Sáttmáli við hin óbornu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. ágúst 2021 12:54 Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu. Við tölum um húsnæðismálin, barnabæturnar, fæðingarorlofið ... við tölum um kjör og aðbúnað eldra fólks: þessi gömlu góðu baráttumál jafnaðarmanna, sem þeim hefur tekist að þoka áfram í rétta átt þessar fimmtán mínútur í senn sem þeir hafa komist að við landstjórnina án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar neitunarvald. Og við tölum um loftslagsmálin. Þau eru nefnilega líka málefni fjölskyldunnar, málefni okkar hér og nú, ekki einhverra annarra og ekki einhver staðar í fjarskanum. Þau snerta okkur því loftslagsbreytingar af mannavöldum gerast nú í rauntíma, eins og öfgar í veðurfari vitna um. Þau snerta þá afkomendur okkar og fjölskyldumeðlimi sem enn eru ófæddir. Við þurfum að gera sáttmála við þau. Ef við gerum það ekki verður arfleifð okkar sú að hafa brugðist þeim. Við getum ekki samið við náttúruöflin. Ef við röskum loftslaginu, veðrakerfinu og hafið súrnar er engin önnur leið sem dugar en að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Klukkan tifar. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu í þessum málum og raunhæfa. Hún er meira að segja svo raunhæf og góð að Vinstri græn tóku hana upp um daginn og gerðu að sinni – gott hjá þeim – færðust frá fyrri markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 um 29% og upp í 60% eins og Samfylkingin hafði þá þegar kynnt. Munurinn á okkur og Vg í þessu er hins vegar sá að þau telja að þessum markmiðum verði náð fram með Sjálfstæðisflokkinn við völd en okkur í Samfó langar að leiða saman þau og aðra umbótaflokka og mynda ríkisstjórn um loftslagsmálin og önnur þjóðþrifamál – önnur fjölskyldumál. Hvorki formaður Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins hafa tekið undir fyrirheit Forsætisráðherra um 40% samdrátt – hvað þá 60%. Við höfum talað um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Raunhæfar aðgerðir sem hægt er að ráðast í ef viiljinn er fyrir hendi. Og við höfum sett fram markmið okkar í tíu liðum: í fyrsta lagi ætlum við að lögfesta að minnsta kosti 60% samdrátt í losun gróðurhúsaloftttegunda fyrir árið 2030, miðað við 2005 og tryggja fjármagn í þá umbreytingu svo hún verði réttlát og sjálfbær og skilvirk. Við ætlum að flýta borgarlínu og byggja upp raunverulegar almenningssamgöngur. Alltof lengi höfum við litið á almenningssamgöngur sem neyðarbrauð en ekki sjálfsögð réttindi og flottan kost fyrir nútímafólk vill komast fljótt og vel milli staða. Við ætlum líka að gera hjólreiðar enn fýsilegri kost um allt land, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í því að fólk nýti sér þennan holla og skemmtilega farkost. Við ætlum að ráðast í umbætur á landbúnaðarkerfinu, ekki til að draga úr stuðningi við bændur heldur til að skapa hvata til að snúa sér að umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum hætta að skilyrða styrki við framleiðslu á kjöti og mjólk og ýta frekar undir og styðja loftslagsverkefni, kolefnisbindingu með breyttri landnotkun, endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt þar sem hún á við. Við ætlum að banna notkun og flutninga á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands. Við ætlum að rafvæða hafnirnar og banna olíuborun í íslenskri efnahagslögsögu. Við ætlum að styðja við tæknilausnir og hugvit sem beinist að kolefnisföngun og kolefnisförgun – styrkja nýsköpun á borð við Carbfix. Og við ætlum að hafa hátt á alþjóðavettvangi, sem land grænnar orku, sem ætlast til þess af öðrum þjóðum að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannkyni og lífríki Jarðar úr þeim bráðavanda sem blasir við að mati vísindamanna. Þá verðum við líka að gera allt sem í okkar valdi stendur. Sumt af því kann að vera bölvað vesen, og kann að líta út sem fórnir, þó að ég sé sannfærður um að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett og ótal lausnir séu til þó að þær hafi enn ekki verið fundnar – enn ekki fæðst, frekar en þeir fjölskyldumeðlimir okkar sem munu þurfa að súpa seyðið af dáðleysi okkar ef við leggjumst ekki á eitt núna. Því það er ekki um annað að ræða en að taka höndum saman og gera sáttmála við hin óbornu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu. Við tölum um húsnæðismálin, barnabæturnar, fæðingarorlofið ... við tölum um kjör og aðbúnað eldra fólks: þessi gömlu góðu baráttumál jafnaðarmanna, sem þeim hefur tekist að þoka áfram í rétta átt þessar fimmtán mínútur í senn sem þeir hafa komist að við landstjórnina án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar neitunarvald. Og við tölum um loftslagsmálin. Þau eru nefnilega líka málefni fjölskyldunnar, málefni okkar hér og nú, ekki einhverra annarra og ekki einhver staðar í fjarskanum. Þau snerta okkur því loftslagsbreytingar af mannavöldum gerast nú í rauntíma, eins og öfgar í veðurfari vitna um. Þau snerta þá afkomendur okkar og fjölskyldumeðlimi sem enn eru ófæddir. Við þurfum að gera sáttmála við þau. Ef við gerum það ekki verður arfleifð okkar sú að hafa brugðist þeim. Við getum ekki samið við náttúruöflin. Ef við röskum loftslaginu, veðrakerfinu og hafið súrnar er engin önnur leið sem dugar en að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Klukkan tifar. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu í þessum málum og raunhæfa. Hún er meira að segja svo raunhæf og góð að Vinstri græn tóku hana upp um daginn og gerðu að sinni – gott hjá þeim – færðust frá fyrri markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 um 29% og upp í 60% eins og Samfylkingin hafði þá þegar kynnt. Munurinn á okkur og Vg í þessu er hins vegar sá að þau telja að þessum markmiðum verði náð fram með Sjálfstæðisflokkinn við völd en okkur í Samfó langar að leiða saman þau og aðra umbótaflokka og mynda ríkisstjórn um loftslagsmálin og önnur þjóðþrifamál – önnur fjölskyldumál. Hvorki formaður Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins hafa tekið undir fyrirheit Forsætisráðherra um 40% samdrátt – hvað þá 60%. Við höfum talað um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Raunhæfar aðgerðir sem hægt er að ráðast í ef viiljinn er fyrir hendi. Og við höfum sett fram markmið okkar í tíu liðum: í fyrsta lagi ætlum við að lögfesta að minnsta kosti 60% samdrátt í losun gróðurhúsaloftttegunda fyrir árið 2030, miðað við 2005 og tryggja fjármagn í þá umbreytingu svo hún verði réttlát og sjálfbær og skilvirk. Við ætlum að flýta borgarlínu og byggja upp raunverulegar almenningssamgöngur. Alltof lengi höfum við litið á almenningssamgöngur sem neyðarbrauð en ekki sjálfsögð réttindi og flottan kost fyrir nútímafólk vill komast fljótt og vel milli staða. Við ætlum líka að gera hjólreiðar enn fýsilegri kost um allt land, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í því að fólk nýti sér þennan holla og skemmtilega farkost. Við ætlum að ráðast í umbætur á landbúnaðarkerfinu, ekki til að draga úr stuðningi við bændur heldur til að skapa hvata til að snúa sér að umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum hætta að skilyrða styrki við framleiðslu á kjöti og mjólk og ýta frekar undir og styðja loftslagsverkefni, kolefnisbindingu með breyttri landnotkun, endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt þar sem hún á við. Við ætlum að banna notkun og flutninga á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands. Við ætlum að rafvæða hafnirnar og banna olíuborun í íslenskri efnahagslögsögu. Við ætlum að styðja við tæknilausnir og hugvit sem beinist að kolefnisföngun og kolefnisförgun – styrkja nýsköpun á borð við Carbfix. Og við ætlum að hafa hátt á alþjóðavettvangi, sem land grænnar orku, sem ætlast til þess af öðrum þjóðum að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannkyni og lífríki Jarðar úr þeim bráðavanda sem blasir við að mati vísindamanna. Þá verðum við líka að gera allt sem í okkar valdi stendur. Sumt af því kann að vera bölvað vesen, og kann að líta út sem fórnir, þó að ég sé sannfærður um að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett og ótal lausnir séu til þó að þær hafi enn ekki verið fundnar – enn ekki fæðst, frekar en þeir fjölskyldumeðlimir okkar sem munu þurfa að súpa seyðið af dáðleysi okkar ef við leggjumst ekki á eitt núna. Því það er ekki um annað að ræða en að taka höndum saman og gera sáttmála við hin óbornu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun