Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 28. ágúst 2021 16:31 Afganir bíða þess þarna að komast upp í rútu eftir að hafa lent á Washington Dulles-flugvelli í Virginíu í Bandaríkjunum. Tækifærum til þess að komast frá Afganistan fer nú fækkandi. AP/Jose Luis Magana Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. Flestar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa hætt eða stefna á að ljúka brottflutningi á næstu klukkustundum og bandarískt herlið verður allt farið úr landi á þriðjudag. Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru nú komnar hingað til lands. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Það komu tvær fjölskyldur hingað til lands í gær. Alls sex manns,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fullyrða að vonin sé úti Sveinn segir ekki liggja fyrir hvaða þýðingu það hefur að loftbrúin sé að lokast og liðsaflinn á flugvellinum sé á leið burt. „Við höfum ráðið því fólki sem við höfum verið í sambandi við úti í Afganistan eindregið frá því að fara á flugvöllinn eða reyna að komast þangað. Aðstæður eru mjög hættulegar þannig að það ætti enginn að reyna það einu sinni. En hvað gerist í framhaldinu, þar ræður miklu framganga þeirra sem stjórna landinu en íslensk stjórnvöld eru ekki í aðstöðu til þess að fara út og ná í fólk.“ Íslensk stjórnvöld hafi alltaf reitt sig á samstarf við vinaþjóðir í þeim efnum, samstarf sem nú sé ekki til að dreifa. „Framhaldið verður bara að koma í ljós það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist á næstu dögum og vikum.“ Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að öll von sé úti fyrir það fólk sem á að koma hingað til lands frá Afganistan. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað er staðan mun flóknari núna þegar loftbrúin er ekki lengur til staðar. En við minnum líka á að samkvæmt viðmiðum flóttamannanefndar þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni taka til dæmis á móti starfsfólki NATO í Afganistan og fjölskyldum þeirra. Sá hópur gæti orðið að minnsta kosti 20 manns. Hann mun að mestu vera kominn úr landi og allar líkur á að hann geti komið hingað til lands á næstunni,“ segir Sveinn. Afganistan Utanríkismál NATO Tengdar fréttir Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Flestar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa hætt eða stefna á að ljúka brottflutningi á næstu klukkustundum og bandarískt herlið verður allt farið úr landi á þriðjudag. Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru nú komnar hingað til lands. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Það komu tvær fjölskyldur hingað til lands í gær. Alls sex manns,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fullyrða að vonin sé úti Sveinn segir ekki liggja fyrir hvaða þýðingu það hefur að loftbrúin sé að lokast og liðsaflinn á flugvellinum sé á leið burt. „Við höfum ráðið því fólki sem við höfum verið í sambandi við úti í Afganistan eindregið frá því að fara á flugvöllinn eða reyna að komast þangað. Aðstæður eru mjög hættulegar þannig að það ætti enginn að reyna það einu sinni. En hvað gerist í framhaldinu, þar ræður miklu framganga þeirra sem stjórna landinu en íslensk stjórnvöld eru ekki í aðstöðu til þess að fara út og ná í fólk.“ Íslensk stjórnvöld hafi alltaf reitt sig á samstarf við vinaþjóðir í þeim efnum, samstarf sem nú sé ekki til að dreifa. „Framhaldið verður bara að koma í ljós það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist á næstu dögum og vikum.“ Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að öll von sé úti fyrir það fólk sem á að koma hingað til lands frá Afganistan. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað er staðan mun flóknari núna þegar loftbrúin er ekki lengur til staðar. En við minnum líka á að samkvæmt viðmiðum flóttamannanefndar þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni taka til dæmis á móti starfsfólki NATO í Afganistan og fjölskyldum þeirra. Sá hópur gæti orðið að minnsta kosti 20 manns. Hann mun að mestu vera kominn úr landi og allar líkur á að hann geti komið hingað til lands á næstunni,“ segir Sveinn.
Afganistan Utanríkismál NATO Tengdar fréttir Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16