Brauðgerðarkenningin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. ágúst 2021 10:20 Við þekkjum brauðmolakenninguna – um að því ríkari sem auðmennirnir verða því betra sé það fyrir samfélagið í heild því að brauðmolar hrjóti af allsnægtarborðum hinna ríku niður til hinna. Þetta er ljót hugsun. Þetta er sú pæling að ranglætið borgi sig. Eiginlega var þetta afgreitt fyrir mörgun öldum með vísu sem eignuð hefur verið ýmsum kjaftforum mektarskáldum: „Það er dauði og djöfuls nauð, / er dyggðasnauðir fantar, / safna auð með augun rauð / en aðra brauðið vantar ...“ Brauð rímar við auð: og peningar – eru þeir ekki svolítið eins og hveiti? Sumum finnst skynsamlegt að það sé geymt í risastórum skemmum, og geymt þar bara og geymt. Aðrir telja að réttlætismál sé að gera hveitið upptækt og dreifa því, eða öllu heldur láta Flokkinn taka það; alræmdasta dæmið um slíkt var í Úkraínu á fjórða áratug 20. aldar á valdatíma kommúnista sem ráku bændur af jörðum sínum og þetta kornforðabúr Evrópu var tæmt til ríkisnota svo að úr varð ein hryllilegasta hungursneyð síðustu aldar og milljónir sultu í hel. Nei. Við þurfum að skapa hvata til þess að fólk sem á öll þessi lifandis býsn af hveiti skapi eitthvað gott og hollt úr því. Til dæmis gott brauð. Þar þarf augljóslega gagnsætt og gott markaðsfyrirkomulag – hæfilega mikið ger, en ekki of mikið því þá hefast það um of. Það þarf að mæla það, líta eftir því, hafa hönd í bagga. Það þarf með öðrum orðum stjórnvaldsákvarðanir sem ýta undir það að nota hveitið frekar en að geyma það. Þetta er brauðgerðarkenningin. Það þarf að beinlínis að koma því svo fyrir að það borgi sig frekar að búa til brauð en að geyma hveitið í kornhlöðum. Eða svo að ég hætti nú að bögglast með þessa líkingu: það þarf að skattleggja ofsagróða; ekki eðlilegan sparnað af eðlilegum tekjum heldur ofsagróða. Það þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir auðugt fólk að fjárfesta í grænum lausnum, grænni orku – með skattaívilnunum – en tómt tjón og tap af því að fjárfesta í grárri orku og loftslagsógn. Það þarf að virkja það afl sem í auðmagninu býr – ríkisvaldið býr yfir tækjum og tólum til að búa til auðmagnsvirkjanir – en gæta þess að það verði ekki að eyðingarafli – eins og óheftur kapítalisminn verður – eða stíflað með öllu, eins og gerist í ríkisvæðingu kommúnismans. Jafnaðarmenn aðhyllast nefnilega brauðgerðarkenninguna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum brauðmolakenninguna – um að því ríkari sem auðmennirnir verða því betra sé það fyrir samfélagið í heild því að brauðmolar hrjóti af allsnægtarborðum hinna ríku niður til hinna. Þetta er ljót hugsun. Þetta er sú pæling að ranglætið borgi sig. Eiginlega var þetta afgreitt fyrir mörgun öldum með vísu sem eignuð hefur verið ýmsum kjaftforum mektarskáldum: „Það er dauði og djöfuls nauð, / er dyggðasnauðir fantar, / safna auð með augun rauð / en aðra brauðið vantar ...“ Brauð rímar við auð: og peningar – eru þeir ekki svolítið eins og hveiti? Sumum finnst skynsamlegt að það sé geymt í risastórum skemmum, og geymt þar bara og geymt. Aðrir telja að réttlætismál sé að gera hveitið upptækt og dreifa því, eða öllu heldur láta Flokkinn taka það; alræmdasta dæmið um slíkt var í Úkraínu á fjórða áratug 20. aldar á valdatíma kommúnista sem ráku bændur af jörðum sínum og þetta kornforðabúr Evrópu var tæmt til ríkisnota svo að úr varð ein hryllilegasta hungursneyð síðustu aldar og milljónir sultu í hel. Nei. Við þurfum að skapa hvata til þess að fólk sem á öll þessi lifandis býsn af hveiti skapi eitthvað gott og hollt úr því. Til dæmis gott brauð. Þar þarf augljóslega gagnsætt og gott markaðsfyrirkomulag – hæfilega mikið ger, en ekki of mikið því þá hefast það um of. Það þarf að mæla það, líta eftir því, hafa hönd í bagga. Það þarf með öðrum orðum stjórnvaldsákvarðanir sem ýta undir það að nota hveitið frekar en að geyma það. Þetta er brauðgerðarkenningin. Það þarf að beinlínis að koma því svo fyrir að það borgi sig frekar að búa til brauð en að geyma hveitið í kornhlöðum. Eða svo að ég hætti nú að bögglast með þessa líkingu: það þarf að skattleggja ofsagróða; ekki eðlilegan sparnað af eðlilegum tekjum heldur ofsagróða. Það þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir auðugt fólk að fjárfesta í grænum lausnum, grænni orku – með skattaívilnunum – en tómt tjón og tap af því að fjárfesta í grárri orku og loftslagsógn. Það þarf að virkja það afl sem í auðmagninu býr – ríkisvaldið býr yfir tækjum og tólum til að búa til auðmagnsvirkjanir – en gæta þess að það verði ekki að eyðingarafli – eins og óheftur kapítalisminn verður – eða stíflað með öllu, eins og gerist í ríkisvæðingu kommúnismans. Jafnaðarmenn aðhyllast nefnilega brauðgerðarkenninguna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun