Bar kappið KSÍ ofurliði? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 30. ágúst 2021 09:30 Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað. Menning sem því miður gengur út á að láta ekki ómenningu líta dagsins ljós. Þrátt fyrir að allir vissu að hún leynist þarna í myrkrinu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá þarf aukaskammt af hugrekki og styrk til að stíga þau skref sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir steig á s.l. vikum. Og gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blés ískaldur og hvass norðanvindur frá KSÍ. Sjálf hef ég reynslu af því að reyna að benda á misrétti innan íþróttaheimsins. Það var mjög óþægileg og erfið reynsla. Fyrir 11 árum þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur var misréttið á milli drengja og stúlkna sem stunduðu boltaíþróttir í Reykjavík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við málaflokknum. Í framhaldi óskaði ég eftir því að Mannréttindaskrifstofa borgarinnar myndi gera ítarlega úttekt á jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Vonir mínar um breytingar á þessari skekkju innan íþróttafélaganna urðu fljótlega að vonbrigðum. Það stóð sannarlega á svörum frá forystu félaganna og á sameiginlegum fundi ÍTR ráðsins, ÍBR og formanna íþróttafélaganna um það bil ári eftir að úttektin hófst, kom fram að flestum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda væru allar stefnur með klausu um jafnrétti. Þeim fannst ég óþægileg og óþolandi, upplifði ég. Vorið 2018 skrifaði ég grein Í Kjarnann þar sem ég gaf kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið og lagði til að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög í Reykjavík við að í stefnum og aðgerðaráætlunum þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og verklag sem vinnur gegn öllu kynjamisrétti og vinnur hnitmiðað að jafnrétti í allri sinni mynd. Það risu ófáir á afturfæturnar og sýndu klærnar. Viðbrögðin voru það harkaleg að þau í raun þögguðu niður í mér. Ég hef einfaldlega ekki þorað að stíga fæti inn í þessa umræðu aftur fyrr en nú. Meðvirka og alkahóliseraða fjölskyldukerfið Það má stundum líkja svona vinnustaða og stofnanamenningu við dysfunktional og alkahólísku fjölskyldukerfi. Samkvæmt fræðunum er slíku kerfi stýrt af skömm og miklum ótta við að upp komist um þá hegðun sem þar er ríkjandi. Sá sem ætlar sér að benda á það með einhverjum hætti, hvort sem hann er innan kerfis eða utan það, þá er hann samstundist úthrópaður og útskúfaður. Fjölskyldan verður að líta vel út á við og halda þeirri glansmynd sem hún hefur gangandi. Sama hvað.Dæmi eru til um að slíkar fjölskyldur haldi reglulega fundi á sunnudagskvöldum eftir bölvað partýstand og fari yfir hvað má tala um út á við og þá öllu mikilvægara; hvað má ekki ræða út á við. Jafnrétti er ekki kvöð heldur tækifæri til sigurs Ég vil trúa því að fólk sé upp til hópa gott og mennskt. Það fylgir því mikið tilfinningalegt álag að lifa í svona dysfunktional kerfi. Ég trúi því ss núna að einhverjum í stjórn og öðrum starfsmönnum KSÍ sé núna létt. Létt að þetta sé bara komið upp á yfirborðið. Það er búið að kveikja ljósin og nú verði erfitt að slökkva þau aftur og leyfa meðvirkninni að lifa áfram. Kannski er ég naív en mér hefur verið fyrirmunað að skilja afhverju svona margir líta á jafnrétti og útrýmingu ofbeldis svona mikla kvöð. Ég sé bara tækifæri. Því eins og slagorð íþróttafélagsins vals segir svo réttilega: Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði - KSÍ og aðrar íþróttastofnanir taka þetta örugglega til sín núna. Látum jafnréttið og ofbeldisleysið vera leiðina að sigrinum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar og hefur óbilandi áhuga á að útrýma misrétti og ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga KSÍ Reykjavík Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað. Menning sem því miður gengur út á að láta ekki ómenningu líta dagsins ljós. Þrátt fyrir að allir vissu að hún leynist þarna í myrkrinu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá þarf aukaskammt af hugrekki og styrk til að stíga þau skref sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir steig á s.l. vikum. Og gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blés ískaldur og hvass norðanvindur frá KSÍ. Sjálf hef ég reynslu af því að reyna að benda á misrétti innan íþróttaheimsins. Það var mjög óþægileg og erfið reynsla. Fyrir 11 árum þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur var misréttið á milli drengja og stúlkna sem stunduðu boltaíþróttir í Reykjavík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við málaflokknum. Í framhaldi óskaði ég eftir því að Mannréttindaskrifstofa borgarinnar myndi gera ítarlega úttekt á jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Vonir mínar um breytingar á þessari skekkju innan íþróttafélaganna urðu fljótlega að vonbrigðum. Það stóð sannarlega á svörum frá forystu félaganna og á sameiginlegum fundi ÍTR ráðsins, ÍBR og formanna íþróttafélaganna um það bil ári eftir að úttektin hófst, kom fram að flestum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda væru allar stefnur með klausu um jafnrétti. Þeim fannst ég óþægileg og óþolandi, upplifði ég. Vorið 2018 skrifaði ég grein Í Kjarnann þar sem ég gaf kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið og lagði til að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög í Reykjavík við að í stefnum og aðgerðaráætlunum þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og verklag sem vinnur gegn öllu kynjamisrétti og vinnur hnitmiðað að jafnrétti í allri sinni mynd. Það risu ófáir á afturfæturnar og sýndu klærnar. Viðbrögðin voru það harkaleg að þau í raun þögguðu niður í mér. Ég hef einfaldlega ekki þorað að stíga fæti inn í þessa umræðu aftur fyrr en nú. Meðvirka og alkahóliseraða fjölskyldukerfið Það má stundum líkja svona vinnustaða og stofnanamenningu við dysfunktional og alkahólísku fjölskyldukerfi. Samkvæmt fræðunum er slíku kerfi stýrt af skömm og miklum ótta við að upp komist um þá hegðun sem þar er ríkjandi. Sá sem ætlar sér að benda á það með einhverjum hætti, hvort sem hann er innan kerfis eða utan það, þá er hann samstundist úthrópaður og útskúfaður. Fjölskyldan verður að líta vel út á við og halda þeirri glansmynd sem hún hefur gangandi. Sama hvað.Dæmi eru til um að slíkar fjölskyldur haldi reglulega fundi á sunnudagskvöldum eftir bölvað partýstand og fari yfir hvað má tala um út á við og þá öllu mikilvægara; hvað má ekki ræða út á við. Jafnrétti er ekki kvöð heldur tækifæri til sigurs Ég vil trúa því að fólk sé upp til hópa gott og mennskt. Það fylgir því mikið tilfinningalegt álag að lifa í svona dysfunktional kerfi. Ég trúi því ss núna að einhverjum í stjórn og öðrum starfsmönnum KSÍ sé núna létt. Létt að þetta sé bara komið upp á yfirborðið. Það er búið að kveikja ljósin og nú verði erfitt að slökkva þau aftur og leyfa meðvirkninni að lifa áfram. Kannski er ég naív en mér hefur verið fyrirmunað að skilja afhverju svona margir líta á jafnrétti og útrýmingu ofbeldis svona mikla kvöð. Ég sé bara tækifæri. Því eins og slagorð íþróttafélagsins vals segir svo réttilega: Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði - KSÍ og aðrar íþróttastofnanir taka þetta örugglega til sín núna. Látum jafnréttið og ofbeldisleysið vera leiðina að sigrinum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar og hefur óbilandi áhuga á að útrýma misrétti og ofbeldi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun