Fyrstu verkin að tengja krónuna við evru og lögfesta samning um réttindi fatlaðs fólks Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 19:25 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kallar eftir kerfisbreytingum. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að fái flokkurinn umboð verði það fyrsta verkefni hans að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við evru. Landsþing Viðreisnar fór fram með rafrænum hætti í dag þar sem línurnar voru lagðar í aðdraganda kosninga. „Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndum,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni á þinginu þar sem hún fór yfir stefnumál flokksins og stöðu stjórnmálanna. Mikilvægt væri að leita leiða til að koma á gengisstöðuleika sem fyrst. Þörf á kerfisbreytingum Formaðurinn sagði að komandi kosningar snúist að miklu leyti um það hvort við taki ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. „Með tímabundnum samningum og fyrirsjáanleika fyrir útgerðina. Og sanngjarnari skiptingu af tekjum sjávarauðlindarinnar. Það gerum við best með því að treysta markaðnum til að ákveða verðmæti auðlindarinnar.“ Þá leggur Viðreisn til að sjávarútvegsstefnan verði samofin byggðastefnu með því að hluti ágóða ríkisins fari aftur á þau svæði þar sem verðmætin voru sköpuð. Sjávarútvegsráðherra gaf á dögunum út skýrslu um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi, að ósk tuttugu þingmanna. Hafa fulltrúar Viðreisnar gagnrýnt að þar sé ekki svarað þeim spurningum sem var ætlað. Þorgerður Katrín sagði málið vera skandal og að hún vildi að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnaði málflutningnum í yfirlýsingu sinni í dag. Ísland þurfi að taka sig á í loftslagsmálum Þorgerður sagði að flokkurinn myndi berjast fyrir því að Ísland hverfi frá þeirri „dapurlegu meðalmennsku“ sem fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt í loftslagsmálum. Flétta þurfi umhverfismálum inn í alla málaflokka. „Komist Viðreisn í ríkisstjórn mun flokkurinn leggja áherslu á að ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum innihaldi tímasett markmið fyrir hvert ár svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orðin. Við eigum að veðja á hugvitið og hugsa stórt. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland. Eins og í orkuskiptum í sjávarútvegi.“ Eitt af allra fyrstu verkum Viðreisnar í ríkisstjórn verði þó að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hyggist flokkurinn fara í alvöru breytingar á atvinnu- og menntamálum fatlaðra og minnka tekjuskerðingar. Grátleg staða í heilbrigðismálum Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að horfið verði frá núverandi stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og einkaaðilum hleypt frekar að borðinu. „Það hefur verið grátlegt að fylgjast með því hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hamast við að þrengja að öllu einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefur leitt af sér stórkostlegt klúður og langa biðlista. Og höfum það á hreinu að það er fátt dýrara fyrir samfélagið okkar en fólk á biðlistum eftir mikilvægum heilsufarslegum úrræðum. Viðreisn trúir því að markviss samvinna hins ríkisrekna og einkarekna sé skynsamasta leiðin fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Eitt á ekki að útiloka annað, enda ekki þannig á Norðurlöndunum.“ Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Landsþing Viðreisnar fór fram með rafrænum hætti í dag þar sem línurnar voru lagðar í aðdraganda kosninga. „Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndum,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni á þinginu þar sem hún fór yfir stefnumál flokksins og stöðu stjórnmálanna. Mikilvægt væri að leita leiða til að koma á gengisstöðuleika sem fyrst. Þörf á kerfisbreytingum Formaðurinn sagði að komandi kosningar snúist að miklu leyti um það hvort við taki ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. „Með tímabundnum samningum og fyrirsjáanleika fyrir útgerðina. Og sanngjarnari skiptingu af tekjum sjávarauðlindarinnar. Það gerum við best með því að treysta markaðnum til að ákveða verðmæti auðlindarinnar.“ Þá leggur Viðreisn til að sjávarútvegsstefnan verði samofin byggðastefnu með því að hluti ágóða ríkisins fari aftur á þau svæði þar sem verðmætin voru sköpuð. Sjávarútvegsráðherra gaf á dögunum út skýrslu um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi, að ósk tuttugu þingmanna. Hafa fulltrúar Viðreisnar gagnrýnt að þar sé ekki svarað þeim spurningum sem var ætlað. Þorgerður Katrín sagði málið vera skandal og að hún vildi að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnaði málflutningnum í yfirlýsingu sinni í dag. Ísland þurfi að taka sig á í loftslagsmálum Þorgerður sagði að flokkurinn myndi berjast fyrir því að Ísland hverfi frá þeirri „dapurlegu meðalmennsku“ sem fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt í loftslagsmálum. Flétta þurfi umhverfismálum inn í alla málaflokka. „Komist Viðreisn í ríkisstjórn mun flokkurinn leggja áherslu á að ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum innihaldi tímasett markmið fyrir hvert ár svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orðin. Við eigum að veðja á hugvitið og hugsa stórt. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland. Eins og í orkuskiptum í sjávarútvegi.“ Eitt af allra fyrstu verkum Viðreisnar í ríkisstjórn verði þó að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hyggist flokkurinn fara í alvöru breytingar á atvinnu- og menntamálum fatlaðra og minnka tekjuskerðingar. Grátleg staða í heilbrigðismálum Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að horfið verði frá núverandi stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og einkaaðilum hleypt frekar að borðinu. „Það hefur verið grátlegt að fylgjast með því hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hamast við að þrengja að öllu einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefur leitt af sér stórkostlegt klúður og langa biðlista. Og höfum það á hreinu að það er fátt dýrara fyrir samfélagið okkar en fólk á biðlistum eftir mikilvægum heilsufarslegum úrræðum. Viðreisn trúir því að markviss samvinna hins ríkisrekna og einkarekna sé skynsamasta leiðin fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Eitt á ekki að útiloka annað, enda ekki þannig á Norðurlöndunum.“
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent