Sex dæmdir til dauða fyrir að myrða hinsegin aðgerðasinna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 13:47 Frá útför Mannans árið 2016. Getty/Rehman Asad Sex meðlimir íslamsks vígahóps voru dæmdir til dauða í Bangladess í morgun fyrir að hafa myrt tvo hinsegin aðgerðasinna fyrir fimm árum síðan. Xulhaz Mannan, 35 ára gamall ritstjóri fyrsta hinsegintímarits Bangladess, og Mahbub Rabbi Tonoy, 25 ára leikari, voru myrtir í íbúð Mannans í höfuðborg landsins, Dhaka, í apríl 2016. Íslamski vígahópurinn Ansar Al Islam, sem er undirhópur al Qaeda á svæðinu, lýsti yfir ábyrgð á morðunum stuttu síðar, en vígamenn á vegum hópsins höfðu myrt mennina með því að saxa þá í spað. Fréttastofa Reuters greinir frá. Árásin var ein margra árása sem vígahópurinn stóð að baki. Hópurinn beindi spjótum sínum að fólki sem var ekki trúað og öðrum minnihlutahópum í landinu. Árásirnar vöktu mikla athygli og reiði og leiddu til þess að fjöldi flúði landið. Átta voru ákærðir fyrir morðin en sex sakfelldir og dæmdir til dauða. Mennirnir voru jafnframt dæmdir fyrir hryðjuverk, en Ansar Al Islam er talinn standa að baki morðum á tugum aðgerðasinna. Lögmaður mannanna hefur þegar tilkynnt að dómunum verði áfrýjað. Mennirnir tveir sem voru sýknaðir eru báðir á flótta, auk annarra tveggja manna sem voru dæmdir fyrir morðin. Einn þeirra er Syed Ziaul Haq, fyrrverandi liðshöfðingi í her Bangladess sem talinn er vera leiðtogi Ansar Al Islam og skipuleggjandi morðanna. Meirihluti íbúa í Bangladess aðhyllist íslam en samkynja hjónabönd eru enn ólögleg í landinu. Tímarit Mannans, Roopbaan, hafði á tíma morðanna ekkert leyfi til að vera gefið út en hinsegin fólk er enn mjög jaðarsett í Bangladess. Bangladess Hinsegin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Xulhaz Mannan, 35 ára gamall ritstjóri fyrsta hinsegintímarits Bangladess, og Mahbub Rabbi Tonoy, 25 ára leikari, voru myrtir í íbúð Mannans í höfuðborg landsins, Dhaka, í apríl 2016. Íslamski vígahópurinn Ansar Al Islam, sem er undirhópur al Qaeda á svæðinu, lýsti yfir ábyrgð á morðunum stuttu síðar, en vígamenn á vegum hópsins höfðu myrt mennina með því að saxa þá í spað. Fréttastofa Reuters greinir frá. Árásin var ein margra árása sem vígahópurinn stóð að baki. Hópurinn beindi spjótum sínum að fólki sem var ekki trúað og öðrum minnihlutahópum í landinu. Árásirnar vöktu mikla athygli og reiði og leiddu til þess að fjöldi flúði landið. Átta voru ákærðir fyrir morðin en sex sakfelldir og dæmdir til dauða. Mennirnir voru jafnframt dæmdir fyrir hryðjuverk, en Ansar Al Islam er talinn standa að baki morðum á tugum aðgerðasinna. Lögmaður mannanna hefur þegar tilkynnt að dómunum verði áfrýjað. Mennirnir tveir sem voru sýknaðir eru báðir á flótta, auk annarra tveggja manna sem voru dæmdir fyrir morðin. Einn þeirra er Syed Ziaul Haq, fyrrverandi liðshöfðingi í her Bangladess sem talinn er vera leiðtogi Ansar Al Islam og skipuleggjandi morðanna. Meirihluti íbúa í Bangladess aðhyllist íslam en samkynja hjónabönd eru enn ólögleg í landinu. Tímarit Mannans, Roopbaan, hafði á tíma morðanna ekkert leyfi til að vera gefið út en hinsegin fólk er enn mjög jaðarsett í Bangladess.
Bangladess Hinsegin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira