Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. ágúst 2021 21:06 Frá vettvangi við Dalsel um hádegisbil. Guðmundur Hjalti Stefánsson Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. Tilkynning um vopnaðan mann í íbúðarhúsi á Egilsstöðum barst lögreglu á Austurlandi um tíuleytið í gærkvöldi. Lögregla hefur varist allra frétta en hefur lýst atburðarásinni þannig að maðurinn hafi haft uppi hótanir um að beita vopninu. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi við Dalsel í útjaðri Egilsstaða og þaðan heyrst skothvellir. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út og skotið að lögreglu – sem þá hafi skotið hann. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Skot mannsins hæfðu að minnsta kosti tvö hús og greinilega má sjá för eftir byssukúlurnar á öðru þeirra. Ætlaði að ræða við barnsföður kærustu sinnar Samkvæmt heimildum fréttastofu hugðist maðurinn eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Börn þeirra hafi verið í húsinu þegar manninn bar að garði í gærkvöldi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá herma heimildir fréttastofu einnig að maðurinn sé á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, auk liðs frá embætti héraðssaksóknara, var send austur strax í gærkvöldi til að rannsaka málið. „Ég þorði ekki heim til mín“ Íbúar á Egilsstöðum eru mjög slegnir eftir atburðina og sóttu sér margir hverjir áfallahjálp eftir atburði gærkvöldsins. Áfallamiðstöð var opnuð síðdegis á Egilsstöðum í dag þar sem fólki var boðið að leita hjálpar. Brynja Rut Borgarsdóttir, íbúi í Dalseli.Vísir „Ég er hérna bara fjórum kílómetrum í burtu úti í hesthúsi og ég heyri skothvellina. En við kipptum okkur ekkert sérstaklega upp við það þá en fæ svo sms frá 112 um að halda mig innandyra þar sem það væri maður með byssu í íbúðahverfi og það væri í rauninni ekkert meira sagt þannig að ég bara þorði ekki heim til mín,“ segir Brynja Rut Borgarsdóttir, íbúi í Dalseli. „En bíð bara í bílnum úti í hesthúsi og bíð bara eftir að það komi á fréttamiðlana en næ síðan ekki á manninn minn heima sem er með tveggja ára gamlan son okkar og jújú, ég hélt hann væri sofandi var ekkert að hringja sendi bara skilaboð. Síðan þegar það kemur fram að þetta sé í Dalseli þá var mér ekkert alveg sama þannig að ég fór að hringja eins og brjálæðingur í hann en fékk engin svör þannig að ég bara beið þangað til ég gat farið heim eða mér fannst ég geta farið af stað heim,“ segir Brynja. Eitthvað sem fólk á ekki von á Sveitarstjóri Múlaþings segist hafa hrokkið við þegar hann heyrði af atvikinu. Hann hvetur fólk til að nýta sér þá hjálp sem því stendur til boða. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.Vísir „Ég held að mér hafi bara orðið við eins og öllum öðrum íbúum, að maður bara hrökk við. Þetta er eitthvað sem að við bara eigum ekki von á hér í okkar samfélagi, alveg sama hvar við erum á landinu,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. „Þannig að fólk hefur verið slegið og það á við um mig og alla aðra en það sem við leggjum áherslu á og erum þess vegna að boða fólk í áfallamiðstöð. Að koma ef það finnur fyrir einhverju, vera ekki að bíða með það heima. Nýtið ykkur þetta, komið á staðinn og talið við okkar fólk.“ Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Líðan skotmannsins stöðug eftir aðgerð Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn. 27. ágúst 2021 17:49 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Tilkynning um vopnaðan mann í íbúðarhúsi á Egilsstöðum barst lögreglu á Austurlandi um tíuleytið í gærkvöldi. Lögregla hefur varist allra frétta en hefur lýst atburðarásinni þannig að maðurinn hafi haft uppi hótanir um að beita vopninu. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi við Dalsel í útjaðri Egilsstaða og þaðan heyrst skothvellir. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út og skotið að lögreglu – sem þá hafi skotið hann. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Skot mannsins hæfðu að minnsta kosti tvö hús og greinilega má sjá för eftir byssukúlurnar á öðru þeirra. Ætlaði að ræða við barnsföður kærustu sinnar Samkvæmt heimildum fréttastofu hugðist maðurinn eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Börn þeirra hafi verið í húsinu þegar manninn bar að garði í gærkvöldi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá herma heimildir fréttastofu einnig að maðurinn sé á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, auk liðs frá embætti héraðssaksóknara, var send austur strax í gærkvöldi til að rannsaka málið. „Ég þorði ekki heim til mín“ Íbúar á Egilsstöðum eru mjög slegnir eftir atburðina og sóttu sér margir hverjir áfallahjálp eftir atburði gærkvöldsins. Áfallamiðstöð var opnuð síðdegis á Egilsstöðum í dag þar sem fólki var boðið að leita hjálpar. Brynja Rut Borgarsdóttir, íbúi í Dalseli.Vísir „Ég er hérna bara fjórum kílómetrum í burtu úti í hesthúsi og ég heyri skothvellina. En við kipptum okkur ekkert sérstaklega upp við það þá en fæ svo sms frá 112 um að halda mig innandyra þar sem það væri maður með byssu í íbúðahverfi og það væri í rauninni ekkert meira sagt þannig að ég bara þorði ekki heim til mín,“ segir Brynja Rut Borgarsdóttir, íbúi í Dalseli. „En bíð bara í bílnum úti í hesthúsi og bíð bara eftir að það komi á fréttamiðlana en næ síðan ekki á manninn minn heima sem er með tveggja ára gamlan son okkar og jújú, ég hélt hann væri sofandi var ekkert að hringja sendi bara skilaboð. Síðan þegar það kemur fram að þetta sé í Dalseli þá var mér ekkert alveg sama þannig að ég fór að hringja eins og brjálæðingur í hann en fékk engin svör þannig að ég bara beið þangað til ég gat farið heim eða mér fannst ég geta farið af stað heim,“ segir Brynja. Eitthvað sem fólk á ekki von á Sveitarstjóri Múlaþings segist hafa hrokkið við þegar hann heyrði af atvikinu. Hann hvetur fólk til að nýta sér þá hjálp sem því stendur til boða. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.Vísir „Ég held að mér hafi bara orðið við eins og öllum öðrum íbúum, að maður bara hrökk við. Þetta er eitthvað sem að við bara eigum ekki von á hér í okkar samfélagi, alveg sama hvar við erum á landinu,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. „Þannig að fólk hefur verið slegið og það á við um mig og alla aðra en það sem við leggjum áherslu á og erum þess vegna að boða fólk í áfallamiðstöð. Að koma ef það finnur fyrir einhverju, vera ekki að bíða með það heima. Nýtið ykkur þetta, komið á staðinn og talið við okkar fólk.“
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Líðan skotmannsins stöðug eftir aðgerð Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn. 27. ágúst 2021 17:49 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Líðan skotmannsins stöðug eftir aðgerð Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn. 27. ágúst 2021 17:49
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51