Starfsmaður þingflokks vill leiða SUS Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2021 14:41 Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Lísbet Sigurðardóttir og Steinar Ingi Kolbeins. Aðsend Lísbet Sigurðardóttir hefur sóst eftir formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 46. sambandsþingi félagsins sem fram fer dagana 10. til 12. september næstkomandi í Reykjanesbæ. Steinar Ingi Kolbeins gefur kost á sér í embætti varaformanns og Ingveldur Anna Sigurðardóttir til embættis 2. varaformanns. Frá þessu greinir í tilkynningu frá frambjóðendunum. Segir að framboðið leggi áherslu á að rödd ungs fólks fái að heyrast innan flokksins og að fulltrúar yngri kynslóða hljóti enn frekara brautargengi í trúnaðarstöður. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Þá leggur framboðið áherslu á að SUS sé öflugur vettvangur ungs fólks í pólitískri umræðu og telur mikilvægt að SUS veiti forystu Sjálfstæðisflokksins áfram nauðsynlegt aðhald. Kjörnir fulltrúar eigi að beita sér fyrir framgangi frelsismála í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins og vinna markvisst að því að halda henni á lofti í störfum sínum. Steinar Ingi Kolbeins. Lísbet Sigurðardóttir er 25 ára lögfræðingur, fædd og uppalin í Reykjavík og er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Lísbet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins síðastliðin ár, sat í stjórn SUS árin 2019-2021 og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flokksins. Þá hefur Lísbet verið virk í félagsstörfum á öðrum vettvangi og sat m.a. í stjórn Orators, félagi laganema við HÍ og í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta. Hún starfaði áður hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, hjá Jónatansson & Co. lögmannsstofu og sem aðstoðarkennari í fjölskyldu- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Ingveldur Anna Sigurðardóttir.Aðsend Steinar Ingi Kolbeins er 24 ára, fæddur í Reykjavík og hefur alla tíð búið í Grafarvogi. Steinar stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann starfað í félags- og frístundamiðstöðvum í Gufunesbæ samhliða námi, þá starfar hann einnig sem blaðamaður. Steinar hefur víðtæka reynslu af félagsstarfi, bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem og utan hans. Hann hefur setið í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Politicu, félagi stjórnmálafræðinema. Þá hefur Steinar komið að starfi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, til að mynda sem kosningastjóri í prófkjöri auk annarra trúnaðarstarfa. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún er uppalin á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum en hefur einnig búið í Vík og Búðardal. Ingveldur Anna starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi til alþingiskosninga. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og m.a. setið sem forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta, 2019-2020 og tekið þátt í starfi ungra sjálfstæðismanna á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu frá frambjóðendunum. Segir að framboðið leggi áherslu á að rödd ungs fólks fái að heyrast innan flokksins og að fulltrúar yngri kynslóða hljóti enn frekara brautargengi í trúnaðarstöður. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Þá leggur framboðið áherslu á að SUS sé öflugur vettvangur ungs fólks í pólitískri umræðu og telur mikilvægt að SUS veiti forystu Sjálfstæðisflokksins áfram nauðsynlegt aðhald. Kjörnir fulltrúar eigi að beita sér fyrir framgangi frelsismála í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins og vinna markvisst að því að halda henni á lofti í störfum sínum. Steinar Ingi Kolbeins. Lísbet Sigurðardóttir er 25 ára lögfræðingur, fædd og uppalin í Reykjavík og er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Lísbet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins síðastliðin ár, sat í stjórn SUS árin 2019-2021 og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flokksins. Þá hefur Lísbet verið virk í félagsstörfum á öðrum vettvangi og sat m.a. í stjórn Orators, félagi laganema við HÍ og í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta. Hún starfaði áður hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, hjá Jónatansson & Co. lögmannsstofu og sem aðstoðarkennari í fjölskyldu- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Ingveldur Anna Sigurðardóttir.Aðsend Steinar Ingi Kolbeins er 24 ára, fæddur í Reykjavík og hefur alla tíð búið í Grafarvogi. Steinar stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann starfað í félags- og frístundamiðstöðvum í Gufunesbæ samhliða námi, þá starfar hann einnig sem blaðamaður. Steinar hefur víðtæka reynslu af félagsstarfi, bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem og utan hans. Hann hefur setið í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Politicu, félagi stjórnmálafræðinema. Þá hefur Steinar komið að starfi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, til að mynda sem kosningastjóri í prófkjöri auk annarra trúnaðarstarfa. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún er uppalin á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum en hefur einnig búið í Vík og Búðardal. Ingveldur Anna starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi til alþingiskosninga. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og m.a. setið sem forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta, 2019-2020 og tekið þátt í starfi ungra sjálfstæðismanna á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira