Mannréttindi fyrir dósir Andrés Ingi Jónsson skrifar 29. ágúst 2021 11:00 „Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart. Undanfarin misseri höfum við séð foreldra safna fyrir sérstökum tvímenningshjólum til að fötluð börn geti farið út að hjóla með fjölskyldu sinni. Það er nefnilega þannig að útivistir og tómstundir, sem mörgum þykir sjálfsagður hluti af daglegu lífi, flokkast sem lúxus hjá Sjúkratryggingum. Svar ríkisins er skýrt: Útivist og vistvænar samgöngur eru ekki fyrir allar fjölskyldur. Að komast á milli staða á hjóli, eða nota tvímenningshjól til að njóta útivistar, er ekki bara spurning um að fá smá vind í hárið. Þessi upplifun getur gjörbreytt líðan fatlaðra barna til hins betra, haft bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Niðurgreiðsla á tvímenningshjólum og öðrum hjálpartækjum sem auðvelda og auðga líf hreyfihamlaðra hefur þannig bein áhrif á daglegt líf. Lundin verður léttari og lífið betra. Vonbrigði í vikunni Ég spurði heilbrigðisráðherra í vor hvað henni þætti um að fella tvímenningshjól undir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, með vísan í að þau efla fötluð börn í athöfnum daglegs lífs og bæta andlega líðan þeirra. Svariðbarst í vikunni og veldur vonbrigðum. Í einfölduðu máli þá þykir ráðuneytinu það ekki stangast á við samning um réttindi fatlaðs fólks að sleppa því að veita fötluðum börnum aðgang að svona tækjum. Ráðuneytinu finnst nóg að uppfylla lágmarksskilyrði samningsins og telur ekki tilefni til að útvíkka reglurnar, a.m.k. ekki á þessari stundu. Það segist ætla að skoða þessi málefni, en varar strax við að kostnaðurinn geti orðið mikill. Væntingastjórnunin miðar greinilega öll að óbreyttu ástandi. Niðurgreiðsla á sérútbúnum hjólum og öðrum tækjum sem auðvelda fötluðum börnum útivist er andlegt og líkamlegt hagsmunamál fyrir börnin og allt fólk í kringum þau. Auðvitað eiga slík hjálpartæki að vera niðurgreidd. Við eigum að styrkja fatlað fólk til að taka fullan þátt í öllu samfélaginu, ekki bara þeim hlutum sem passa inn í þrönga skilgreiningu Sjúkratrygginga á daglegu lífi. Eða eigum við áfram að sætta okkur við að foreldrar fatlaðra barna þurfi að safna dósum í hvert sinn sem þau vilja að börnin sín njóti útivistar eins og jafnaldrar þeirra? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Andrés Ingi Jónsson Mannréttindi Píratar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
„Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart. Undanfarin misseri höfum við séð foreldra safna fyrir sérstökum tvímenningshjólum til að fötluð börn geti farið út að hjóla með fjölskyldu sinni. Það er nefnilega þannig að útivistir og tómstundir, sem mörgum þykir sjálfsagður hluti af daglegu lífi, flokkast sem lúxus hjá Sjúkratryggingum. Svar ríkisins er skýrt: Útivist og vistvænar samgöngur eru ekki fyrir allar fjölskyldur. Að komast á milli staða á hjóli, eða nota tvímenningshjól til að njóta útivistar, er ekki bara spurning um að fá smá vind í hárið. Þessi upplifun getur gjörbreytt líðan fatlaðra barna til hins betra, haft bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Niðurgreiðsla á tvímenningshjólum og öðrum hjálpartækjum sem auðvelda og auðga líf hreyfihamlaðra hefur þannig bein áhrif á daglegt líf. Lundin verður léttari og lífið betra. Vonbrigði í vikunni Ég spurði heilbrigðisráðherra í vor hvað henni þætti um að fella tvímenningshjól undir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, með vísan í að þau efla fötluð börn í athöfnum daglegs lífs og bæta andlega líðan þeirra. Svariðbarst í vikunni og veldur vonbrigðum. Í einfölduðu máli þá þykir ráðuneytinu það ekki stangast á við samning um réttindi fatlaðs fólks að sleppa því að veita fötluðum börnum aðgang að svona tækjum. Ráðuneytinu finnst nóg að uppfylla lágmarksskilyrði samningsins og telur ekki tilefni til að útvíkka reglurnar, a.m.k. ekki á þessari stundu. Það segist ætla að skoða þessi málefni, en varar strax við að kostnaðurinn geti orðið mikill. Væntingastjórnunin miðar greinilega öll að óbreyttu ástandi. Niðurgreiðsla á sérútbúnum hjólum og öðrum tækjum sem auðvelda fötluðum börnum útivist er andlegt og líkamlegt hagsmunamál fyrir börnin og allt fólk í kringum þau. Auðvitað eiga slík hjálpartæki að vera niðurgreidd. Við eigum að styrkja fatlað fólk til að taka fullan þátt í öllu samfélaginu, ekki bara þeim hlutum sem passa inn í þrönga skilgreiningu Sjúkratrygginga á daglegu lífi. Eða eigum við áfram að sætta okkur við að foreldrar fatlaðra barna þurfi að safna dósum í hvert sinn sem þau vilja að börnin sín njóti útivistar eins og jafnaldrar þeirra? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun