandaríkjanna til að fara frá Afganistan eftir tuttugu ára stríð við Talibana og al-Qaeda.AP/Master Sgt. Alexander Burnett Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Sjá einnig: Bandaríkjaher farinn frá Afganistan Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Síðan þá hafa Bandaríkjaher og stjórnarher Afganistans átt í skæruhernaði við Talibana í tvo áratugi. Talið er að um 240 þúsund Afganar hafi fallið vegna átaka síðustu tveggja áratuga. Þá hafa um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins fallið í átökum og þar af tæplega 2.500 bandarískir hermenn. Nú stjórna Talibanar stærri hluta Afganistans er þeir gerðu á hápunkti fyrri stjórnartíðar þeirra. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Þetta er sögulegur dagur og sögulegt augnablik,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, við blaðamenn á flugvellinum í Kabúl í dag. „Við erum stoltir af því að hafa frelsað land okkar frá stórveldi.“ Talibanar hafa heitið því að sýna íbúum landsins skilning, tryggja öryggi í landinu og lofa því að hefna sín ekki á fyrrverandi andstæðingum sínum. Sjá einnig: Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Blaðamaður Washington Post sagði þó frá því í dag að hann hefði fengið fregnir af því að vígamenn Talibana hefðu tekið níu hermenn af lífi eftir að þeir afhentu vígamönnunum vopn sín. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa margar fregnir af ódæðum sem þessum borist frá Afganistan. Sjá einnig: Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Hekmatullah Wasiq, háttsettur embættismaður Talibana, sagði AP fréttaveitunni að nú væri komið að endurbyggingu. Hann hvatti Afgana til að fara aftur til vinnu og sýna þolinmæði. Að endingu yrði allt eins og áður var. Á milli 1996 og 2001 stýrðu Talibanar Afganistan með harðri hendi og eftir strangri túlkun þeirra á Sharía-lögum. Nú hafa forsvarsmenn Talibana sagst að stjórn þeirra verði ekki jafn ströng og áður. Samkvæmt frétt Reuters munu þjóðarleiðtogar heimsins fylgjast grannt með myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan á næstunni. Á flugvellinnum í Kabúl í dag sagði Mujahid, áðurnefndur talsmaður Talibana, við meðlimi sérsveita hreyfingarinnar að hann vonaðist til þess að þeir hefðu komið vel fram við almenna borgara. „Þjóð okkar hefur gengið í gegnum stríð og innrás og er komin að þolmörkum,“ sagði hann. Síðasti hermaðurinn Síðasti hermaður Bandaríkjanna til að stíga upp í flugvél var herforinginn Chris Donahue, sem leiðir 82. fallhlífaherdeildina. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mynd af honum stíga upp í síðustu flugvélina frá Kabúl í gærkvöldi. Herforinginn Chris Donahue var síðasti hermaður Bandaríkjanna til að fara frá Afganistan eftir tuttugu ára stríð við Talibana og al-Qaeda.AP/Master Sgt. Alexander Burnett Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Sjá einnig: Bandaríkjaher farinn frá Afganistan Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Síðan þá hafa Bandaríkjaher og stjórnarher Afganistans átt í skæruhernaði við Talibana í tvo áratugi. Talið er að um 240 þúsund Afganar hafi fallið vegna átaka síðustu tveggja áratuga. Þá hafa um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins fallið í átökum og þar af tæplega 2.500 bandarískir hermenn. Nú stjórna Talibanar stærri hluta Afganistans er þeir gerðu á hápunkti fyrri stjórnartíðar þeirra.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira